Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 8

Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Fimm kokkar keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu um nafnbótina Kokkur ársins 2018. Undanúrslit fóru fram í Hörpu 19. febrúar þar sem átta kokkar kepptu um laus sæti í úrslitum. Úrslitafyrirkomulag verður þannig að keppendur hafa fimm tíma til að elda þrjá rétti fyrir 12 manns. Kokkur ársins verður krýndur í lok kvölds frammi fyrir fullu húsi veislugesta og hann öðlast þátttökurétt í Nordic Chef-keppninni á næsta ári, sem verður haldin á Íslandi. Eftirtaldir kokkar keppa til úrslita: • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience-Deplar Farm • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu Opið hús verður frá kl. 13.00 til kl. 18.00. Eftir það munu gestir sem tryggja sér miða á úrslitakvöldið fylgjast með kepp endum og jafnhliða því fá fjögurra rétta Kokkalandslið smáltíð. Keppnin er haldin í samstarfi við Nettó og IKEA á Íslandi. Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem bar sigur úr býtum. /smh Kokkur ársins 2018: Fimm manna úrslitahópur keppir í Hörpu 24. febrúar Formannsskipti hjá Landssamtökum sláturleyfishafa: Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu – segir nýi formaðurinn, Ágúst Torfi Hauksson Þann 1. febrúar síðastliðinn tók Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, við sem stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa. Hann tekur við af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga (KKS). Stjórnin verður áfram óbreytt og er þannig skipuð: Steinþór Skúlason, varaformaður frá Sláturfélagi Suðurlands, Ágúst Andrésson frá KKS/SKVH/Hella, Ólafur Rúnar Ólafsson frá SAH afurðum á Blönduósi og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís. Samhljómur sláturleyfishafa Ágúst Torfi segir að það sé of snemmt að segja til um áherslubreytingar því hann hafi tekið við embættinu með skömmum fyrirvara. „Það hefur hins vegar verið þokkalegur samhljómur meðal sláturleyfishafa um þau mál sem fjallað er um á vettvangi samtakanna, svo þörf á verulegum áherslubreytingum er ekki mikil. Á nýafstöðnum aðalfundi Landssamtaka sláturleyfishafa var samþykkt ályktun þess efnis að fundurinn lýsti fullum stuðningi við stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda í tengslum við viðræður samtakanna við hið opinbera varðandi það að koma á tímabundinni útflutningsskyldu sem lið í lausn á vanda sauðfjárgreinarinnar,“ segir Ágúst spurður um hvort hann styðji hugmyndir forvera hans um að útflutningsskyldu verði aftur komið á. „Ég hygg að allir aðilar samtaka sláturleyfishafa standi að baki þeirri ályktun.“ Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu Ágúst Torfi var einnig spurður um hvort afurðastöðvarnar þyrftu að fara í endurnýjun og uppfærslu á sínum húsa- og tækjakosti – og hvort endurskoða þurfi samkeppnisumhverfi greinarinnar, eins og forveri hans hefur talað fyrir. „Ég er sammála fyrrverandi formanni um að mikilvægt sé að afurðastöðvar starfi við þær aðstæður að þær hafi tök á því að fjárfesta í hagræðingu. Því hefur ekki verið að heilsa undanfarin ár og stendur það greininni að mörgu leyti fyrir þrifum, út úr þeirri stöðu verðum við að komast,“ segir Ágúst Torfi. /smh Verðbreyting á fóðurverði hjá Líflandi Um síðustu mánaðamót hækkaði Lífland verð á kjarnfóðri um 2%. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af verðhækkunum á hráefnum. Þar ber hæst talsverð hækkun á heimsmarkaðsverði á sojamjöli sem og verðhækkanir á vítamínum og steinefnum sem eru tilkomnar vegna minna framboðs. Þess má geta að þrátt fyrir þessa hækkun hefur fóðurverð frá því í júlí 2016 lækkað að meðaltali um tæp 9%, mismikið eftir tegundum. Verðskrá má finna á slóðinni; http://www.lifland.is/static/files/ verdlistar/verdlisti-kjarnfodurs-1. feb.