Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
Um er að ræða 415,8 fm atvinnuhúsnæði sem skiptist upp í tvo
stóra sali, skrifstofuaðstöðu, salernisaðstöðu, lagerpláss og
mót tökurými.
» Sex stórar innkeyrsluhurðir eru í eigninni og eru fimm þeirra nýjar.
» Gott malbikað plan er fyrir framan eignina og stórt afgirt port fyrir
aftan, 1500 fm.
» Í dag er í húsnæðinu rekstur eins stærsta bifreiðaverkstæðis á
Suðurnesjum.
» Sex lyftur gætu fylgt með í kaupum, þrjár þeirra eru tveggja pósta og
þrjár þeirra eru sex pósta.
» Fyrirtækið er með marga fasta viðskiptavini og hefur skapað sér mjög
góða viðskiptavild.
» Eignin er á mjög góðum stað í rótgrónu iðnaðarhúsahverfi, aðeins 5
mín útna akstur að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Stuðlabergs í síma
420 4000 og á skrifstofu að Hafnargötu 20.
TIL SÖLU
GRÓFIN 19, REYKJANESBÆ
Skipting ehf. - Sími: 421 3773 - Netfang: skipting@mitt.is
SPARAÐU MEÐ VARMADÆLU
Allt að 80% sparnaður á hitunarkostnaði
S: 546 9500
www.lofttaekni.is
**
D
TI
D
an
is
h
Te
ch
no
lo
g
ic
al
In
st
it
ut
e
COP 5,6 A++
COP 5,1 A++
*
SP
T
ec
hn
ic
al
In
st
it
ut
e
of
S
w
ed
en
**
D
T
Te
Danmarks mest energieffektive
luft/vand varmepumpe*
Ve ðlaun
fyrir hæ
sta
sparnað
arhlutfal
l
í flokki
loft í va
tn**
STOFNAÐ 1994
al
f S
w
ed
en
al
VERÐLAUN fyrir hæsta sparnaðarhlutfall
SÖLU UPPSETNINGA OG ÞJÓNUSTUAÐILAR
Kópavogur - Hólmavíkur: Rafhöld ehf.
Þingeyri:
Ísafjörður:
Hvammstangi:
Blönduós:
Sauðárkrókur:
Akureyri:
Vopnafjörður:
Eskifjörður:
Djúpivogur:
Höfn: Vík:
Hvolsvöllur:
Vestmannaeyjar:
Rafstöðvar
3,5 kVA – 85kVA á lager.
Hamm H 13i valtari.
Árgerð 2013. 13 tonn.
Til leigu eða kaups.
Liebherr R 934 beltagrafa.
Árgerð 2007. 9.900 vinnust.
Topa 3000 fleygur, tvær
skóflur og ripper fylgja.
Verð 8,3 mkr. + vsk.
Terex HR 2.0 smágrafa.
Árgerð 2006. 3.150 vinnust.
3 skóflur og fleygur.
Yanmar Vio55 beltagrafa.
Árgerð 2006. 5,5 tonn.
7.300 vinnust.
4 skóflur, þar af ein tilt.
Weber jarðvegsþjöppur og
hopparar til á lager.
Cat 305 beltagrafa.
2007 árgerð. 5 tonn.
5.150 vinnust.
Engcon rótortilt, 3 skóflur.
Yanmar SV18 smágröfur.
1,95 tonn. Til á lager.
Tsurumi dælur í miklu úrvali.
merkur.is
Uppl. í síma 660-6051
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS
Skútustaðahreppur í samvinnu við ríkið:
Unnið að langtímalausn
í fráveitumálum
Benedikt Jóhannesson, fráfarandi
fjármála- og efnahagsráðherra,
afhenti á dögunum sveitarstjórn
Skútustaðahrepps bréf fjármála-
og efnahagsráðherra og umhverfis-
og auðlindaráðherra um umbætur
í fráveitumálum sveitarfélagsins.
