Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018
Það sem í daglegu máli kallast
baunir, eða matbaunir, eru
baunabelgir og ertur sem aftur
eru fræbelgir og fræ nokkurra
plantna af ertublómaætt. Um
slitrótt eða ruglingslegt tal er
sagt að það sé eins og að hrista
baunir í skjóðu. Baunir eru ávextir
í skilningi grasafræðinnar.
Ætluð heimsframleiðsla af
þurrkuðum matbaunum er rúmlega
23 milljón tonn og hefur það magn
verið fremur stöðugt undanfarin
ár. Mjanmar, sem áður hét Burma,
framleiðir allra þjóða mest af
baunum, eða um 3,8 milljón tonn af
þurrkuðum baunum. Indland fylgir
þar fast á eftir með framleiðslu upp
á rúm 3,6 milljón tonn. Í þriðja sæti
kemur Brasilía með rúm 2,9 milljón
tonn og í fjórða og fimmta sæti eru
Kína og Mexíkó með 1,4 og tæp
1,3milljón tonn. Í sjötta til tíunda
sæti koma Tansanía, Bandaríkin
Norður-Ameríka og Afríkuríkin
Kenía, Úganda og Rúanda með
framleiðslu frá rúmum 1,1 milljónum
tonna niður í 438 þusund tonn.
Erfitt er að henda reiður á út-
og innflutningstölur matbauna í
heiminum þar sem tölur um kaffi,
kakó- og soja- og ýmsar aðrar baunir
eru inni í þeim tölum en teljast ekki
með í þessari umfjöllun.
Samkvæmt tollskrá skiptast
þurrkaðir belgávextir, afhýddir,
einnig flysjaðir og klofnir, undir
nokkra tollflokka. Hænsnabaunir og
belgbaunir. Belgbaunirnar skiptast
svo aftur í belgbaunir af tegundinni
Vigna mungo eða Vigna radiata.
Litlar rauðar, baunir (Phaseolus
eða Vigna angularis), nýrnabaunir,
þar með taldar hvítar belgbaunir
(Phaseolus vulgaris), augnbaunir
(Vigna unguiculata), linsubaunir,
breiðbaunir (Vicia faba var. major)
og hestabaunir (Vicia faba var.
equina, Vicia faba var. minor) og
dúfnabaunir (Cajanus cajan).
Auk frystra grænna bauna og
belgaldina sem eru unnar eða varðar
skemmdum á annan hátt en með
ediki, ediksýru eða frystar og nýjar
ertur.
Samkvæm grófri samantekt á
upplýsingum á vef Hagstofunnar
fluttu Íslendingar inn um 720 tonn
af baunum árið 2017 og er þá fremur
vantalið en of.
Ertublómaætt
Baunir eru fræ nokkurra tegunda
plantna í ólíkum ættkvíslum
innan ertublómaættarinnar. Þegar
kemur að fjölda plöntutegunda er
ertublómaættin sú þriðja stærsta
í heimi og skiptist í rúmlega 750
ættkvíslir og um 19.000 tegundir
trjáa, runna og klifurjurta sem eru
ein- og fjölærra og vaxa nánast um
allan heim.
Um 40.000 mismunandi yrki,
afbrigði og landsortir af baunum
eru í geymslum í fræbönkum víða
um heim en einungis fáar þeirra eru
ræktaðar í stórum stíl.
Allar eiga það sameiginlegt að
lifa í sambýli við jarðvegsgerla sem
sjá plöntunum fyrir köfnunarefni
og margar þeirra hafa lengi verið
í ræktun.
Fræ margra tegunda hafa og eru
nýttar til matar og sem dýrafóður,
aðrar, eins og lúpína, til landgræðslu
og gullregn sem skrauttré í görðum
og hvítsmári hefur lengi þótt góður
til beitar. Auk þess eru plöntur af
ertublómaætt notaðar til litunar á til
dæmis indigo-bláu.
Baunir
Þar sem baunir til mateldis, eða
matbaunir, eru fræ margra tegunda
plantna sem tilheyra fjölda ættkvísla
í jurtaríkinu finnast þær víða um
heim. Flest menningarsamfélög,
hvort sem það er í Suður-Ameríku,
við Miðjarðarhafið eða í Asíu, eiga
sína eigin baun eða baunir sem eru
hluti af föstu mataræði þeirra.
Baunir eru auðveldar í ræktun og
geymast vel þurrkaðar og því góð
trygging fyrir mögru árin.
Baunir eru ávextir í skilningi
grasafræðinnar.
Nafnaspeki
Talsverður ruglingur er á nafngiftum
bauna á íslensku og á það bæði við
um ferskar og þurrkaðar baunir. Á
erlendum málum er yfirleitt gerður
greinarmunur á belgbaunum, ertum,
linsubaunum og ýmsum öðrum
gerðum bauna. Á íslensku er venjan
að telja þær allar undir einn hatt
HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Baunir og baunabelgir.
Ætluð heimsframleiðsla af þurrkuðum matbaunum er rúmlega 23 milljón tonn.
Baunir geta verið eitraðar eins og kastróbaunir, Ricinus communis, sem
eru ríkar af efni sem kallast ricin.