Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Nordisk Byggträff nefnist ráðstefna þar sem hlutlausir bygginga- og bútækniráðunautar af öllum Norðurlöndunum (aðallega frá fyrirtækjum í eigu bænda) koma árlega saman til skrafs og ráðagerða, bera saman bækur sínar og efla samskipti sín á milli. Þau lönd sem eiga aðild að þessum félagsskap eru Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Færeyjar og Finnland. Fyrir ári var ráðstefnan haldin á Íslandi og nú var röðin komin að Finnlandi að taka við stafnum af okkur. Ráðstefnan fór fram dagana 6.–8. september á vesturströnd Finnlands, nánar tiltekið í sveitunum í kringum Vaasa. Dagskrá miðvikudagsins hófst á kynningu frá hverju landi. Þróunin virðist vera svipuð á Norður- löndunum, búum fer fækkandi en þau stækka og sjálfvirkni við gjafir og mjaltir eykst. Því næst heimsóttum við Börje Ivars AB sem er tómataframleiðandi með 42.000 m2 undir gleri. Á því búi og öðrum þar í grenndinni eru um 60% af tómataframleiðslu Finna. Nýlega hafði verið fjárfest í spæni- og móbrennara sem leysti af hólmi svartolíubrennara til að halda húsunum heitum og var bóndinn stoltur af hversu umhverfisvæn upphitunin væri. Ungir bændur í nautaeldi Næst stoppuðum við hjá Eurobull, sem er bú þar sem tveir ungir bændur stunda saman nautaeldi. Báðir keyra þeir nokkra km að búinu, hvor úr sinni áttinni, þannig að sjálfvirkni við gjafir var komið upp. Gefið er heilfóður úr mismunandi gróffóðri, kartöflum og kjarnfóðri og til þess notaður tveggja snigla blandari og gjafabönd frá Pellon. Þessir bændur kaupa alla sína kálfa, en alls voru um 800 naut í húsinu, þau yngstu 5 mánaða en þau elstu komin í sláturstærð, 17-19 mánaða. Steinbitar eru í öllum gólfum, en 2/3 hlutar þeirra gúmmíklæddir. Þetta er aðeins fyrri hluti byggingarinnar því reisa á aðra, sem verður spegilmynd þessarar, hinum megin við fóðurrýmið. Þessi framkvæmd kostaði um 200-250 milljónir og þar af kostaði fóðurstöðin 25 milljónir (ísl. kr.). Eftir þessa heimsókn skoðuðum við fjós með 2 mjaltaþjónum, hvorum sínu megin við fóðurgang sem gefið var í með Lely Vector. Fóðurgeymslan þar sem krabbinn velur fóðrið er létt bygging í talsverðri fjarlægð þar sem fóðrinu var komið fyrir í stæðum. Aftan við báða mjaltaþjónana var velferðarsvæðið. Borið var undir kýrnar með sjálfkeyrandi vagni á braut í loftinu og var mór notaður undir þær. Í veislu í Koskenkorva Að lokum var endað í smáþorpinu Koskenkorva þar sem borinn var fram dýrindismatur, mismikið marineraður í vodka. Fengum við kynningu á starfseminni og sögu vodka í Finnlandi, ásamt leiðsögn um hin heimsþekktu gufuböð í þorpinu. Á fimmtudeginum voru fróðlegir fyrirlestrar, meðal annars um sand í básum, byggingar fyrir gripi sem liggja við opið og einnig var töluvert rætt um nauðsyn hlutlausrar ráðgjafar. Systursamtök RML í Noregi, NLR halda mjög vel utan um bóndann frá hugmynd að fjósi og voru nefnd dæmi um sparnað upp á tugi milljóna (ísl. kr.) við framkvæmdir með útboðum og vönduðum vinnubrögðum í allri skipulagningu. Skoðuðu fjós með 600 mjólkandi kúm Þennan dag voru skoðuð tvö fjós, í því fyrra voru fjórir mjaltaþjónar, velferðardeildir og burðarsvæði. Kanalkerfi var undir fjósinu með rafmagnsdælu sem dælir nokkrum sinnum á dag, bændurnir voru mjög ánægðir með það og settu það einnig í gamalt fjós sem hýsir gripi í uppeldi. Þar var gefið heilfóður og kom