Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 34

Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Versatile er upphaf lega kanadískt fyrir tæki en er í dag í eigu Rússa og framleiðir land- búnaðartæki og vélar af ýmsum gerðum, til dæmis jarðbora, þreskivélar og ekki síst dráttarvélar. Árið 1946 tóku Kanadamennirnir og mágarnir Peter Pakosh og Roy Robinson sig saman og settu á stofn fyrirtæki í kjallaranum á heimili Pakosh í Wineppeg. Fyrirtækið kölluðu þeir The Hydraulic Engineering Company. Pakosh var á þeim tíma verkfærahönnuður hjá Massey- Harris en hafði verið hafnað þegar hann sótti um flutning yfir á framleiðslusvið MH. Fyrsta tækið sem nýja fyrirtækið setti á markað var kornsnigill sem flutti korn af bílum eða vögnum í síló. Salan gekk vel og í kjölfarið fylgdi ávinnsluherfi og síðan úðadælur. Árið 1963 var nafni fyrirtækisins breytt í Versatile Manufacturing Ltd. Þremur árum síðar setti það fyrstu dráttarvélina á markað. Dráttarvélaframleiðslan kemst á skrið Fyrsta dráttarvél Versatile kom á markað á því herrans ári 1966. Traktorinn var fjórhjóladrifinn, 100 hestöfl og með sex strokka Ford mótor og kallaðist Versatile D-100. Skömmu síðar sendi fyrirtækið frá sér Versatile G-100 sem einnig var 100 hestöfl en með V8 mótor frá Chrysler. Báðar vélar voru með þrjá gíra áfram og einn afturábak og kostuðu um 10.000 Bandaríkjadali á þávirði. Þrátt fyrir að verðið þætti sanngjarnt voru einungis 100 dráttarvélar af gerðinni D-100 og 25 af gerðinni G-100 framleiddar. Fyrirtækið var þó ekki af baki dottið og á næstu tveimur árum send það frá sér nokkrar mismunandi týpur. Fyrst kom Versatile D-118 og í kjölfarið Versatile 125 og 145. Því næst sjálfknúin þreskivél Versatile SP430 og önnur dráttarvéladregin SP400, auk þess sem fyrirtækið hóf framleiðslu á sláttuvélum árið 1968. Á sjöunda áratug síðustu aldar setti fyrirtæki á markað nokkra týpur af stórum og kraftmiklum dráttarvélum. Versatile 700, 800, 850 og 900 sem voru á bilinu 220 til 300 hestöfl. Uppfærslur á þessum týpum kölluðust Versatile 750, 825 og 950. Versatile á stærstu dráttarvél síns tíma á sjöunda áratugnum. Traktorinn sem var átta hjóla tröll sem vó 26 tonn og kallaðist Versatile 1080, eða Big Roy, og var 600 hestöfl. Hann fór aldrei í framleiðslu. Tíð eigendaskipti Árið 1977 keypti Cornat Industries ráðandi hlut í Versatile Manufacturing Ltd en seldi hann tíu árum seinni til Ford New Holland sem var að stórum hluta í eigu Fiat og var nafni Vesatile dráttarvélanna breytt í New Holland. Aldamótaárið 2000 Keypti Buhler Industries Versatile af Fiat þegar Fiat og Case IH runnu saman. Eftir að Versatile komast í eigu Buhler voru dráttarvélar frá því fyrirtæki markaðssettar sem Buhler Versatile. Árið 2007 eignaðist rússneski v é l a f r a m l e i ð a n d i n n RostSelMash 80% hlut í Buhler Industries og sleppti Buhler-hlutanum úr heitinu Buhler Versatile og markaðssetur í dag dráttarvélar undir heitinu Versatile. /VH Versatile – stórar og kraft- miklar dráttarvélar Gæsasteggurinn Thomas á Nýja- Sjálandi er látinn, fertugur að aldri. Steggurinn var ekki við eina fjölina felldur eða kyn og tegundina þegar kom að makavali. Síðustu sex ár ævinnar var hann í ástarþríhyrningi með svanapari. Þrátt fyrir að líffræðilega sé ómögulegt að gæsir og álftir geti eignast saman unga tók Thomas fullan þátt í útungun og ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við. Steggurinn Thomas tók snemma upp á því að aðgreina sig frá öðrum gæsum og kaus félagsskap með svörtum svansstegg sem kallaðist Henry og deildu þeir lífinu saman í 24 ár. Meðan á samvistum Thomasar og Henry stóð tók Henry upp samband við kvenkyns álft sem kölluð er Henrietta. Þrátt fyrir það hélt Thomas samvistum við Henry og studdi álftaparið við ungauppeldið. Þegar svanurinn Henry lést hélt Thomas sér með Henriettu í nokkur ár. Frá 2013 hefur Thomas búið á griðlandi fyrir fugla í Wellington á Nýja-Sjálandi. Smám saman fór sjón hans versnandi sökum aldurs og undir lokin var hann blindur. