Bændablaðið - 02.11.2017, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
Saga sauðfjárræktarfélagsins
í Þistilfirði
Innan skamms mun saga og starf
sauðfjárræktarfélagsins Þistils í
Svalbarðshreppi í Þistilfirði birtast
á prenti, en Þistill mun vera elsta
sauðfjárræktarfélag landsins sem
starfað hefur samfellt.
Í bókinni rekur Jón Viðar
Jónmundsson á skemmtilegan
og fróðlegan hátt aðdraganda að
stofnun Þistils og starfsemi félagsins
til dagsins í dag. Saga félagsins er
í raun saga hyrnda fjárstofnsins
á Íslandi því í gegnum fjárskipti
og sæðingar er Þistilfjarðarblóð í
flestum hyrndum kindum landsins.
Í bókinni er fjöldi mynda, nýrra og
gamalla og margar hafa aldrei komið
fyrir almenningssjónir áður. Bókin
ætti að höfða til allra sauðfjárbænda
og annarra áhugamanna um
sauðfjárrækt og sögu.
Ætlunin er að bjóða fólki að gerast
áskrifendur að bókinni og fá hana
senda heim til sín að kostnaðarlausu
ásamt greiðsluseðli. Nöfn þeirra
birtast í bókinni nema fólk óski þess
ekki. Almennt
verð á bókinni
verður 6.000
krónur en fyrir
á s k r i f e n d u r
5.000.
Þeir sem
óska eftir
að verða
áskrifendur eru
vinsamlegast
beðnir um að
senda nafn,
k e n n i t ö l u ,
heimilisfang
og hvort nafn
á að birtast
í bókinni í
n e t f a n g i ð
thistill1940@
gmail.is eða
senda bréf
t i l Soff íu
Björgvinsdóttur,
Garði, 681
Þórshöfn. /VH
MENNING&LISTIR
Vestfirska forlagið:
Vestfirskar sagnir
4. hefti komið út
Sagnabálkurinn Vestfirskar
sagnir, sem Helgi Guðmundsson
safnaði og skráði, hefur verið
ófáanlegur í áratugi. Vestfirska
forlagið gefur hann nú út á
nýjan leik í heiðursskyni við
Helga og útgefandann, Guðmund
Gamalíelsson. Enda löngu
tímabært. Fjórða heftið er farið í
dreifingu hjá forlaginu. Þrjú hefti
eru áður komin út.
Gunnhildur Sumarliðadóttir á
Sveinseyri í Dýrafirði kemur mikið
við sögu í 4. heftinu. Harmsaga
hennar er mörgum hugleikin.
Gunnhildur var uppi á 18. öld,
drukknaði á hörmulegan hátt og
gekk aftur að sögn alþýðu. Henni
er svo lýst að hún hafi verið kona
fríð sýnum. En hæðin þótti hún og
náði því ekki alþýðuhylli. Hún átti
ekki miklum vinsældum að fagna á
heimili sínu, enda talið að hún hafi
verið kuldastrá fjölskyldunnar.
Sumum finnst eflaust að hinar
vestfirsku sögur og sagnir séu
ekki merkilegar bókmenntir. En er
það svo? Menn geta deilt um það
eins og annað. Hér er um að ræða
reynsluheim forfeðranna í harðbýlum
landshluta. Margar af þeim
frásögnum færir Helgi Guðmundsson
í fyrsta skipti til bókar eftir skilgóðum
heimildarmönnum. Sumar þeirra eru
jafnvel frá upphafi byggðar í landinu.
Það hlýtur að vera nokkurs virði, en
margir telja þjóðsögur og sagnir einn
af fjársjóðum Íslands sem við megum
ekki gleyma og týna.
m o r t e n a . s t r ø k s n e s
Hafbókin
eða listin að veiða risaháf
isk
á gúmmíbáti fyrir opnu haf
i
árið um kring
„Meistaraverk, ekkert minna“
BERGENS TIDENDE
H
afbókin
Hafbókin
Út er komin hjá Bjarti Hafbókin
– eða listin að veiða risaháfisk á
gúmmíbáti fyrir opnu hafi árið um
kring, eftir Morten A. Ströksnes.
Gamlir vinir ásetja sér að
veiða hákerlingu, sem heldur sig í
djúpunum úti fyrir lítilli eyju, Skrova
í Lófóten í Noregi. Leiðangur þeirra
verður jafnframt uppspretta gjöfulla
hugleiðinga um töfra fiskveiða og
sögu hafsins, upprifjun ævintýra úr
heimi sjóferða og sjómennsku og
miðlar einnig fróðleik, ljóðlist og
goðsögnum.