Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Húfa og trefill frá DROPS Design HANNYRÐAHORNIÐ Það er fátt betra þegar fyrsti snjórinn kemur en að vera tilbúin með fallega húfu og trefil í stíl. Fara út í myrkrið og kuldann á morgnana í dásamlegu setti sem hæfir veðri. Settið samanstendur af: Húfu og kraga með köðlum og áferðamynstri, prjónað ofan frá og niður. Stærð S – L. Settið er prjónað úr DROPS Puna. DROPS Design: Mynstur 182-8 (hægt að prenta út beint af síðu garnstudio.com) Í allt settið þarf um 200 g í báðar stærðir DROPS Puna. HÚFA: Stærð: S/M - M/L Höfuðmál: ca 54/56 - 56/58 cm Efni: DROPS PUNA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B). 100 g í báðar stærðir litur 10, bleikfjólublár. Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan. DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. KRAGI: Stærð: S/M - M/L Mál: Ummál að ofan: 57-61 cm. Ummál að neðan: ca 84-91 cm. Hæð: 24-26 cm. Efni: DROPS PUNA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B) 150 g í báðum stærðum litur 10, bleikfjólublár Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan. DROPS HRINGPRJÓNAR: (60 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. Og (60 cm) NR 3,5 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Kragi: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 48 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 42) = 1,1. Í þessu dæmi þá er aukið út á eftir ca hverri lykkju með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 120 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 6,6. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar til skiptis ca 5. og 6. hver lykkja og 6. og 7. hver lykkja slétt saman. HÚFA: Húfan er prjónuð í hring ofan frá og niður á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BÁÐAR STÆRÐIR: Fitjið upp 12 lykkjur á hringprjón 4 með Puna. ATH: Skiljið eftir ca 30 cm enda til að draga húfuna saman í lokin! UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* hringinn = 24 lykkjur. UMFERÐ 3: * 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn snúinn brugðinn, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* hringinn = 36 lykkjur. UMFERÐ 4: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin, prjónið uppsláttinn snúinn brugðinn, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* = 48 lykkjur. UMFERÐ 5: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar, prjónið uppsláttinn snúinn brugðinn *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 6: * 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 7-8: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 42 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 90 lykkjur (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú A.1 (= 15 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar allt A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 120 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem fækkað er um 18-14 lykkjur jafnt yfir í 1. umferð í garðaprjóni – lesið ÚRTAKA (jafnt yfir) = 102- 106 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt. Prjónið nú A.2a (= 51-53 mynstureiningar með 2 lykkjum) 3-4 sinnum á hæðina. Prjónið nú A.2b yfir hverja mynstureiningu A.2a 1-1 sinnum á hæðina. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26 lykkjur jafnt yfir = 126- 132 lykkjur. Prjónið A.3 (= 21-22 mynstureiningar með 6 lykkjum) í kringum umferð. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem fækkað er um 12-12 lykkjur jafnt yfir í 1. umferð í garðaprjóni = 114- 120 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar). Þegar prjónaðar hafa verið 12 umferðir stroff er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Húfan mælist ca 27-28 cm. Dragið toppinn saman á húfunni með því að þræða endann upp og niður í lykkjurnar eina og eina, herðið að, festið enda. KRAGI: Kraginn er prjónaður í hring, ofan frá og niður. Fitjið upp 153-162 lykkjur á hringprjón 3,5 með Puna. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Snúið stykkinu og prjónið síðan í hring frá réttu þannig: Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) hringinn. Þegar prjónaðar hafa verið 6 umferðir með stroffi er skipt yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 33-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA (jafnt yfir) = 120-128 lykkjur. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 3 sléttar umferðir. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú A.2a (= 60-64 mynstureiningar með 2 lykkjum) alls 9-11 sinnum á hæðina. Prjónið A.2b yfir hverja mynstureiningu A.2a. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT í 3. umferð er aukið út um 24-28 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 144-156 lykkjur. Prjónið nú mynstur A.1 (= 24-26 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar öll mynstureining A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 192-208 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 0-1 lykkju jafnt yfir = 192- 207 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með stroffi eru allar 2 lykkjur brugðnar auknar út til 3 lykkjur brugðnar = 256-276 lykkjur. Þegar prjónaðar hafa verið alls 6 umferðir með stroffi er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Kraginn mælist ca 24-26 cm á hæðina. Kveðja, stelpurnar í Gallery Spuna. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 4 9 2 6 9 8 7 1 3 6 8 7 5 1 9 6 5 7 5 3 4 9 8 5 7 6 5 2 7 1 6 3 2 9 8 8 7 3 6 1 Þyngst 9 4 1 6 6 2 3 2 1 7 8 1 7 5 8 3 4 8 9 6 7 9 1 3 2 5 8 4 2 3 1 7 6 4 5 3 6 8 2 4 7 1 4 6 7 3 5 9 7 6 1 4 3 9 8 5 2 4 6 7 9 6 9 1 7 4 9 3 6 3 5 5 8 9 5 2 4 6 2 7 4 6 2 7 8 6 5 4 1 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Barngóð og mikill dýravinur Dagbjört Nótt er lífsglöð og kát sveitastelpa á Melrakkasléttu. Henni finnst gaman að leika við vini sína og syngja. Hún er mikill dýravinur og mjög barngóð. Hún er alveg einstaklega náin litlu systur sinni og mjög dugleg að aðstoða með hana. Nafn: Dagbjört Nótt Jónsdóttir. Aldur: 13 ára þann 28. desember. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Reistarnesi á Melrakkasléttu. Skóli: Öxarfjarðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur, skjaldbaka, mörgæs, gíraffi og lamadýr. Uppáhaldsmatur: Núðlur. Uppáhaldshljómsveit: Little Mix og One direction. Uppáhaldskvikmynd: Hunger games. Fyrsta minning þín? Þegar ég og besta vinkona mín vorum svona 6 ára og stálumst í nammi heima hjá mér og ákváðum að henda því í ruslið inni hjá litla bróður mínum. Svo að ef mamma eða pabbi myndu finna það myndu þau halda að það hefði verið Bergsteinn (litli bróðir) sem hefði stolist í nammið. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi söng og frjálsar íþróttir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Íþróttakennari eða söngkennari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Klifrað upp á þak á húsi, ég er svo lofthrædd. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór til Tenerife með mömmu, Jónínu (stóru systur) og Bergsteini og svo fórum við öll fjölskyldan í ferðalag um Vestfirðina. Næst » Dagbjört Nótt skorar á Ingvar Örn Tryggvason til að svara næst. www.galleryspuni.is Alpaca, prjóna- og heklunálasett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.