Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
sænska fyrirtækinu DeLaval og er
hægt að mjólka 28 ær samtímis í
mjaltabásnum. Öll mjólkin frá ánum
fer í ostagerð á búinu en búið kaupir
einnig mjólk frá kúabúi í nágrenninu
til þess að bjóða upp á fjölbreyttara
úrval af ostum.
Frá þessum skemmtilega markaði
var svo haldið í hinn heimsfræga og
glæsilega Stirling kastala sem er einn
af sögufrægustu stöðum Skotlands.
Formaður skoskra kúabænda
Fyrsta bændaheimsókn ferðar innar
var til félagsbús sem kúabóndinn
James Ranking var í forsvari fyrir.
Að búinu stendur James ásamt
bróður sínum og fjölskyldum þeirra
en búið, sem heitir Badenheath, er
einungis spölkorn frá stórborginni
Glasgow. James er jafnframt
formaður félags skoskra kúabænda
og situr fyrir þeirra hönd í skosku
bændasamtökunum, en stjórn
skosku bændasamtakanna skipa allir
formenn búgreinafélaga landsins.
Þeir bræður eru með 130 kýr
af Airshire kyni sem mjólka um
7 þúsund lítra á ári og eru þær
mjólkaðar í hefðbundnum mjaltabás
þar sem einn mjaltamaður mjólkar
kýrnar í bás sem tekur 24 kýr.
Búið er svo með rétt rúmlega 100
hektara sem eingöngu eru nýttir til
grasframleiðslu og þá bæði til beitar
og sláttar.
Kindurnar hreinsa eftir kýrnar
Líkt og á mörgum skoskum kúabúum
byggir mjólkurframleiðslan fyrst
og fremst á beit og gróffóðurgjöf
og fá kýrnar t.d. ekki kjarnfóður.
Beitartíminn er frá byrjun apríl og
fram í lok október og á þessu tímabili
fá kýrnar ekkert fóður annað en beitina. Til þess að nýta beitina sem
best er búið einnig með 50 kindur
sem hafa í raun það hlutverk að vera
„ruddasláttuvélar“ þ.e. þær eru settar
á spildurnar á eftir kúnum og sjá þá
um að hreinsa beitarstykkin upp eftir
kýrnar enda ærnar síður kresnar á
beitina en kýrnar.
Vel rekið bú
Aðspurður um framleiðslukostnað
og rekstur búsins sagði James að
búið stæði sig vel og að núllpunktur
búsins væru 27 pens eða rétt rúmlega
37 krónur á hvert kíló mjólkur.
Væri afurðastöðvaverðið hærra en
þetta væri búið rekið með hagnaði
eftir að tekið hefur verið tillit til
alls rekstrarkostnaðar, launa og
afskrifta. Í fyrra og framan af þessu
ári hafi hins vegar búið ekki fengið
þessa upphæð og var því rekið með
tapi. Nú sé þó afurðastöðvaverðið
hærra og skilar það því hagnaði en
vegna óvissu um framtíðina vildu
þeir bræður tryggja sig betur gegn
verðsveiflum. Þeir ákváðu því að
skipta um afurðastöð og munu frá
áramótum byrja að leggja inn hjá
einkarekinni afurðastöð sem er með
100 innleggjendur og 100 milljónir
lítra innvigtun á ári. Þessi stöð er að
sögn James afar vel rekin og geti
lofað hærra afurðastöðvaverði en
samvinnufélagið First milk sem þeir
leggja inn hjá í dag.
Í eigin sæðissölu!
Notkun þarfanauta er ekki algeng nú
til dags og notar stór hluti kúabænda
orðið sæðingar á bæði kýr og kvígur
en á þessu búi sér þarfanaut um
verkið. Naut þetta var keypt að
búinu frá Englandi fyrir 9 árum
og er það enn í notkun enda hefur
það gefið af sér góða gripi. Nautið,
sem er undan einni afurðamestu kú
Stóra-Bretlands, hefur mikið gildi
fyrir búið og Airshire kúakynið og
vegna kynbótagildis þess kemur öðru
hverju verktaki á búið og tekur sæði
úr nautinu sem þeir bræður selja svo
innan Stóra-Bretlands. Að bændur
láti taka sæði heima á búum sínum
og koma í sölu er afar framandi fyrir
okkur hér á Íslandi en að sögn James
er þetta víst nokkuð útbreidd aðferð
í Stóra-Bretlandi.
