Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 glæsilegasta lamb sýningarinnar á velli en glæsileikinn var einnig í gerð. Hann er mjög bollangur mjög vel gerður með frábæra vöðvafyllingu á baki og í lærum. Faðir hans er frá Dalmynni þangað sem stutt er að leita toppa eldri sýninga ef áfram er rakið. Móðurfaðir er Garri 11-908 en síðan skammt að leita hrúta frá Ásbirni í Haukatungu á móðurhliðina. Í þriðja sæti kom síðan lamb 252 á Fáskrúðarbakka. Þetta lamb var gríðarlega vel gert og jafnvel skapað þannig að það nálgaðist mikið hugmyndir okkur um úrvals kjötsöfnunarfé. Föðurfaðir þess er Þorsti 11-910. Í lok sýningar afhenti Lárus þeim Dóru og Bárði á Hömrum hinn glæsilega farandgrip, verðlaunaskjöldinn frá 1954 til varðveislu næsta árið fyrir lamb 18 sem þegar hefur verið fjallað um. Rétt er enn og aftur að vekja athygli á því hve stór hluti toppanna áttu að mæðrum mjög ungar ær. Það er aðeins enn ein staðfesting þess hve sterk fjárrækt er stunduð á svæðinu. Yngri gripirnir ryðja þeim eldri úr sæti. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er í framleiðslumálum sauðfjárræktarinnar þá hélt ég að sýningar sem þessar gætu lent í öldukasti í haust. Sú hefur sem betur fer ekki orðið raunin heldur þvert á móti. Ég tel mig skynja að bændum er orðið það ljóst að forystu í sínum málum sækja þeir ekki lengur til stjórnenda BÍ eða undirstofnana þess. Þeir verða meira og meira að treysta á eigin getu og styrk til að koma sínum málum áfram. Einn hlutur þess er að sýna vel það sem líklega hefur verið best gert í þessu starfi á undaförnum áratugum. Þannig sýnir stéttin bæði sjálfri sér og öðrum sinn innri styrk. Á því er meiri þörf nú en nokkru sinni áður. Þessi sýning er líklega sú glæsilegasta sem nokkru sinni hefur verið haldin á Snæfellsnesi. Aðsókn að sýningunum var meiri en nokkru sinni. Ég lýk því þessum skrifum með að óska Snæfellingum til hamingju með frábæra sýningu sem sýndi glæsilegan árangur kröftugs ræktunarstarfs síðustu áratuga. /Jón Viðar Jónmundsson. Vinningshafar í kollóttu hrútunum talið frá hægri: Besti hrúturinn er frá Hjarðarfelli frá Guðbjarti Gunnarssyni, í öðru sæti Ásbjörn Pálsson, Syðri Haukatungu og í þriðja sæti Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi. Besti kollótti hrúturinn frá Hjarðafelli. Vinningshafar í hvítu hyrndu hrútunum. Besti hrúturinn er frá Bárði Rafnssyni (fyrir miðju) og Dóru Aðalsteinsdóttur Hömrum. Í öðru sæti var hrútur frá Snorrastöðum en Ásbjörn Pálsson er á myndinni og tók við verðlaunum fyrir hann. Í þriðja sæti var svo hrútur frá Kristjáni Þór Sigurvinssyni á Fáskrúðarbakka. Mynd af gimbrunum sem voru í happdrættisvinning. Þær voru frá Bárði á Hömrum og Guðlaugu í Hraunhálsi. Þær hlutu þeir Hallur Pálsson á Naustum og Guðjón Jóhannesson frá Syðri Knarrartungu. Margir litir og margir hrútar í mislitu hrútunum austan girðingar Syðri Haukatungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.