Bændablaðið - 02.11.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
„Við vorum við veiðar, feðgarnir,
fyrr í sumar og komum við í
Urriðaá á Mýrum, áin var frekar
vatnslítil á efri svæðunum, eins
og oft gerist á þessum tíma í
þurrki. En mjög góð skilyrði
voru á flóðinu í neðstu fjórum
hyljunum og hann sýndi sig þar
í góðu veðri, sól, 15 stiga hita og
logni,“ segir Hörður Alexander
Eggertsson veiðimaður, þegar
hann rifjar upp veiðitúr í sumar
sem var skemmtilegur.
En Hörður setti í einn mjög
vænan lax sem hafði betur og stóð
viðureignin um fimmtán mínútur.
„Hann var mjög erfiður og var
alveg klesstur við botninn allan
tímann og sýndi sig ekki. Stöngin
var alveg í keng og hann reif út
línuna. Við Eggert Sk. Jóhannesson,
faðir minn, vorum búnir að velja
góðan stað við hylinn til þess að
landa honum. En þegar það voru
svona fjórir til fimm metrar í hann,
þá sleit hann sig lausan af króknum
með miklum látum. Líklega hefur
hann verið að koma inn á flóðinu
þennan dag, enda var hann ansi
sterkur og ákveðinn.“
En það var alla vega gaman að
takast á við þann stóra og glíma við
hann í góðum og skemmtilegum
félagsskap reyndra veiðifélaga
í frábæru veðri,“ sagði Hörður
Alexander Eggertsson.
Menn voru ánægðir
með Mýrarkvísl
Lokatölurnar úr laxveiðiánum
eru að detta inn þessa dagana,
þótt veiðin sé fyrir nokkru búin.
Sumarið hefði mátt vera aðeins
betra en svona er þetta bara,
veiði er veiði. Og það styttist í
næsta sumar. Kíkjum aðeins á
Mýrarkvísl.
Á meðan Norðausturland stóðst
ekki væntingar þegar litið er til
laxveiðinnar, er þó hægt að sjá
jákvæða niðurstöðu á sumrinu í
Mýrarkvísl. Þrátt fyrir að Mýrarkvísl
sé laxveiðiá má ekki gleyma því að
þar er einnig sterkur urriðastofn líkt
og í öllu vatnakerfi Laxár í Aðaldal.
Á meðan laxveiðin var erfið
framan af var einhver besta
þurrfluguveiði á urriða sem við
höfum upplifað í Mýrarkvísl. Færir
þurrfluguveiðimenn sem heimsóttu
Mýrarkvísl í sumar voru flestir
með tugi urriða á dag og stendur
sérstaklega upp úr upplifun tveggja
franskra veiðimanna sem lönduðu
110 urriðum á tveimur dögum ýmist
á þurrflugu eða litlar púpur. Stærsti
lax sumarsins var 100 cm hrygna
sem tók rauða púpu nr. 16 í veiðistað
41 í Löngulygnu.
Plöntur beita margvíslegum
leiðum til að lifa veturinn af.
Fyrir lauffall á haustin draga
flest lauftré blaðgrænuna úr
blöðunum og senda hana niður
í rótina til geymslu.
Blaðgrænan er byggð upp
af efnum sem trén eiga ekki
greiðan aðgang að og þurfa að
eyða mikilli orku í að framleiða.
Eftir í blöðunum verða efni sem
trén hafa minna fyrir að búa til.
Efnin sem eftir verða eru gul eða
rauð og eru ástæðan fyrir því að
haustlitur trjánna er yfirleitt í
þeim litum.
Einærar plöntur lifa af sem
fræ sem geymist í jarðvegi. Séu
aðstæður óhagstæðar geta fræ
sumra tegunda legið í dvala í
jarðveginum í mörg ár en að
jafnaði spíra fræin að vori, vaxa
upp og blómstra og mynda fræ
sem fellur að hausti.
Tvíærar plöntur safna forða
í rótina á fyrra ári og rótin lifir
veturinn af. Á öðru ári blómstrar
plantan og myndar fræ. Margar
tegundir fjölærra plantna og
laukjurta beita svipaðri aðferð.
Þær vaxa upp að vori, vaxa og
dafna yfir sumarið, safna forða
í rótina eða laukinn, sölna að
hausti og lifa í dvala neðanjarðar
yfir veturinn. Þar sem snjór liggur
eins og teppi yfir jarðveginum
eru plönturnar vel varðar fyrir
umhleypingum og grasbítum
sem byggja lífsafkomu sína á
þeim yfir veturinn.
