Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 41

Bændablaðið - 02.11.2017, Síða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 2. nóvember 2017 glæsilegasta lamb sýningarinnar á velli en glæsileikinn var einnig í gerð. Hann er mjög bollangur mjög vel gerður með frábæra vöðvafyllingu á baki og í lærum. Faðir hans er frá Dalmynni þangað sem stutt er að leita toppa eldri sýninga ef áfram er rakið. Móðurfaðir er Garri 11-908 en síðan skammt að leita hrúta frá Ásbirni í Haukatungu á móðurhliðina. Í þriðja sæti kom síðan lamb 252 á Fáskrúðarbakka. Þetta lamb var gríðarlega vel gert og jafnvel skapað þannig að það nálgaðist mikið hugmyndir okkur um úrvals kjötsöfnunarfé. Föðurfaðir þess er Þorsti 11-910. Í lok sýningar afhenti Lárus þeim Dóru og Bárði á Hömrum hinn glæsilega farandgrip, verðlaunaskjöldinn frá 1954 til varðveislu næsta árið fyrir lamb 18 sem þegar hefur verið fjallað um. Rétt er enn og aftur að vekja athygli á því hve stór hluti toppanna áttu að mæðrum mjög ungar ær. Það er aðeins enn ein staðfesting þess hve sterk fjárrækt er stunduð á svæðinu. Yngri gripirnir ryðja þeim eldri úr sæti. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er í framleiðslumálum sauðfjárræktarinnar þá hélt ég að sýningar sem þessar gætu lent í öldukasti í haust. Sú hefur sem betur fer ekki orðið raunin heldur þvert á móti. Ég tel mig skynja að bændum er orðið það ljóst að forystu í sínum málum sækja þeir ekki lengur til stjórnenda BÍ eða undirstofnana þess. Þeir verða meira og meira að treysta á eigin getu og styrk til að koma sínum málum áfram. Einn hlutur þess er að sýna vel það sem líklega hefur verið best gert í þessu starfi á undaförnum áratugum. Þannig sýnir stéttin bæði sjálfri sér og öðrum sinn innri styrk. Á því er meiri þörf nú en nokkru sinni áður. Þessi sýning er líklega sú glæsilegasta sem nokkru sinni hefur verið haldin á Snæfellsnesi. Aðsókn að sýningunum var meiri en nokkru sinni. Ég lýk því þessum skrifum með að óska Snæfellingum til hamingju með frábæra sýningu sem sýndi glæsilegan árangur kröftugs ræktunarstarfs síðustu áratuga. /Jón Viðar Jónmundsson. Vinningshafar í kollóttu hrútunum talið frá hægri: Besti hrúturinn er frá Hjarðarfelli frá Guðbjarti Gunnarssyni, í öðru sæti Ásbjörn Pálsson, Syðri Haukatungu og í þriðja sæti Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi. Besti kollótti hrúturinn frá Hjarðafelli. Vinningshafar í hvítu hyrndu hrútunum. Besti hrúturinn er frá Bárði Rafnssyni (fyrir miðju) og Dóru Aðalsteinsdóttur Hömrum. Í öðru sæti var hrútur frá Snorrastöðum en Ásbjörn Pálsson er á myndinni og tók við verðlaunum fyrir hann. Í þriðja sæti var svo hrútur frá Kristjáni Þór Sigurvinssyni á Fáskrúðarbakka. Mynd af gimbrunum sem voru í happdrættisvinning. Þær voru frá Bárði á Hömrum og Guðlaugu í Hraunhálsi. Þær hlutu þeir Hallur Pálsson á Naustum og Guðjón Jóhannesson frá Syðri Knarrartungu. Margir litir og margir hrútar í mislitu hrútunum austan girðingar Syðri Haukatungu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.