Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Dagana 20. til 23. október sl. stóðu Samtök ungra bænda á Íslandi fyrir helgarferð til Skotlands og var tilgangur ferðarinnar að kynnast þarlendum landbúnaði sem og að njóta lítils hluta þess sem Skotland hefur upp á að bjóða. Alls voru 32 ungir bændur með í för og komu þeir víðs vegar að af landinu og frá ýmsum greinum íslensks landbúnaðar. Hér á eftir fer fyrri hluti samantektar um þessa ferð sem var einkar fróðleg, fræðandi og umfram allt lærdómsrík. Lanark-uppboðsmarkaðurinn Ferðin hófst með því að ekið var frá flugvellinum í Glasgow og til uppboðsmarkaðarins í Lanark en þar eru árlega boðnar upp þúsundir af bæði nautgripum og sauðfé. Þennan dag var uppboð á lambhrútum af Blackface sauðfjárkyninu en þetta kyn er afar vinsælt í Stóra-Bretlandi og seljast lambhrútarnir á afar eftirtektarverðu verði, amk. fyrir okkur Íslendinga. Það var sérstaklega áhugavert að fylgjast með uppboðinu en bæði voru hrútarnir þvegnir og stroknir fyrir sýningu, sprautaðir með hárgljáa til að gera útlitið enn betra auk þess sem hornin voru vax- og olíuborin svo glæsileikinn yrði sem mestur. Lambhrútur seldur á 8 milljónir! Þennan dag voru 155 lambhrútar boðnir til sölu og var meðalverð hvers þeirra hvorki meira né minna en 643 þúsund krónur og var það hækkun um rúmlega 10% frá sambærilegu uppboði í fyrra á sama sauðfjárkyni! Sá sem fór á hæsta verðið var lambhrútur frá hinu þekkta skoska ræktunarbúi Auldhoseburn en þar býr bóndi að nafni Hugh Blackwood blönduðu búi með sauðfé og holdanaut. Lambhrúturinn frá Hugh seldist á 58 þúsund pund en upphæðin samsvarar 8 milljónum íslenskra króna – já og það fyrir einn lambhrút! En mun fleiri lambhrútar seldust á háu verði en sá næst dýrasti fór á 55 þúsund pund og sá þriðji dýrasti á 45 þúsund pund. Sum sauðfjárbúanna, sem eru fyrst og fremst í ræktun kynbótagripa og ekki með aðaláherslu á kjötframleiðslu, seldu þarna marga lambhrúta og þennan dag seldu nokkur þeirra fyrir vel á annan tug milljóna króna. Skýringin á þessum gríðarlega háu upphæðum felst í því hvernig sauðfjárrækt er stunduð víða í Stóra-Bretlandi. Sum bú eru í afurðaframleiðslu en önnur fyrst og fremst í framleiðslu kynbótagripa og þau bú, sem kaupa þessa dýru lambhrúta, eru fyrst og fremst að kaupa afburða kynbótagripi sem notaðir verða til þess að framleiða næstu kynslóðar kynbótagripa sem fara svo í almenna sölu og notkun. Þó þessir gripir fari etv. ekki á jafn háa upphæð og hér að framan greinir þá er algengt verð 10–15 falt sláturverð lamba og þar með fæst hið háa kaupverð lambhrúts endurgreitt með afkomendum hans. Þessir ofurdýru lambhrútar eru reyndar einnig notaðir í sæðissölu og eru stráin frá þeim seld háu verði. Eftir þessa afar fróðlegu heimsókn var haldið til Edinborgar þar sem íslenski ungbændahópurinn setti mark sitt á götumynd borgarinnar fram á kvöld er haldið var á hótel í Glasgow. Einstakur bændamarkaður Annar dagur ferðarinnar hófst með heimsókn á markað með landbúnaðarvörur við Edinborg. Það er löng hefð fyrir bændamörkuðum í Skotlandi, en þessi markaður í Edinborg er sá eini í landinu sem er haldinn vikulega og söluaðilarnir eru oftast 30–40 hverju sinni. Flestir aðrir markaði eru haldnir á tveggja vikna fresti og sumir einungis mánaðarlega. Rekstrarform þessara skosku markaða er nokkuð mismunandi, en flestir eru reknir í samvinnu bændanna sem að mörkuðunum koma. Edinborgarmarkaðurinn miðar við að þeir sem selja vörurnar komi úr næsta nágrenni markaðarins enda lögð áhersla á að vörum á þessa markaði sé ekki ekið um langan veg að sölustað. Meginregla fyrir þátttöku á þessum mörkuðum í Skotlandi er að söluaðilarnir séu sjálfir frumframleiðendur eða vinni vörur sínar úr hráefni sem kemur úr nánasta umhverfi og þá mega söluaðilar á markaðinum ekki selja vörur í umboði fyrir aðra. Af mörgum áhugaverðum sölubásum á markaðinum vöktu tveir þeirra sérstaka athygli greinarhöfundar. Annar þeirra var með sölu á villibráð og hinn með sölu á ostum úr sauðamjólk. Fasanasala Einn sölubásinn var með villibráð í sölu og seldi bæði kanínu- og fuglakjöt. Allt kjöt sem var þarna til sölu var tilkomið