Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 20

Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 Almenningur í Evrópu er smám saman að vakna til vitundar um mikilvægi og verðmæti vatnsins. Eftir mikið þurrkasumar á Ítalíu eru vísindamenn nú farnir í fúlustu alvöru að tala um vatn sem gull hvað mikilvægi og verðmæti varðar. Enn á ný er því mikil ástæða fyrir Íslendinga að minnast þeirra forréttinda sem við búum við í vatnsmálum umfram flestar aðrar þjóðir heims. Einnig mikilvægi þess að þjóðin glati ekki yfirráðum yfir eigin vatnslindum. Veðurfræðingar segja Ítali hafa upplifað þurrasta vor í 60 ár á þessu ári og á sumum landsvæðum hafi úrkoma minnkað um 80% frá því sem gerist í meðalári. Ekkert lát var á þessum þurrkum í sumar og fram á haustið. Í þessum þurrkum hefur Sardinía orðið einna harðast úti. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs rigndi aðeins í 26 daga í Róm samanborðið við 88 daga á fyrri árshelmingi 2016. Þá bætir það ekki ástandið að sumar vatnslagnir í borginni eru allt frá tímum Rómverja og orðnar mjög lekar. Í lok ágúst var BBC með umfjöllun um þurrkana á Ítalíu í sumar þar sem allra leiða var leitað til að bregðast við vatnsskorti. Vatíkanið lokaði m.a. fyrir alla sína vatnsfonta. Þá hafði verið farið fram á að lýst yrði yfir neyðarástandi í 11 af 20 héruðum vegna vatnsskorts. Þetta eru svæði frá Veneto í norðri, þar sem m.a. er að finna Gardavatnið og borgirnar Veróna og Feneyjar, til Sikileyjar í suðri. Þá voru einnig nefnd héruðin Emilia-Romagna, Toskana, Marche, Molise, Puglia, Calabria, Sardinía og Trento, eða stærsti hluti Ítalíu. Þar var m.a. greint frá því að fyrirtækið Acea hafi unnið að því að reyna að minnka sóun vatns vegna vatnsskorts með því að leita uppi leka í vatnsveitukerfum. Hafi fyrirtækinu tekist að loka fyrir 1.300 leka síðan í maí. Segist fyrirtækið hafa skoðað 4.700 kílómetra af vatnsleiðslum, eða nærri 90% af vatnskerfi Rómaborgar. Vegna þessara óvenjulegu þurrka var ástandið orðið mjög slæmt í Róm. Þar hafði rignt 70% minna en á sama tímabili síðustu þrjú ár. Sífellt minna vatn var í boði fyrir íbúa borgarinnar. Um 8% af vatni borgarbúa hefur verið fengið úr stöðuvatninu Bracciano norður af Róm þar sem vatnsyfirborð hafði lækkað mjög. Hratt hefur gengið á Gardavatnið Á Norður-Ítalíu hefur staðan verið litlu skárri samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins frá heimamönnum. Vatnsyfirborð í Gardavatninu, sem er 2.350 ferkílómetrar að stærð, 51,6 kílómetri að lengd og 16,7 km breitt þar sem það er breiðast, var um 1,5 metrum lægra nú um miðjan október en venjulega á þessum árstíma. Það þýðir að 3.525 rúmkílómetra af vatni vantar upp á eðlilega stöðu. Einn rigningardagur kom þó 22. október sem varla hefur þó skipt sköpum. Uppgufun í Gardavatni meiri en sem nemur einu Þingvallavatni Gardavatnið er sannarlega enginn smá pollur því meðaldýpt þess er 136 metrar við venjulegar aðstæður og mesta dýpt 346 metrar. Til samanburðar er Þingvallavatnið okkar 84 ferkílómetrar að stærð og með meðaldýpt upp á 34 metra og mestu dýpt 114 metra. Heildar vatnsmagnið í Þingvallavatni er um 2.856 rúmkílómetrar eða 699 rúmkílómetrum minna vatnsmagn en horfið hefur úr Gardavatninu vegna þurrkanna á Ítalíu í sumar. Milljarða tap vegna þurrkanna Á Ítalíu hefur þegar orðið milljarða evra tap í landbúnaði vegna FRÉTTASKÝRING Mynd / HKr. Mynd / ESA–J. Benveniste Suður-Evrópubúar hafa í sumar fundið verulega fyrir þverrandi neysluvatni í hlýnandi loftslagi: Ítalskir bændur verða fyrir milljarða tapi vegna þurrka – Vatnið er nú í auknum mæli metið sem ígildi gulls enda uppistaða lífs og allrar matvælaframleiðslu Hörður Kristjánsson hk@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.