Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 39

Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Meira um losun gróðurhúsalofttegunda úr votlendi Þann 25. janúar skrifuðu undirritaðir grein í Bændablaðið sem bar heitið „hugleiðingar um losun og bindingu kolefnis í votlendi“. Í greininni ræddum við nokkra óvissuþætti í mati á losunartölum úr íslensku votlendi þar sem okkur þótti samfélagsumræðan einsleit og ganga út frá því að þarna lægi flest ljóst fyrir. Greininni var ekki beint gegn ákveðnum einstaklingum. Við vildum benda á að þekkingu skorti til að hægt væri að fara út í jafn víðtækar aðgerðir og stefnt er að án þess að meta betur hverju þær gætu skilað í raun og veru. Við höfum fengið mikil viðbrögð við greininni og flest jákvæð en nokkrir hafa þó brugðist hart við. Við gerðum óvissuþætti á þremur sviðum að umtalsefni í greininni en í stað þess að rökræða þá er reynt að gera höfundana tortryggilega, farið í manninn en ekki boltann. Við stöndum hins vegar við öll meginatriði greinar okkar en fögnum öllum góðum ábendingum. Við tökum það skýrt fram að við erum ekki að tala gegn endurheimt votlendis, einungis að benda á óvissuþætti sem ekki megi horfa fram hjá. Við fengum ýmsar fyrirspurnir í kjölfar greinarinnar og ætlum að gera tvær þeirra að umtalsefni í þessari grein. Stöðvast losun gróðurhúsalofttegunda við endurheimt votlendis? Ef lokað er fyrir aðgang súrefnis að jarðveginum verður mjög lítil losun á koltvísýringi vegna rotnunar á uppsöfnuðu lífrænu efni en til að stöðva losunina þarf að hækka grunnvatnsstöðu upp undir yfirborð. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að við grunnvatnsstöðu í 40-50 cm dýpt er full losun á koltvísýringi og hún eykst ekki endilega þó svo að grunnvatnsstaða sé lækkuð og getur jafnvel minnkað. Þetta þýðir að ef grunnvatnsstaðan er ofan 40 cm en nær ekki yfirborði jarðvegsins getur orðið töluverð losun á koltvísýringi. Hið sama á við um hláturgas ef grunnvatnsstaða er há en ekki við yfirborð. Þá geta skapast skilyrði fyrir myndun þess en hláturgas er mjög áhrifamikil gróðurhúsalofttegund. Til að tryggja að endurheimt votlendis dragi verulega úr losun á koltvísýringi og hláturgasi þarf því sem næst að sökkva landinu. Losun á metani eykst hins vegar þegar landi er sökkt. Það er ekki alls staðar auðvelt að breyta þurrkuðu landi til fyrra horfs. Víða hefur framræsla, byggingar, vegir og önnur mannvirki breytt vatnasviði landsvæða og skorið á vatnsrennsli úr brekkum eða hlíðum sem áður rann óhindrað á land sem lægra liggur. Við þessar aðstæður er ekki gefið að lokun skurða leiði til þess að grunnvatn hækki nægilega til að endurheimt hallamýra eða flóa takist. Það þarf því að huga vel að aðstæðum og skipuleggja áður en ráðist er í framkvæmdir, rétt eins og á við um alla landnýtingu. Til að endurheimt dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda þarf að vera það mikið af lífrænu efni í jarðveginum að það sé vel umfram það sem jarðvegurinn hefur eiginleika til að binda í sér. Móajarðvegur inniheldur oft 10-15% kolefni í efstu lögunum. Það má því vel ímynda sér að framræst votlendi nái smám saman jafnvægi í efstu lögum jarðvegsins þegar kolefni er komið niður í það sem gerist í móajarðvegi. Í neðri lögum getur þó enn verið mór og það er spurning hvort hægt sé að koma í veg fyrir að hann rotni. Skurðir hafa víða verið grafnir í landi með lágt innihald kolefnis og þar er tilgangslítið að moka ofan í skurði. Það fer því eftir aðstæðum og framkvæmd verksins hversu mikill ávinningur verður af endurheimt. Er hægt að minnka losun úr mýrarjarðvegi án þess að bleyta landið upp? Erlendis er víða verið að leita leiða til að minnka losun úr þurrkuðum mýrarjarðvegi án þess að bleyta landið upp. Þar eru menn að skoða mismunandi ræktunartækni, nytjajurtir og meðferð á landinu. Það er mikilvægt að landið sé þakið gróðri allan ársins hring. Þannig tapast minna af næringarefnum og losun gróðurhúsalofttegunda verður minni. Við byggjum okkar fóðurframleiðslu að stórum hluta á grasrækt og því er lítill hluti af mýrartúnum ógróinn yfir veturinn. Gras hefur langan vaxtartíma og eiginleika til að binda mikið kolefni bæði ofan- og neðanjarðar. Þetta