-2018.pdf. FRÉTTIR Mynd / MÞÞ Nautgripum frá Eystri-Grund hefur verið fargað Matvælastofnun tilkynnti um það 12. febrúar að 110 nautgripum af bænum Eystri- Grund við Stokkseyri hefði nýverið verið fargað. Bændablaðið sagði frá drætti á förgun gripanna í 2. tölublaði þessa árs, en atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið fyrirskipaði strax í mars á síðasta ári að þeim yrði að farga. Í umfjölluninni kom einnig fram að ekki væri hægt að meta bæturnar fyrir bændurna á Eystri-Grund fyrr en gripunum hefði verið fargað. Þar kom fram að ástæður þess að fresta þurfti förgun hafi meðal annars verið þær að eigandi gripanna hafi óskað eftir frestun og svo gátu sláturhúsin ekki tekið við gripunum í sláturtíðinni í haust. Þar kom fram að ekki var nein neyð sem knúði fram neyðaraflífun gripanna; þar sem engir áverkar voru á gripunum né sjúkdómar sem herjuðu á þá. Í tilkynningu Matvælastofnunar kom fram að notkun kjötmjöls sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru til manneldis er bönnuð til að hindra að heilahrörnunarsjúkdómar berist í menn og dýr. „Matvælastofnun lagði bann á markaðssetningu afurða og slátrun til manneldis og flutning gripa frá bænum í mars sl. og óskaði í kjölfarið eftir fyrirskipun ráðuneytisins um niðurskurð allra gripa sem höfðu haft aðgang að kjötmjölinu á býlinu. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um niðurskurð lá endanlega fyrir í lok júní eftir að kröfu eiganda gripanna um frestun réttaráhrifa hafði verið hafnað af hálfu ráðuneytisins. Í framhaldi niðurskurðar mun atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið ákvarða bætur til umráðamanns gripanna,“ sagði í tilkynningunni. /smh Fiskeldisstöðin að Eyjarlandi í Bláskógabyggð: Veiðifélag Eystri-Rangár sækir um endurnýjun á starfsleyfi Veiðifélag Eystri-Rangár hefur sótt um endurnýjað starfsleyfi til Bláskógabyggðar í þeim tilgangi að sveitarfélagið veiti félaginu jákvæða umsögn við umsókn félagsins til Umhverfisstofnunar og að umrædd umsókn skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum. Nú er félagið að sækja um 19,9 tonna starfsleyfi til Umhverfisstofnunar vegna fiskeldisstöðvarinnar að Eyjarlandi sem hefur verið starfrækt allt frá árinu 1983. Stöðin nýtir ferskt vatn úr lindum og varma úr borholu í Útey við Laugarvatn. Stöðin er starfrækt í dag sem seiðaeldisstöð, aðallega á laxaseiðum, fyrir veiðiár þ.m.t. Eystri-Rangá. Um er að ræða 507 fm seiðeldishús auk 409 fm af útikerjum, staðsett á 40.000 fm iðnaðar- og athafnarlóð. Ekki er verið að breyta fyrirkomulagi fiskeldisstöðvarinnar frá því sem verið hefur, eingöngu verið að endurnýja starfsleyfi á starfsemi sem hefur verið starfrækt á sama stað og með svipuðum hætti í áratugi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað á síðasta fundi sínum að fresta afgreiðslu málsins fram að næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar sem verður í næsta mánuði. /MHH Samgöngumál á Suðurlandi: Villingaholtsvegur fær fimm daga þjónustu Íbúar í Flóahreppi eru hæst- ánægðir með þá ákvörðun Vegagerðarinnar að eftir að bætt var við framlög til sam- göngu mála á Suðurlandi þá fái Villingaholtsvegur 5 daga þjónustu Vegagerðarinnar. „Þetta er sannarlega góð viðbót og ber að þakka það því að á Villingaholtsvegi, sem er fjöl- farinn, hafa oft skapast erfiðar aðstæður, bæði ófærð og mikil hálka. Á sama tíma verður aukin þjónusta á Urriðafossvegi,“ segir Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps. /MHH Mynd / Sigurjón Ragnar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.