Bændablaðið - 02.11.2017, Qupperneq 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017
beint í tunnu. Við verðum líka
með þannig saltað kjöt á beini í
selaveislunni.
Þegar maður kom í sveitina á
vorin fékk maður oft saltað selkjöt
sem var þá frá árinu áður. Maður
borðaði það, en það var allt annað
bragð en er af selskjötssteikunum
sem við verðum með í veislunni.
Ég steikti selkjöt fyrir einn minna
gesta núna í hádeginu og hann
sagðist aldrei hafa fengið eins
gott kjöt. Ef ég ætti að líkja þessu
við eitthvað þá er þetta mitt á milli
svartfugls og hreindýrs,“ segir
Ragnar. Eldaði hann síðan smá
steikarbita fyrir blaðamann til að
leyfa honum að prófa. Það verður
að segjast að þeir feðgar voru engu
að ljúga um bragðgæðin og fínleika
kjötsins. Þetta var engu líkt.
Súrsaðir selshreifar og
Vestfirðingur með selspiki
Það er þó fleira en nýtt og reykt og
saltað selkjöt, súrsaðir selshreifar
útselskópasulta, sjófugl, hreindýr
og heiðagæs, sem boðið verður upp
á í veislunni. Þar verður líka boðið
upp á siginn fisk, eldaðan að hætti
matreiðslumeistara, útselskópaspik
og það sem þeir kalla Vestfirðing.
Það er siginn fiskur sem borðaður
er með söltuðu selspiki. Einnig
verður boðið upp á grillaðar
langreyðar-pipar-turnbautasteikur.
Auk þess verður sætbasilkrydduð
lambasteik á borðum ef fólki skyldi
ekki lítast á öll hin herlegheitin.
Guðmundur segir að sela
villibráðaveislan verði sífellt
vinsælli og menn hafi farið þess
á leit að halda slíkar veislur oftar.
Hann segist ekki vilja það því þetta
eigi að vera einstakur viðburður.
Vandað til verka og mikið haft
fyrir hlutunum
„Ég er að hafa miklu meira fyrir
þessari einu veislu en öllum öðrum
veislum sem ég er að sjá um. Ég
er oft með margar veislur á viku,
en það er engin veisla eins erfið og
þessi. Ástæðan er sú að ef maður
ætlar að gera þetta vel þá þarf að
leggja mikla vinnu í verkun og
eldamennsku. Þetta á allt að vera
eins og best getur orðið, alveg sama
hvort það er selkjöt eða siginn
fiskur.“
Gleðilegt hvað vinsældir
selaveislunnar vaxa
„Mér finnst mjög gleðilegt hvað
þetta hefur vaxið í vinsældum í
gegnum árin. Margir eru að koma
til okkar í fyrsta skiptið í svona sela
villibráðarveislu og verða mjög
undrandi á hversu gott þetta er. Við
höfum alltaf verið með lambasteik
með þessu til öryggis ef einhver
skyldi guggna á hinu, en það fer
bara ekkert af því vegna þess
hversu fólki líkar hitt vel. Þar hefur
reykti selurinn kannski sérstaklega
vakið athygli. Hann kemur frá Stað
á Reykhólum. Ábúendur þar eru
algjörir snillingar í að kofareykja
kjöt með gamla laginu. Þetta er
engu líkt, nema kannski helst
flottasta hangikjöti sem hægt er
að fá.“
Allt nýtt af selnum sem hægt er
„Við leggjum líka áherslu á að
nýta allan selinn. Við fláum hann
og skinnið er unnið áfram. Spikið
söltum við og nýtum allt kjötið af
selnum. Leggina söltum við og
nýtum annað í steikur og söltum
sumt af því líka. Hluti af kjötinu er
svo reykt. Selshreifana svíðum við
og gerum úr þeim útselskópasultu
sem sett er í súr. Þetta er mjög líkt
lambasviðasultu en maður finnur
örlítinn mun í eftirbragðinu. Ef
eitthvað er þá hefur verið svolítið
erfitt að fá góðan súr til að verka
þetta í.“
Ég geri þetta eins vel og ég tel
frekast unnt og reyni um leið að
skapa hér stemningu eins og var á
sveitaböllunum í gamla daga. Ég
man eftir þeirri stemningu úti á
landi og reyni að endurskapa hana.
