Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt er talin vera um 291.400 tonn CO2-ígilda á ári: Hægt að jafna losunina með margvíslegum mótvægisaðgerðum á fáum árum – segir m.a. í skýrslu sem Umhverfisráðgjöf Íslands gerði fyrir sauðfjárbændur Skýrsla sem Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) hefur unnið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS) er í samræmi við stefnumótun samtakanna um að hefja kolefnisjöfnun greinarinnar með skipulegum hætti eins fljótt og auðið er. Það er mat skýrsluhöfunda að heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt sé um 291.400 tonn CO2-ígilda á ári. Þetta nemur 28,6 kg CO2-ígilda á hvert framleitt kg lambakjöts. Í lokaorðum skýrslunnar segir m.a.: „Í því verkefni sem hér um ræðir hefur verið lagt mat á kolefnisspor sauðfjárræktarinnar á Íslandi. Þetta spor hefur farið minnkandi á allra síðustu áratugum, bæði vegna fækkunar sauðfjár og bættra framleiðsluhátta sem stuðlað hafa að auknum afurðum eftir hverja vetrarfóðraða kind. Nú standa því færri vetrarfóðraðar kindur á bak við hvert kg af dilkakjöti en fyrir t.d. 25 árum [...].“ Hægt að ná miklum árangri „Tilteknar breytingar á landnotkun geta skilað gríðarmiklum árangri í að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta á sérstaklega við um endurheimt votlendis, en samkvæmt varfærnu mati getur hún dregið úr losun sem nemur um 19,5 tonnum CO2-ígilda á hektara á ári. Brýnt er að hefjast þegar handa við þetta aðkallandi verkefni, sem sannarlega er til þess fallið að sporna gegn auknum styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum, hvað sem opinberu losunarbókhaldi líður. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld styðji við aðgerðir af þessu tagi, þrátt fyrir þá óvissu sem nú er til staðar um að hvaða marki landnotkunaraðgerðir muni nýtast til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands [...].“ „Hvernig sem á allt er litið er ljóst að markvissar aðgerðir sauðfjárbænda til kolefnisjöfnunar greinarinnar með því að binda kolefni og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda geta skilað miklum árangri, bæði fyrir lofthjúp jarðar og þær kynslóðir sem byggja jörðina, nú og til framtíðar. Þessi viðleitni mun stuðla að því að þjóðir heims nái sameiginlegum heimsmarkmiðum sínum 2030 og er til þess fallin að bæta ímynd greinarinnar og auðvelda sölu afurða til langs tíma litið,“ segir skýrsluhöfundur. Komið verði á skilvirku kerfi Lagt er til í skýrslunni að komið verði á skilvirku kerfi þar sem sauðfjárbændur geta tekið að sér kolefnisjöfnun með samdrætti í losun eða bindingu. Lands- samtök sauðfjárbænda áætla að kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar geti hafist 2018 og verið að fullu komin til framkvæmda árið 2022 samkvæmt aðgerðaáætlun. Einnig er stefnt að því að allar afurðir frá íslenskum sauðfjárbændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar. Íslenskir sauðfjárbændur taka forystu Með kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar og aðgerðaráætlun því samfara eru sauðfjárbændur að taka ákveðna forystu og skapa fordæmi í því sem talið er raunhæft að gera til að bregðast við losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er sagt framsækið verkefni sem hafi sjálfstætt umhverfis- og loftslagsgildi. Um leið geti það einnig að hluta eða í heild verið hluti af framlagi Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Talið er tillögulega einfalt að yfirfæra sömu aðferðafræði yfir á aðrar búgreinar, eins og nautgriparækt. Verkefnið um kolefnisjöfnun sauðfjárræktarinnar er unnið í fimm tímasettum þrepum eða áföngum sem sumum er þegar lokið: 1. Undirbúningur hefur þegar farið fram og er lokið. 