Eftir þessa afar fróðlegu heimsókn
var svo haldið til Glasgow enda hafði
víst tekið sig upp sterk innkaupaþörf
hjá sumum í hópnum og lauk þar með
öðrum degi þessarar Skotlandsferðar
Samtaka ungra bænda.
Í næsta Bændablaði verður fjallað
um lokadag ferðarinnar en þá var
farið í heimsókn til kúabónda sem
var valinn „Ungur bóndi Skotlands
2016“ auk þess sem bæði var farið í
heimsókn á holdakúabú og sauðfjárbú.
Snorri Sigurðsson
Kalle Hammarberg er sænskur dýralæknir sem hefur sérhæft
sig í heilsufari geita og er vel þekktur í Svíþjóð fyrir starf sitt.
Hann hefur gefið út rit um sjúkdóma og heilsufar geita sem
og sauðfjár, ætlað til kennslu í dýralækningum. Af því riti hefur
verið gefin út sérútgáfa ætluð geitabændum. Einnig hefur
hann verið meðhöfundur annarra bóka um geitur og sauðfé.
Kalle mun halda fyrirlestur sem hann kallar „Goat Health and
Diseases“ og verður fyrirlesturinn á ensku. Fyrirlestrinum beinir
hann sérstaklega til dýralækna og geitabænda og eru menn í
þessum stéttum hvattir til að mæta enda er þetta ein stakur við-
burður á Íslandi.
Kalle Hammarberg vill gjarnan vita áður en hann kemur hvaða
sjúkdómar og sníkjudýr angra helst geitur á Íslandi. Ef menn
vilja senda fyrirspurnir til Kalle fyrir 3. nóvember er velkomið að
senda þær á netfangið: kalle.hammarberg@tele2.se og hann
mun svara þeim á fyrirlestrinum.
Fyrirlesturinn verður haldinn í kennslustofunni Borg í Land-
búnaða rháskólanum á Hvanneyri föstudaginn 3. nóvember
kl. 13–17 og er öllum opinn.
Þátttökugjald er 2000 kr. fyrir félagsmenn GFFÍ en 4000 kr.
fyrir utanfélagsmenn og greiðist á staðnum með peningum.
Einnig er hægt að leggja inn á reikning félagsins fyrir fundinn:
Kt. 4503121850, Rknr. 0305-26-005566.
Kaffiveitingar innifaldar.
Á staðnum verður til sölu rit Kalle Hammarbergs ætlað bænd-
um, Getter, hälsovård och sjukdomar, á 3500 kr. Ritið fyrir
dýra lækna verður einnig til sölu á 4000 kr.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið geit@geit.is eða í síma
formannsins Sifjar Matthíasdóttur 898 1124 fyrir 1. nóvember.
Geitfjárræktarfélag Íslands
„GOAT HEALTH AND DISEASES“
Fyrirlestur í Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri
Skeiðgenið – vissa eða spá?
Þekkingarfyrirtækið Matís býður
upp á arfgerðargreiningu hrossa
m.t.t. skeiðgensins, þ.e. hvort
hestur ber arfgerðina AA,
CA eða CC, í DMRT3
erfðavísinum. Staðfest
er af rannsóknum að
traust tengsl eru milli
mismunandi arfgerða
og ganghæfileika
íslenskra hrossa.
Þannig hafa aðeins
AA-hross raunverulega
getu til að skeiða auk þess sem
svo virðist sem AA-hrossum sé tölt
eðlislægara en öðrum.
Hross sem sýnd eru í kynbótadómi
sem klárhross (sýnd skeiðlaus) eru
blanda af AA-, CA- og CC-hrossum,
meirihlutinn þó CA-hross.
CA-arfgerð hefur jákvæð áhrif á
grunngangtegundirnar fet, brokk og
stökk; gefur meira svif og taktöryggi
á brokki og stökki samanborið við
AA-hross.
Tíðni CC-hrossa er afar
lítil og minnkandi í íslenska
hrossastofninum, enda sýnir það
sig að hestum með þessa arfgerð
virðist ekki eðlislægt að tölta, þ.e.
eru oft gangtregir og þar af leiðandi
seinunnari og síður verðandi
söluvara en AA og CA-hross.
Umtalsvert öryggi
Með umtalsverðu öryggi má gera
ráð fyrir því að hross sem hlýtur
einkunnina 7,0 eða hærra fyrir
skeið í kynbótadómi sé AA hross,
arfhreint skeiðgenshross. Erfiðara er
að fást við spádóma um hross sem
dæmd eru án skeiðs eða atlögu að
skeiðeinkunn; einkunnin 5-6,5 fyrir
eiginleikann. Er það val eigenda og
knapa að stilla hestinum upp sem
klárhesti þó hann búi e.t.v. yfir
skeiðgetu að einhverju marki?