Það er borðað, sungið og farið
með gamanmál auk þess sem það
er leynigestur. Þá verður Tryggvi
Gunnarsson úr Flatey veislustjóri
og svo endar þetta með dansi,“
segir Guðmundur Kr. Ragnarsson.
Eldar líka ofan í
kvikmyndagerðarfólk
Guðmundur kann þó ýmislegt
fleira fyrir sér en að elda góðan
mat. Í tengslum við sitt fag hefur
hann tekið að sér að þjónusta hópa
kvikmyndagerðarfólks og frægra
leikara, sem hingað koma, með mat
á tökustað. Til þess hefur hann sjálfur
hannað fullkomið eldhús á hjólum í
flutningabíl og aftanívagni.
Þetta æki er hreinasta snilld og
hefur Guðmundur úthugsað hvert
einasta smáatriði, jafnvel hvernig
hægt er að fella tröppurnar til að
komast upp í vagninn undir bílinn að
notkun lokinni. Það er oft mikið að
gera í kringum kvikmyndabransann
og var Guðmundur kominn upp á
Langjökul í einn slíkan leiðangur
daginn eftir viðtalið. /HKr.
ER ÞITT BÚ
ÖRUGGUR
OG GÓÐUR
VINNUSTAÐUR?
LIÐLÉTTINGAR GETA
SKAPAÐ HÆTTU
Liðléttingar hafa náð mikilli
útbreiðslu meðal bænda
undanfarin ár.
Tækin eru þægileg til notkunar en
geta skapað hættu. Liðléttingar
eru oft á tíðum notaðir í miklum
þrengslum, við gjafir, þrif og ýmis
smáverkefni. Sérstakrar aðgæslu
er þörf þar sem börn eru í úti-
húsum, þrengsli og fátt um
undankomuleiðir.
PO
RT
h
ön
nu
n
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi
og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
2017
Gu mundur Kr. Ragnarsson | Gsm: 896 0727 | gkrchef@simnet.is
VILLIBRÁ AVEISLAN
IKLAM
Veislur vi öll
tækifæri, unnar af
fagmennsku og
alú ... a kemur
fram í brag inu.
Sela villibrá aveisla 2017
FORRÉTTIR
Kaldreykt Lundasalat, bláber & Geitasostur
argæs einiber & berjajógúrt
Sushi Langrei
Súrsu
böku u brau i
A ALRÉTTIR
Grilla
Grilla ar Langrei a Pipar Turnbautasteikur
Salta
Léttsalta
ingur
Sætbasilkryddu
epli
Rista
DESSERT
Ver
T E L E P H O N E 553-1620 G U M C H E F 896-0727
Það er af ýmsu að taka á matseðli Sela villibráðarveislunnar 2017.
Eldhúsbílakostur Guðmundar er ekki af verri endanum.
• FASTEIGNASALA NORÐURLANDS • Sala - verðmat - þjónusta •
GUÐMUNDUR BJÖRNSSON
löggiltur fasteigna- og skipasali662 4704 fastnord.isgummi@fastnord.is
Arentsstál leitar að starfsmönnum
á verkstæði í bæði inni- og útivinnu.
Um er að ræða framtíðarstarf og er vinnutími frá 8.00–16.15.
Hæfniskröfur:
• Viðkomandi þarf að hafa sveinspróf/menntun eða mikla
reynslu af störfum tengdum járn- og rennismíði.
• Stundvísi.
• Sjálfstæð vinnubrögð, framtakssemi og jákvæðni.
• Góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Lyftararéttindi eða önnur vinnuvélaréttindi eru kostur.
Upplýsingar eru gefnar í síma 587 5650 eða arentsstal@arentsstal.is.
Magnús og Gauti