með nokkuð óvenjulegum hætti en um var að ræða kjöt af veiddum dýrum sem veiðimenn höfðu notað sem greiðslu fyrir afnot af landi bænda. Veiðimennirnir fengu með öðrum orðum að veiða fugla og kanínur á landi bændanna gegnt því að afhenta bændunum hluta af feng sínum sem svo fer til vinnslu og pökkunar og síðar sölu á bændamörkuðum. Með margar gerðir af ostum Sauðfjárbúið Errington var með margar mismunandi gerðir af ostum en á búinu eru um 450 ær á hverjum tima. Ærnar eru af hinu þekkta afurðakyni Lacaune og eru þær mjólkaðar tvisvar á dag. Mjaltabúnaðurinn er frá Skotlandsferð Samtaka ungra bænda – fyrri hluti Kannabisframleiðsla í Kaliforníu umfram eftirspurn Á síðasta ári er áætlað að í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafi verið framleidd ríflega sex milljón kíló af hampi. Framleiðslan er fimm sinnum meiri en áætluð notkun í ríkinu, sem er um milljón kíló á ári. Ræktun og neysla kannabis er lögleg í Kaliforníu. Reyndar er svo komið að vegna geysilegrar offramleiðslu á kannabis í Kaliforníu hefur orðið verðfall á afurðinni. Í kjölfar mikillar framleiðslu umfram eftirspurn hafa yfirvöld velt fyrir sér spurningunni um hvað verði um það magn sem ekki er nýtt innan ríkis. Að sögn þeirra sem láta sig málið varða er einungis um eitt svar að ræða og það er að umframframleiðsla sé seld til annarra ríkja og í mörgum tilvikum til ríkja þar sem hampur er enn ólöglegur. Stjórnvöld í Kaliforníu segja verða að gera allt til að koma í veg fyrir að mikið magn af kannabis sé framleitt í ríkinu og selt ólöglega annars staðar. Þrátt fyrir að ræktun og neysla á kannabis sé leyfileg í Kaliforníu og mörgum öðrum ríkjum í Bandaríkjunum er hvoru tveggja enn ólöglegt samkvæmt alríkislögum Bandaríkjanna. Ein lausnin til að koma í veg fyrir ólöglegan útflutning á kannabis frá ríkinu, samkvæmt stofnun sem kallast California Bureau of Cannabis Control, er að gefa út ræktunarleyfi sem jafnframt fælu í sér bann á að selja uppskeruna utan ríkisins. Meðal þeirra sem hafa gert það gott með ræktun kannabis og framleiðslu afurða úr plöntunni er hópur nunna sem kalla sig Sisters of the Valley, eða systurnar í dalnum, sem segjast rækta kannabis eftir alda gömlum ræktunaraðferðum. /VH Michael Gove, ráðherra umhverfis- og landbúnaðar mála á Bret landi, varar við því að hluti af ræktarlandi í landinu geti breyst í eyðiland ef ekki verði dregið úr nauðræktun og notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði. Mælingar benda til að um 84% af frjóum yfirborðsjarðvegi hafi tapast frá 1850 til dagsins í dag. Eyðingin mun vera um einn til þrír sentímetrar á ári. Gove segir að á næstu 30 til 40 árum muni Bretar tapa enn meira af frjósömum jarðvegi verði ekkert að gert og stór hluti ræktarlands breytast í eyðilendur. Gove segir einnig að sá landbúnaður sem stundaður er á Bretlandseyjum og víða um heim sé að eyðileggja landið með nauðræktun og of mikilli notkun á tilbúnum áburði og eiturefnum. Í máli hans kom fram að hann teldi að landbúnaður í Bandaríkjunum væri fremstur í flokki þegar kæmi að þessari eyðileggingarræktun. Hann sagði einnig að þjóðir gætu staðið af sér byltingar og styrjaldir og meira að segja að segja sig úr Evrópusambandinu en að engin þjóð gæti lifað af ef hún tapaði jarðveginum. Cove segir að til skamms tíma sé hægt að vinna jarðveginn með stórum tækjum, dæla í hann efnum sem auka muni uppskeruna. Til lengdar mun slíkt aftur á móti leiða til hruns jarðvegsins og minnkandi uppskeru. /VH UTAN ÚR HEIMI Á FAGLEGUM NÓTUM James Ranking segir frá búi sínu og hinir íslensku gestir fylgjast áhugasamir með. Myndir / SS Bændamarkaðurinn í Edinborg er afar vinsæll meðal heimamanna enda fást þar allar helstu matvörur sem framleiddar eru í Skotlandi. Umframframleiðsla á kannabis veld- ur verðfalli í Kaliforníu. Framleiðslan er fimm sinnum meiri en áætluð notkun í ríkinu. Kannabisræktun Systranna í dalnum. Landbúnaður sem stundaður er víða um heim er að breyta frjósömu rækt- unarlandi í eyðiland. Varað við nauðræktun: Breskt ræktunarland breytist í eyðiland – Líkt við það að jarðvegurinn fái taugaáfall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.