WorldFengur, upprunaættbók
íslenska hestsins, birtir sérstök og
lýsandi tákn fyrir staðfesta skeiðgens-
arfgerð (arfgerðargreining hefur
farið fram) eða áætlaðar
líkur á skeiðgensarfgerð.
Líkurnar miðast þá
við kynbótadóma á
hrossinu sjálfu og
skyldum hrossum
eða fyrirliggjandi
greiningar foreldra og
skyldra hrossa. Staðfestar
greiningar eru með dökkbláum
bakgrunni en ef aðeins er um líkur/
spá að ræða er bak-grunnurinn ljós.
Eins er í mörgum tilfellum ekki
unnt að spá fyrir um arfgerðina, þá
birtist einfaldlega spurningarmerki
(?). Af fyrirliggjandi gögnum má
ráða að spádómur WorldFengs um
skeiðgensarfgerð er réttur í u.þ.b.
níu af tíu tilfellum.
Arfgerðargreining er
sterkasta úrræðið
Dagljóst er að vissan, arfgerðar-
greining hests með tilliti til
skeiðgens, er sterkasta úrræðið,
en henni fylgir umtals-verður
kostnaður. Enn fremur er skýrt að
mest er að vinna með greiningum
á hrossum sem sýnd eru skeiðlaus.
Athyglin og orkan ætti hvað helst
að beinast að stóðhestum og
ræktunarhryssum.
Staðfest vissa um skeiðgensarfgerð
stóðhests gefur áhugasömum
ræktendum og hryssueigendum
miklar viðbótar-upplýsingar um
hvers er að vænta með tiltekinni
pörun. Arfgerðargreining stóðhests
er m.ö.o. aukin og bætt þjónusta við
þann hóp sem mögulega hyggst nota
hestinn – eða hefur þegar gert það.
Möguleikarnir og tíðni arfgerða við
mismunandi pörun er eftirfarandi:
• AA + AA-foreldrar: Öll
afkvæmi AA.
• AA + CA-foreldrar: 50% líkur
á AA-afkvæmi / 50% líkur á
CA-afkvæmi.
• CA + CA-foreldrar: 25% líkur
á AA-afkvæmi / 50% líkur á
CA-afkvæmi / 25% líkur á
CC-afkv.
• CA + CC-foreldrar: 50% líkur
á CA-afkvæmi / 50% líkur á
CC-afkvæmi.
• CC + CC-foreldrar: Öll
afkvæmi CC.
Matís hefur annast hefðbundnar
arfgerðargreiningar, til staðfestingar
á ætterni hrossa, allt frá árinu 2006.
Nú býður Matís einnig greiningu
á skeiðgensarfgerð í samstarfi við
rétthafa arfgerðarprófsins, fyrirtækið
Capilet genetics í Svíþjóð.
Verð fyrir skeiðgensgreiningu er
mjög háð fjölda sýna sem prófuð eru
í einu en á núverandi gengi má reikna
með kostnaði sem nemur liðlega
40.000,- kr per sýni fyrir greiningu á
2-20 sýnum. Ef aðeins er um að ræða
eitt stakt sýni er kostnaður umtalsvert
hærri. Matís veitir nánari upp-lýsingar
um verð fyrir þjónustuna.
Starfsmenn RML eru boðnir
og búnir í sýnatökur til skeiðgens-
greininga auk hefðbundinna ætternis-
arfgerðargreininga hrossa. Nánar um
skeiðgen og DNA-sýnatökur m.a.
hér:
• http://onlinelibrary.wiley.com/
doi/10.1111/jbg.12112/epdf
• http://www.capiletgenetics.
com/en/
• https://www.rml.is/is/radgjof/
hrossaraekt/dna-synatokur
Pétur Halldórsson
Hrossaræktarsvið RML
petur@rml.is
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Hver lambhrútur var boðinn upp fyrir sig og auk ótal bjóðenda voru
einnig margir áhorfendur á pöllunum að fylgjast með þessum einstöku
kynbótagripum.
Á sauðfjárbúinu Errington fer öll mjólk til ostagerðar og reyna bændurnir
að selja megnið af framleiðslu sinni á bændamörkuðum.
Á bændamarkaðinum var m.a. boðið
upp á fasana sem veiðimenn hafa
skilað sem greiðslu til bænda fyrir
veiðar á landi bændanna.