eykur bæði bindingu og losun á koltvísýringi sem að hluta er vegna öndunar róta, rótarstöngla og örvera sem lifa kringum rætur. Það einkennir frjósaman jarðveg að hann losar mikið af kolefni og næringarefnum en stuðlar jafnframt að mikilli bindingu séu afkastamiklar plöntur ræktaðar. Til að vinna á móti losun er því mikilvægt að velja plöntur sem binda mikið kolefni á móti því sem losnar. Uppskerumikil grös eru dæmi um slíkar tegundir og einnig hefur verið bent á skógrækt í þessu samhengi. Víða eru framræstar mýrar mikilvæg beitilönd. Við framræslu breytist gróðurfar, uppskera úthagagróðurs eykst og öll umferð um landið verður einfaldari og hættuminni. Áður en farið er í að endurheimta votlendi á góðu beitilandi er rétt að hugsa til framtíðar því þetta land gæti orðið mikilvægt ræktunarland ef loftslag heldur áfram að hlýna. Þá gæti matvælaframleiðsla á norðurslóðum orði mikilvægari en nú er. Ef land er á annað borð framræst er mikilvægt að framræslan sé góð þannig að landið þorni vel. Hálfblaut tún draga úr sprettu og þar með bindingu kolefnis og geta einnig skapað skilyrði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. Við nefndum í síðustu grein að menn væru erlendis að prófa sig áfram með að hafa breytilega grunnvatnsstöðu, að hækka hana þegar ekki er verið að nota landið. Ef það er gert þá verður að hækka vatnsstöðuna upp undir yfirborð til að fullur árangur verði. Þannig að annað hvort er að hafa landið vel framræst eða bleyta það vel. Lokaorð Mýrar eru afar mikilvægt vistkerfi en eftir þurrkun oft besta ræktunarlandið og mikilvægt beitiland. Endurheimt votlendis til að viðhalda og byggja upp þessi vistkerfi er góð og gild sem slík. Einnig getur endurheimt votlendis dregið verulega úr losun á koltvísýringi þar sem losunin er mikil en það er ekki allsstaðar þannig eins og við höfum bent á. Við þurfum að afla frekari þekkingar um þetta viðfangsefni áður en lagt er út í viðamiklar aðgerðir. Á það hefur verið bent að þekking okkar á áhrifum landgræðslu og skógræktar á bindingu kolefnis sé komin lengra en það sem að votlendi snýr. Þá er spurning hvort ekki sé eðlilegra að leggja meiri áherslu á þessa þætti á meðan verið er að afla frekari þekkingar á votlendinu. Í landgræðslustarfinu væri æskilegt að nota belgjurtir í ríkari mæli en gert hefur verið til að auka afköstin við bindinguna en íslenskur þurrlendisjarðvegur hefur eiginleika til að binda mjög mikið kolefni einkum þegar nitur er ekki takmarkandi. Dr. Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við LbhÍ. Dr. Þorsteinn Guðmundsson prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Dr. Þorsteinn Guðmundsson. Dr. Guðni Þorvaldsson. T il að tryggja að endur -heimt votlendis dragi veru lega úr losun á koltví sýringi og hláturgasi þarf því sem næst að sökkva landinu. Losun á metani eykst hins vegar þegar landi er sökkt. Það er ekki alls staðar auðvelt að breyta þurrkuðu landi til fyrra horfs. Finnski bóndinn og frumkvöðullinn Thomas Snellman heldur erindi í Hörpu á vegum Matarauðs Íslands og Bændasamtakanna. The REKO story, an easy way to reach consumers directly Thomas Snellman, bóndi og frumkvöðull Reynsla af matarmarkaði á Facebook hérlendis Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands Gerðu þér mat úr Facebook Arnar Gísli Hinriksson, sérfræðingur í árangurs- markaðssetningu Opin ráðstefna og vinnustofa um milliliðalaus viðskipti með matvörur Erindi Þín skoðun skiptir máli Eftir erindin verður vinnustofa þar sem ráðstefnugestum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda viðskipti með matvörur á milli framleiðenda, veitingamanna og neytenda. Vinnustofa Gerðu þér mat úr Faceb k Björtuloft, efsta hæð í Hörpu sunnudaginn 4. mars kl. 14:00-16:30 Thomas Snellman er brautryðjandi í Finnlandi í sölu svæðisbundinna matvara í gegnum svokallaða REKO-hringi sem eru vel skipulagðir Facebook-hópar víðs vegar um Finnland. Finnskir bændur og smáframleiðendur hafa náð undraverðum árangri í sölu með þessum hætti. Thomas Snellman hlaut Embluverðlaunin í fyrra fyrir viðskiptahugmynd sína. Samstarfsaðilar: Skráning fer fram á bondi.is Aðgangur er ókeypis.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.