2. Afmörkun og skilgreiningu verkefnisins er lokið. 3. Nánari útfærsla (2017–2018) sem felst m.a. í skýrslu Umhverfisráðgjafar Íslands. 4. Framkvæmdir eiga að hefjast 2018 og fullri kolefnisjöfnun að vera náð 2022. 5. Sívirk endurskoðun. Allt veltur þetta þó á að samkomulag náist við stjórnvöld um að fjármagn fáist úr því sem annars yrði veitt á næstu árum í kolefnisgjald til erlendra stofnana. Enda segir í aðgerðaráætluninni að leitað verði eftir sérstökum samningi við stjórnvöld um að kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar verði hluti af loftslags- og umhverfisstefnu Íslands. Um leið væri verið að minnka losun hér heima og lækka væntanlegt kolefnisgjald Íslands til lengri framtíðar. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði Í skýrslunni segir að landbúnaður sé mikilvæg uppspretta gróður- húsalofttegunda á heimsvísu og jafnframt hafi loftslagsbreytingar mikil og vaxandi áhrif á greinina. Þegar rætt sé um losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði er oftast, nema annað sé tekið fram, miðað við flokkun loftslagssamningsins. Samkvæmt henni fellur losun vegna eftirtalinna þátta undir landbúnað: • Metangerjun búfjár (metan) • Meðhöndlun búfjáráburðar (metan og glaðloft) • Ræktun hrísgrjóna (metan) • Notkun tilbúins áburðar og búfjáráburðar á ræktarland (glaðloft) • Sinubrunar á hitabeltissléttum (metan og glaðloft) • Bruni landbúnaðarleifa á ökrum (metan og glaðloft) • Notkun annarra áburðarefna (metan og glaðloft) Losun frá landbúnaði á heimsvísu 10–15% af heildarlosuninni Losun frá landbúnaði verður einkum vegna búfjár (metan og glaðloft) og vegna dreifingar búfjáráburðar og tilbúins áburðar á tún og akra (glaðloft). Á heimsvísu verður einnig talsverð losun vegna hrísgrjónaframleiðslu (metan). Aðrar uppsprettur eru minni. Samtals nemur losun vegna þessara þátta landbúnaðar 10–15% af heildarlosuninni á heimsvísu. Þar við bætist losun vegna umhirðu/nýtingar landbúnaðarlands og LULUCF. Þar er um að ræða koldíoxíð, metan og glaðloft vegna röskunar á jarðvegi, svo sem plægingar, en slík röskun stuðlar að losun þess kolefnis sem bundið er í jarðveginum. Auk þess er um að ræða framræslu mýra og eyðingu skóga til að búa til ræktarland. Landbúnaður og LULUCF hafa sérstöðu meðal losunarflokka í losunarútreikningum, þar sem þetta eru ekki einungis uppsprettur heldur einnig „svelgir“, þar sem kolefni getur bundist bæði ofanjarðar í plöntum og neðanjarðar í jarðvegi. Í landbúnaði á sér enn fremur stað „falin“ losun, sem talin er fram undir öðrum flokkum skv. loftslagssamningnum, m.a. vegna rafmagnsnotkunar, eldsneytisnotkunar (dráttarvélar, flutningar) og framleiðslu aðfanga, s.s. áburðar og plöntuvarnarefna. Mismunandi er eftir framleiðslu- greinum og aðstæðum hversu stór hluti heildarlosunar á rætur að rekja til annarra þátta en þeirra sem taldir eru fram undir landbúnaðarflokknum. Í sauðfjárrækt stafar langstærsti hluti losunarinnar frá þeim þáttum sem taldir eru fram undir landbúnaðarflokknum. Almennt er viðurkennt að erfitt geti verið að draga úr losun á metani og glaðlofti frá landbúnaði. Því gerir tillaga að reglum ESB um skiptingu ábyrgðar ráð fyrir að þau lönd innan ESB þar sem losun