Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
AF SAUÐFJÁRTBÆNDUM Á SNÆFELLSNESI
Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi haustið 2017
Héraðssýningar á sauðfé eiga
sér hvergi lengri sögu hér á
landi en á Snæfellsnesi. Þessari
menningarhefð viðhéldu þeir
haustið 2017 með líklega
glæsilegustu sýningu nokkru sinni.
Eins og áður þurfti að tvískipta
sýningunni vegna skiptingu svæðisins
á tvö sauðfjárveikivarnahólf. Fyrri
hluti sýningarinnar var að kvöldi
14. október að Haukatungu syðri
II í glæsilegum fjárhúsum þeirra
Ásbjarnar og Helgu og síðan var
sýningunni lokið í fjárhúsum
Bárðar og Dóru að Hömrum í
Grundarfirði þar sem einnig er
glæsileg sýningaraðstaða sem
félagsmenn höfðu að auki skreytt
sérstaklega. Þar lauk sýningunni og
verðlaunaveitingar til eigenda efstu
gripanna fór þar fram. Dómarar
sýningarinnar voru Jón Viðar og
Lárus Birgisson.
Meiri þátttaka en um árabil
Þátttaka í sýningunni var meiri en
verið hefur um árabil eða samtals
85 hrútar sýndir. Af þeim voru 34
á sýningunni í
Haukatungu en
51 að Hömrum.
Aukningin var
h lu t fa l l s lega
meiri austan
girðingar og
voru það einkum
kollóttu hrútarnir
þar sem voru
fleiri en áður
hefur verið.
Hrútunum var
síðan skipað í hina
þrjá hefðbundnu
sýn ingar f lokka
slíkra sýninga.
Kollóttu, hvítu
hrútarnir voru
nú orðnir alger
minnihlutahópur
með 19 einstaklinga en þess má
minnast að frá 1954–1974 voru
kollóttir hrútar ávallt í meirihluta
á héraðssýningum á Snæfellsnesi,
þannig að breytingar að þessu leyti
eru ákaflega miklar á svæðinu.
Mislitu eða dökku hrútunum
fjölgar með hverri sýningu og
gæði þeirra aukast m.a. vegna
stóraukins fjölda slíkra ættfeðra
á sæðingastöðvunum síðasta
áratuginn. Einnig eru margir snjallir
að framleiða slíka einstaklinga út úr
sterkustu línum hvíta fjárins. Líklega
hafa fáir náð eins langt í þeim efnum
og Snæfellingar. Þessi hrútahópur
taldi á sýningunni 29 einstaklinga.
Flestir voru eins og áður hvítu,
hyrndu hrútarnir eða samtals 37.
Eitt sem hefur orðið einkenni í
þróun þessara sýninga á síðustu árum
er hve aukinn hluti toppgripanna þar
birtast sem úrvals kynbótahrútar
heima í héraði á næstu einum
til fjórum árum eftir sýningu og
allmargir þeirra feta að lokum alveg
á sæðingarstöðvarnar. Eðlilega er
því áhugavert fyrir áhugafólk um
sauðfjárrækt að fylgjast með þessum
sýningum eins og margt þeirra gerir.
Síðasta almenna atriðið
varðandi þessa sýningu áður en
farið verður að gera grein fyrir
nokkrum toppeinstaklingum
varðar ætterni lambanna. Lengi
hafa synir sæðingahrúta einkennt
slíkar sýningar. Það átti ekki við
hér þar sem aðeins 23 hrútanna
áttu slíkt upphaf eða talsvert innan
við þriðjungur hrútanna. Enginn
einstakur sonarhópur var mjög stór.
Hlutfallslega voru þannig hrútar
flestir hjá þeim kollóttu. Þessi staða
endurspeglar á vissan hátt hve
ræktunarstarfið innan svæðisins er
orðið þrælöflugt. Í flestum öðrum
héruðum skreyta synir stöðvarhrúta
yfirleitt toppsætin.
Lamb 135 á Bláfeldi skipaði efsta
sæti mislitu hrútanna
Hrútarnir sem báru annan lit en hvítan
voru gríðarlega
sterkur hópur. Lamb 135 á Bláfeldi
skipaði efsta sætið. Þessi hrútur
sem er svartur, hyrndur er vænn og
ákaflega vel gerður, vel bollangur
með frábæra vöðvafyllingu, þykkt
bak og mikil mala- og lærahold.
Lamb þetta
sækir föðurætt að öllu
í gömlu ræktunina í Mávahlíð en í
henni hefur á síðasta áratug verið
að finna fádæma mikið af vel gerðu
dökku fé sem sprottið er úr gömlu
ræktuninni á hvíta fénu sem á tíunda
áratugnum var ein sú allra öflugasta
í landinu. Móðirin er aðfengin frá
Bergi í Grundarfirði, móðurfaðirinn
Grábotni 06-833.