verktaki á hverjum degi og gaf með dráttarvélarknúnum heilfóðurblandara. Bóndinn sem rak búið þar sem hitt fjósið var, hafði áður verið verktaki við gjafir. Hann hafði langað að fara út í kúabúskap og útvegað sér landskika og byggt sér fjós. Niðurstaðan varð fjós fyrir 600 mjólkandi kýr sem mjólkaðar eru með hringekjumjaltaþjóni, meðalnyt er um 11.000 lítrar og er mjólkað á vöktum, alls 19 tíma á dag. Sjö starfsmenn eru á búinu og vildi bóndinn meina að hann þyrfti að hafa tvöfalt fleiri starfsmenn ef ekki væri fyrir hringekjumjaltaþjóninn. Þær kýr sem gengu illa í hringekjuna höfðu sinn eigin mjaltaþjón í 60 kúa rými í byggingunni. Annars var kúnum skipt í fimm hópa þar sem þrír hópanna eru mjólkaðir þrisvar á dag. Fjöldi mjalta var í kringum 1400- 1500. Sérstakt útivistarsvæði var fyrir kýrnar sem var drenað og fullt af grófum spæni, bóndinn var mjög ánægður með það fyrirkomulag og sagðist ekki vilja missa þessa aðstöðu þrátt fyrir að það kostaði nokkuð að halda svæðinu við. Nýbornar kýr og kýr í nyt hafðar með kálfunum Annað sem vakti áhuga var að kálfarnir höfðu enga fóstru, nýbornar kýr og/eða kýr í hárri nyt voru hafðar hjá kálfunum og getur hver kýr annað þrem kálfum. Kýrnar voru 2-4 daga í kálfastíunni og þá var skipt um og aðrar teknar úr hjörðinni. Þetta taldi bóndinn lykil að því að kálfarnir yxu vel frá fyrsta degi. Til gróffóðuröflunar voru 400 hektarar, slegnir þrisvar. Enduðum við svo góðan dag í whiskey- og ginsmökkun. Verksmiðja sem framleiðir gjafabúnað og innréttingar Á föstudeginum var farið í heimsókn í Pellon-verksmiðjurnar sem selja gjafabúnað, innréttingar og loftræstibúnað í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og einnig í Austur-Evrópu. Í verksmiðjunum var til sýnis SAC-mjaltaþjónn en Pellon og SAC starfa saman í Finnlandi. Sköpuðust nokkrar umræður um framtíð Byggträff en síðan var Byggträff-stafurinn afhentur sænsku fulltrúunum sem munu taka á móti öðrum norrænum bútækniráðunautum haustið 2019. Svona ráðstefnur eru nauðsynlegar til þess að viðhalda þekkingu innanlands og eins til að styrkja samvinnu á milli ráðgjafarfyrirtækja í eigu bænda á Norðurlöndunum. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ráðstefnunni í Finnlandi. Ráðstefnan Nordisk Byggträff var að þessu sinni haldin í Finnlandi: Bygginga- og bútækniráðunautar af öllum Norðurlöndunum báru saman bækur sínar Sigtryggur Veigar Herbertsson ráðunautur í bútækni og aðbúnaði sigtryggur@rml.is Haustskýrsluskil árið 2017 Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur fyrir skráningar haustskýrslna í Bústofni (www. bustofn.is). Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2016, skulu umráðamenn búfjár skila inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember ár hvert. Líkt og áður birtast upplýsingar úr hjarðbókum búfjáreigenda. Unnið er að því að tengja saman upplýsingar í WorldFeng og Bústofn svo hægt verði að klára haustskýrsluskil í WorldFeng. Mun sú nýbreytni verða auglýst þegar opnað verður fyrr þennan möguleika. Í tengslum við framkvæmd nýrra búvörulaga sem tóku gildi sl. áramót er vakin sérstök athygli á að fullnægjandi haustskýrsluskil er nú eitt af skilyrðum greiðslna í sauðfjárrækt, geitfjárrækt, nautgriparækt og svínarækt. Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML. ...frá heilbrigði til hollustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.