Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018
Nýverið gerði Matartíminn,
veit inga svið Sölufélags garð-
yrkjumanna, rammasamning
við Reykjavíkurborg um
rekstur mötuneyta fyrir leik- og
grunnskólana.
Matartíminn var stofnaður í
júní 2017, í samvinnu Sölufélags
garðyrkjumanna (SFG) og þeirra
Herborgar Svönu Hjelm og Birgis
Reynissonar. Herborg segir að í dag
þjónusti Matartíminn tvö þúsund
börnum og starfsmönnum daglega
og þjónusti um 15 leikskóla.
„Við Birgir byrjuðum síðasta
sumar á því að gera matseðla í
samvinnu við leikskóla og þegar
matseðlarnir voru orðnir þannig
að börnin voru orðin mjög sátt við
matseðilinn þá fórum við að þjónusta
leikskóla og grunnskóla,“ segir
Herborg.
Skordýraeitur í þvagsýnum barna
í Danmörku
Matartíminn er starfræktur í
höfuðstöðvum fyrirtækisins að
Brúarvogi 2, að sögn Herborgar, undir
ötulli stjórn fagaðila og sérfræðinga.
„Hjá okkur starfar matreiðslumeistari
og matreiðslumenn með mikla
reynslu af að elda í stóreldhúsum,
svo hef ég um 11 ára reynslu af
rekstri skólamötuneyta.
Sölufélag garðyrkjumanna
leggur mikinn metnað í að auka
hlut íslenskra afurða á borðum
skólabarna, þá sér í lagi íslenskt
grænmeti, kjöt og fisk. Upphaf
rekstrarins má rekja tvö ár aftur
í tímann þegar fregnir bárust að
skordýraeitur mældist langt yfir
hættumörkum í þvagsýnum barna
á leikskólaaldri í Danmörku.
Í framhaldi fóru íslenskir
garðyrkjubændur að velta fyrir sér
hvernig væri hægt að fá leik- og
grunnskólabörn til að neyta meira
af íslensku grænmeti og sú leið var
valin að koma á fót veitingasviði.
Hugsjónin snýr einnig að
matarsóun en SFG nýtir grænmetið
frá bændum betur, afskurður er
notaður í súpur og sósur. Með þessu
náum við að vera samkeppnishæf
í verði. Hingað til hefur ekki verið
gerð grundvallarkrafa um gæði
hráefnis þegar keyptur er matur frá
þriðja aðila, né um umhverfisþætti
eins og kolefnisfótspor og
sjálfbærni – en þar er okkar sérstaða
á markaði,
ásamt íslenska
grænmetinu,“
segir Herborg.
Hún segir
að mikil fram-
leiðslugeta sé
fyrir hendi hjá
Matartímanum
og getur fyrir-
tækið tekið að
sér fjölbreytt
verkefni. „Við
f r a m l e i ð u m
sósur, súpur og
grænmetisbuff
fyrir heildsölur
og veitingastaði.
Mikil eftirspurn
er eftir græn-
m e t i s f æ ð i
úr íslensku
grænmeti og
neytendur eru alltaf að verða betur
upplýstir um mikilvægi þess að neyta
íslensks grænmetis og hráefnis úr
nærumhverfinu.“
Flest allt gert frá grunni
„Við gerum flest allan mat frá grunni,
notum engin aukaefni né sykur
og mjög lítið af salti. Við notum
íslenskt grænmeti, íslenskan fisk og
íslenskt kjöt. Sósur eru úr grænmeti,
við þykkjum
sósur með
kartöflum, ekki
kartöflumjöli,
og bjóðum upp
á kartöflumús
en ekk i
kartöfluduft.
Við nýtum
grænmeti sem
ekki ratar í
búðir. Við
bökum allt
sjálf og má
nefna að við
höfum verið
að baka brauð
úr byggi frá
Þorvaldseyri
undir Eyja-
fjöllum.
Matseðlar
eru unnir eftir
ráðleggingum embættis landlæknis.
Það skiptir miklu máli að fæðuvalið
sé næringarríkt og fjölbreytt. Þannig
er hægt að borða allan mat af og
til og í hóflegu magni. Með því að
fylgja ráðleggingum um mataræði
er auðveldara að tryggja að líkaminn
fái þau næringarefni sem börn og
ungmenni þurfa yfir daginn.
Hitaeiningaþörf leikskólabarna á
aldrinum tveggja til fimm ára er um
70% af dagsþörfinni og hádegisverður
fyrir grunnskólabörn á aldrinum
6–16 ára er um 33% af dagsþörfinni
– kolvetni eiga að vera um 50–60%,
prótein 15–30 prósent og fita frá
15 prósent upp í 40 prósent. Allir
matseðlar eru næringar vútreiknaðir,“
segir Herborg og vísar síðan til
vefjar Matartímans fyrir þá sem vilja
kynna sér betur matseðlana (http://
matartiminn.is/matsedlar.html).
Álitleg litrík samsetning
Herborg segir að miklu máli skipti
við matseðlagerðina að hafa matinn
litríkan og skemmtilegan fyrir
börnin – því börnin borða fyrst með
augunum. „Það verður líka að leyfa
börnunum að velja sjálf á diskana og
það þarf að passa vel upp á áferðina
á matnum.
Við, ásamt starfsmönnum í
leikskólum og grunnskólum, tökum
eftir því að mikil aukning á neyslu
á grænmeti verður þegar við höfum
starfað í einhvern tíma í mötuneytum.
Við skýrum það þannig að við
leggjum mikla áherslu á að hafa
grænmetið litríkt og að raða saman
litum sem vekja áhuga hjá börnum – en
svo þarf að skera grænmetið þannig
að það henti ungum börnum. Börnin
eru líka mjög dugleg að borða súpur
úr blómkáli, spergilkáli, sveppum,
gulrótum og kartöflum.“ /smh
Veitingasvið Sölufélags garðyrkjumanna gerir samning við Reykjavíkurborg um þjónustu við mötuneytin:
Um tvö þúsund börn og starfsmenn daglega í mat
FRÉTTIR
Gúrkur, tómatar og rauðkál skorið niður.
Herborg Svana Hjelm.
Íslensk kjötsúpa.
Guðmundur Egill Ragnarsson matreiðslumeistari og Birgir Reynisson, framleiðslustjóri í eldhúsi Sölufélags garðyrkjumanna í Brúarvogi í Reykjavík. Mynd / smh
-
búðum frá Matartímanum.