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og verður sárt saknað, að sögn talsmanns fuglaverndunarsvæðisins. „Thomas var að mörgu leyti kynlegur fugl og starfsmönnunum þótti afar vænt um hann og gættu hans einstaklega vel og hans verður sárt saknað. Thomas verður jarðsettur við hlið sálufélaga síns, Henrys, í grafreit verndarsvæðisins.“ /VH Til að efla dýravelferð hjá norskum svínabændum hefur nú verið ákveðið að fjölga skuli heimsóknum dýralækna, lækka skuli sláturverð til þeirra sem ekki standa sig sem skyldi og að sláturleyfishafar geti neitað að taka við dýrum hjá þeim bændum sem fara ekki eftir dýravelferðarreglugerðum. Matvælaeftirlitið í Noregi skráði helmingsaukningu á brotum á reglugerðinni í lok árs 2017 en á sama tímabili árið áður. Í nóvember voru skráð óvenjumörg tilfelli um vanrækslu dýra, sérstaklega í Rogaland-fylki þar sem til dæmis fundust 100 dauðir grísir á einu svínabúi við eftirlitsferð dýralækna. Því verður nú aukið eftirlit á öllum svínabúum í landinu og viðurlög veitt við þeim sem ekki halda sig innan ramma laganna. Það sem einna helst verður horft til er að sjúkum og slösuðum dýrum verður fylgt eftir, notkun á undirlagi kannað sérstaklega, tilfelli um rófubit í flokknum skráð hjá sláturhúsum, þéttleiki í svínahúsunum kannaður ásamt aðgangi að fóðri og vatni. Forsvarsmenn svínabænda í Noregi eru almennt ánægðir með hinar auknu reglur og eftirlit og vonast til að það verði jákvætt fyrir greinina í heild sinni og að hin alvarlega staða sem hún stendur fyrir núna muni snúast til betri vegar. Með samvinnu og ráðgjöf fleiri aðila sé það hægt, því lykilatriði sé hvernig dýrin hafi það. /ehg - Bondebladet Dýravelferð í Noregi: Auka eftirlit með svínabændum UTAN ÚR HEIMI Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanapars: Tvíkynhneigður, fjölþreifinn og blindur gæsasteggur fallinn frá Gæsasteggurinn Thomas tók fullan þátt í ungauppeldi svanaparsins sem hann var í sambandi við. Holland: Mykja, óþefur og umhverfisspjöll Mykja frá hollenskum mjólkurbúum er orðin svo mikil að bændur eiga orðið svo erfitt með að losna við hana að til vandræða horfir út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Alþjóðasjóður villtra dýra, WWF, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% til að stemma stigu við vandanum. Mjólkurframleiðsla í Hollandi er mikil þrátt fyrir smæð landsins og Holland fimmti stærsti útflytjandi mjólkur og mjólkurafurða í heimi enda um 1,8 milljón mjólkurkúa í landinu. Vandinn er aftur á móti sá að meðan mjólkin selst vel þá hleðst mykjan upp. Líkt og annars staðar í heiminum nota hollenskir bændur eins mikið af mykjunni eins og þeir geta sem áburð en vegna gríðarlegs magns hennar hafa þeir ekki undan að losa sig við hana. Komist hefur upp um kúabændur sem hafa gripið til þess óþverrabragðs að losa sig við mykjuna ólöglega með því að setja hana á afvikna staði og þverbrjóta þannig umhverfislög. Erfitt er að leyna losunarstöðunum þar sem mykja gefur af sér sterka og mjög einkennandi lykt sem finnst langar leiðir. Auk þess sem afrennsli hennar mengar grunnvatnið. Annað ráð sem bændur hafa gripið til er að dæla allt of mikið af henni á akra og tún þrátt fyrir að lög í Hollandi geri ráð fyrir að bera megi meira af henni á en almennt gerist í löndum Evrópusambandsins. Alþjóðasjóður villtra dýra, World wildlife fund, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% á næsta áratug til að stemma stigu við vandanum. Einnig hefur verið bent á að Holland er það land í Evrópu sem býr yfir hvað minnst af villti náttúru eða einungis 15% af flatarmáli landsins. Talið er að um 80% kúabúa í Hollandi framleiði talsvert meira af mykju en þau geta losað sig við löglega og á síðasta ári greiddu þeir um 550 milljónir evra til að láta farga umfram mykju. /VH Hvort sem stigið er á spariskónum í íslenska eða hollenska kúadellu er það alltaf jafn vandræðalegt.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.