Í öðru sæti í þessum flokki
var lamb 187 sem Guðmundur
Ólafsson, Vallholti 24 í Ólafsvík
átti. Hér var mættur annar svartur,
hyrndur topphrútur. Þessi var
nokkru vænni en sá sem stóð efstur
og einnig gríðarlega fallegt lamb
með feikimikla holdfyllingu, þó
að aðeins skorti á að hún væri jafn
þétt og hjá topphrútnum. Hann er
hins vegar talsvert skyldur þeim
efsta vegna þess að hann sækir
í Mávahlíðarræktun og ræktun
fjáreigenda í þéttbýlisstöðunum
á norðanverðu Nesinu að því
undanskyldu að Myrkvi 10-905 er
móðurfaðir hans.
Þriðja sætið skipaði síðan lamb
105 á Bláfeldi. Þessi hrútur var
svartbotnóttur og hyrndur. Hann
fylgdi nánast sömu uppskrift að
ætt og toppurinn, föðurætt sótt í
Mávahlíð en móðurætt að Bergi.
Athygli vekur að mæður allra
þessara topphrúta voru bráðungar ær.
Lamb 527 á Hjarðarfelli efst
kollóttu hrútanna
Hjá hvítu, kollóttu hrútunum var í
efsta sætinu lamb 527 á Hjarðarfelli.
Þetta var ákaflega föngulegt lamb,
hreinhvítt, bollangt með mikla
ull, bakvöðvi ákaflega þykkur og
vöðvafylling öll mjög góð. Hann er
tilkominn við sæðingar og faðir hans
Brúsi 12-970 og móðir hans undan
Sprota 12-936 og áfram í móðurætt
sá þekkti Magni á Hjarðarfelli, sem
mótar kollótt fé á þessu svæði nú
meira en nokkur annar hrútur, og
einnig Neisti 06-822.
Í öðru sæti kom hrútur 7026 í
Haukatungu syðri II. Þessi hrútur
var gríðarlega bollangur og vænn
með fádæma breiðar, sporöskjulaga
malir með mikilli holdfyllingu og
góð lærahold. Þessi hrútur var líka
tilkominn með sæðingum undan
Magna 13-944 en móðurfaðir
hans var hrútur frá Heydalsá og sé
móðurleggur lengra kannaður fara að
falla inn hyrndir úrvalshrútar.
Þriðja sæti skipaði lamb 12 á
Hraunhálsi en þetta var feikilega
vel gert lamb, jafnvaxið með góða
bollengd og vel holdfyllt minnst
samt á baki þar sem bakvöðvaþykkt
mældist ekki nema 28 mm en
bakátak mjög gott. Einnig þessi
hrútur var úr sæðingum undan
Hnalli 12-934 en móðurætt að mest
skipuð úrvalshrútum úr þessari miklu
ræktunarhjörð frá síðasta áratug.
Hjörðin af kollóttu fé á Hraunhálsi
hefur um árabili framleitt ótrúlega
mikið af kostagripum miðað við hve
lítil hún er og áreiðanlega ástæða til
að horfa til hennar á næstu árum fyrir
val stöðvarhrúta.
Lamb 18 í efsta sæti hyrndu
hrútanna
Hyrndu hrútarnir voru flestir og í
heildina frábær hópur að allri gerð.
Þar skipaði sér í efsta sætið lamb
18 hjá Dóru og Bárði á Hömrum.
Þetta er frábær gripur að allri gerð.
Hann er klettþungur miðað við stærð,
bolmikill með svellþykkt og hart bak
og frábær lærahold. Smávegis gulur
litur er á haus og fótum. Um ættir
hans er það að segja að faðir hans er
Partur 12-400 sem fæddur er Óttari
Sveinbjörnssyni á Hellissandi og
móðurætt lambsins rekur sig einnig
í þá hjörð. Óttar hefur um áratuga
skeið verið fremstur í ræktunarstarfi
meðal tómstundabænda á
norðanverðu Nesinu sem eru
allmargir en ótrúlegt hlutfall þeirra
dugandi ræktunarmenn.
Marga frábæra gripi hefur verið
að sjá hjá Óttari á undanförnum
áratugum og oft hafa þeir verið til
skoðunar vegna stöðvanna. Smæð
hjarðanna gerir hins vegar alltaf erfitt
að meta gripi þar nógu unga fyrir
stöðvarnar. Sá er grunur minn út frá
því sem ég sá og heyrði á sýningunni
að Partur sé hrútur sem ætti að vera
kominn ofar í ræktunarpíramída
landsins. Að lokum ber að taka fram
að oft á tíðum var erfitt að skilja að
ræktun Óttars og í Mávahlíð, sú
stórkostlega ræktun er grunnurinn
að þessu öllu.
Annað sætið í flokknum var lamb
13 á Snorrastöðum. Þetta var líklega
Myndir / Herdís Leifsdóttir.