frá landbúnaði er hlutfallslega stór hluti af heildarlosun fái aukið svigrúm til að nota aðgerðir á sviði landnotkunar (LULUCF) til að standa við skuldbindingar sínar í sameiginlegu markmiði ESB til 2030. Kolefnisbinding dregur úr mögulegum mengunarskatti Íslands Áætlaður árlegur kostnaður við verkefnið verður 314 milljónir króna samkvæmt skýrslunni. Lagt er til að í stað þess að íslensk stjórnvöld greiði milljarða sem einhvers konar refsigjald fyrir mengun til alþjóðlegra stofnana að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins, þá verði stór hluti af þeim áætlaða refsiskatti notaður hér heima að stórum hluta til kolefnisbindingar. Það verði m.a. gert með markvissri skógrækt, endurheimt votlendis og uppgræðslu. Að auki verði reynt að stuðla að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og mögulega metangasmengun frá búfé samhliða minni notkun tilbúins áburðar. Lagt er til að komið verði á skilvirku kerfi þar sem sauðfjár- bændur geta tekið að sér kolefnisjöfnun með samdrætti í losun eða bindingu. Þátttaka bænda verður frjáls en greitt verður fyrir hvert samandregið eða bundið tonn. Samkvæmt skýrslunni er hægt að kolefnisjafna sauðfjárræktina að hluta eða að öllu leyti m.a. með eftirfarandi aðferðum: 1. Samdráttur í losun: a. Minni notkun á jarðefna- eldsneyti b. Minni áburðarnotkun c. Bætt meðferð búfjáráburðar 2. Mótvægisaðgerðir: a. Skógrækt (6,2 t. CO2 ígilda pr. ha á ári) b. Landgræðsla (2,1 t. CO2 ígilda pr. ha á ári) c. Endurheimt votlendis (19,5 tonn CO2-ígilda pr. ha á ári) Reiknilíkan sem mælir afleiðingar aðgerða strax Mjög mikilvægur liður í öllu þessu ferli er að bændur geti mælt ávinninginn strax af tilteknum aðgerðum. Þar hefur Umhverfisráðgjöf Íslands komið upp með afar merkilegt verkfæri sem Stefán Gíslason framkvæmdastjóri fyrirtækisins lýsti á fundinum. Umhverfisráðgjöf Íslands hefur útbúið reiknilíkan sem gerir sauðfjárbændum kleift að reikna kolefnislosun frá búum sínum og átta sig á loftslagsávinningi mótvægisaðgerða. Gert er ráð fyrir að líkanið verði síðar tengt við rafræn skýrsluhaldskerfi Matvælastofnunar. Stefnt er að því að gera sérstaka þátttökusamninga við bændur og lagt til að Búnaðarstofu MAST verði falin umsjón með verkefninu í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, Skógræktina, Landssamtök skógareigenda o.fl. eftir því sem við á. Samkvæmt könnun hafa nærri 90% íslenskra sauðfjárbænda stundað uppgræðslu á búskaparferli sínum og vilja gera meira af því í framtíðinni. Um 60% vilja rækta skóg. Það er því ljóst að ríkur vilji er meðal bænda til að taka þátt í kolefnisjöfnun. Með framlagi Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. er búið að sýna fram á hvernig mögulega væri hægt að framkvæma þetta. /HKr. FRÉTTIR Iðnaður og efnanotkun 48% Samgöngur 19% Landbúnaður 15% Sjávarútvegur 8% Úrgangur 5% Rafmagn og hiti 4%Annað 1% LOSUN GRÓÐUR ÚH SALOFTTEGUNDA Á ÍSLANDI 2015 EFTIR GREINUM Ár Losun CO2 í þúsundum tonna Jöfnun CO2 í þúsundum tonna Uppsöfnuð jöfnun CO2 í þúsundum tonna Raunlosun CO2 í þúsundum tonna Afnot af landi og vinna vegna jöfnunar í þúsundum kr. Beinn kostnaður vegna jöfnunar í þúsundum kr. Umsýsla í þúsundum kr. Samtals í þúsundum kr. 2018 2019 2020 2021 2022 Samtals 1.568.221 Stefán Gíslason og Birna Sigrún Hallsdóttir hjá Umhverfisráðgjöf Íslands og Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, ræða efni skýrslunnar. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.