Fram kemur að málið hafi verið
til umræðu í ríkisstjórn í lok apríl
síðastliðinn og fram verið lagt
minnisblað ráðherranna þar um,
en ráðherrarnir tveir funduðu með
forsvarsmönnum sveitarfélagsins
síðla í maí. Þar lýstu þeir yfir
vilja sínum til að ríkið tæki þátt í
umbótunum, bæði fjárhags- og
faglega. Umræður um málið hafi
leitt í ljós ríkan velvilja af hálfu
ríkisstjórnar og ráðuneyta vegna
umbótanna. Verkefnið sé þó nokkuð
flókið, þar sem bæði koma við sögu
verkfræði- og lagaleg atriði auk
ýmissa álitamála sem ræða þurfi og
greiða úr.
Rétt þykir að ríkisvaldið fari í
viðræður við Skútustaðahrepp nú
eftir kosningar og myndun nýrrar
ríkisstjórnar, en þá er auðveldara um
vik að fá fram niðurstöðu og fylgja
ákvörðunum eftir.
Rétt að vinna málið eins hratt
og auðið er
„Ráðuneytunum er kunnugt um
að sveitarstjórn og aðrir aðilar í
Skútustaðahreppi eru undir nokkrum
þrýstingi að gefa upplýsingar
um fjármögnun fráveitumála,
þar á meðal um hugsanlegan hlut
ríkisvaldsins. Vonandi verður
hægt að fá frest vegna þess í ljósi
aðstæðna. Ekki er um bráðavanda að
ræða í Mývatni, heldur er unnið að
langtímalausn til að tryggja að álag á
lífríki vatnsins vegna fráveitna verði
sem minnst til frambúðar. Þar skiptir
miklu að byggja á góðri greiningu á
lausnum sem eru í boði, til þess að
tryggja að bestu og hagkvæmustu
kostirnir séu valdir. Rétt er að vinna
málið eins hratt og auðið er, en þó
ljóst að það mun að líkindum taka
nokkra mánuði að ná niðurstöðu eftir
að viðræður hefjast,“ segir í bréfinu.
Þar segir enn fremur að ráðuneytin
telji að um sérstakt viðfangsefni sé
að ræða, sem hafi ekki fordæmisgildi
varðandi fráveitumál almennt, þar
sem Mývatn og Laxá njóta sérstakrar
verndar skv. lögum og sveitarstjórn
Skútustaðahrepps býr við aðrar og
meiri kröfur um hraðar úrbætur í
fráveitumálum en önnur sveitarfélög.
„Fjármála- og efnahagsráðuneytið
og umhverfis- og auðlindaráðuneytið
ítreka hér með vilja sinn til að
fara yfir málið með sveitarstjórn
Skútustaðahrepps og öðrum sem
málið varðar á grundvelli laga og
reglugerða um fráveitumál og vernd
Mývatns og Laxár og almennra
sanngirnissjónarmiða,“ segir í bréfi
ráðuneytanna. /MÞÞ
Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra og Þorsteinn
Atvinnulíf á Suðurlandi:
Vöntun á þriggja
fasa rafmagni
Á ársþingi Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga, sem haldið var
á Selfossi 19. og 20. október,
voru fjölmargar ályktanir
samþykktar um hin ýmsu
mál. Atvinnumálanefnd
þingsins ályktaði m.a. um
afhendingaröryggi raforku og
þriggja fasa rafmagn á Suðurlandi.
Fram kom
hjá nefndinni
að mikilvægt
sé að bæta
afhendingar-
öryggi en
staðan sé
m i s j ö f n
eftir svæðum
og kemur
bæði til flutningur á orku milli
svæða og dreifing innan svæða.
„Lítið afhendingaröryggi og
vöntun á þriggja fasa rafmagni
stendur atvinnuuppbyggingu
víða á Suðurlandi fyrir þrifum.
Samkvæmt áætlun Rarik á að vera
búið að leggja dreifikerfið í jörð
árið 2035. Sérstaklega þarf að
leggja áherslu á þrífösun rafmagns
á köldum svæðum. Þingið skorar á
RARIK að flýta þeirri vinnu sem
mest má og skorar á Landsnet að
styrkja byggðalínuna austur um“,
segir í ályktun ársþingsins sem var
samþykkt samhljóða. /MHH
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300