Tré og runnar sölna ekki á
haustin og þurfa því önnur ráð
til að lifa veturinn af. Sum tré eru
sumargræn en önnur græn allt
árið. Lauf sígrænna trjáa nefnist
barr, er yfirleitt langt og mjótt
og með vaxhúð sem dregur úr
útgufun.
Ólíkt dýrafrumum hafa
frumur í plöntum svokallaðan
frumuvegg sem liggur utan um
frumuhimnuna. Veggurinn er
stinnur, hann verndar frumuna
og kemur að hluta til í staðinn
fyrir stoðgrind. Í gegnum
frumuvegginn síast vatn og
næringarefni.
Kólni hratt er hætt við að
vökvinn í plöntufrumunni frjósi.
Við það eykst rúmmál hans og
hætta á að frumuveggurinn rifni
en það leiðir til kalskemmda.
Miklu máli skiptir að plöntur
kólni það hægt á haustin að vatn
nái að dragast út úr frumunum
í þeim takti sem eðlilegastur
er fyrir hverja tegund. Dæmi
er um að snögg kólnun niður í
10°C hafi drepið tré sem annars
þola kuldann allt að níutíu
frostgráðum. Stutt haust valda
því að plönturnar ná ekki að
mynda eðlilegt frostþol og eru
því viðkvæmari en ella.
Of mikil útgufun getur einnig
verið hættuleg fyrir plönturnar.
Á vorin, þegar sólin skín og jörð
er frosin, ná plönturnar ekki að
bæta sér upp þann vökva sem
þær tapa við útgufun og því hætta
á ofþornun. Hér á landi þekkist
þetta best hjá sígrænum trjám
þegar barrið verður brúnt á vorin.
Sígræn tré hafa það fram yfir
sumargræn að þau geta hafið
ljóstillífun um leið og hiti er
orðinn það mikill að þau vakna
af dvala. Talið er að smávaxnar
og sígrænar jurtir geti ljóstillífað
undir snjó og lengt þannig
vaxtartímann.
Nokkrar tegundir trjáa,
til dæmis aspir, geta notað
blaðgrænu í berki, stofni og
greinum til ljóstillífunar þegar
aðstæður eru hagstæðar á
veturna. /VH
Haustlitir og
yfirvetrun
STEKKUR
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
HLUNNINDI&VEIÐI
,,Já, ég fór í Ytri Rangá rétt áður
en veiðin hætti og veiddi þennan
80 sentímetra fisk, þetta var
skemmtilegur endir á sumrinu,“
sagði Sebastían Oddi Björnsson í
samtali við Bændablaðið en hann
endaði sumarið frábærlega og
eftirminnilega.
,,Ég var ekkert búinn að fara í
sumar, svo þetta var gaman, þessi
urriði tók vel í,“ sagði Sebastían
um lokaveiðitúrinn á þessu sumri,
en fiskurinn tók spún.
Lokatölur úr Ytri Rangá þetta
sumarið voru 7451 lax, aðeins minna
en í fyrra en flott veiði og margir
fengu vel í soðið. Töluvert veiddist
af vænum silungi í ánni í sumar.
Bolti í síðasta
veiðitúrnum
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum. Mynd / EJ
Sett í stórlax
Mynd / Bjarni Júlíusson
Fengu vel í soðið
Fyrsti dagurinn á rjúpu var
kalsalegur en menn fengu vel
í soðið margir hverjir. Það var
rok en hlýtt. Við heyrðum aðeins
hljóðið í Bjarna Júlíussyni.
„Þetta gekk strax vel á fyrsta
degi sem mátti ganga til rjúpna,
við fengum vel í jólamatinn,“ sagði
Bjarni Júlíusson er við heyrðum í
honum fyrsta daginn sem mátti
ganga til rjúpna. Með honum var
sonurinn Júlíus og veiðiskapurinn
gekk vel. „Það var bara töluvert af
fugli,“ sagði Bjarni enn fremur.
Það er hlýtt og menn að fá
töluvert en allt autt á flestum stöðum
á landinu. Nema kannski efst á
fjallatoppum. Og spáin er bara góð
áfram, hlýtt. fugla. Mynd / Júlíus