Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 42

Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Þó svo að mjólkurframleiðsla í Kína sé hreint ekki ný af nálinni þá hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á kúabúskap þar í landi undanfarna tvo áratugi. Hagvöxtur í landinu hefur verið umtalsverður og hagur íbúa landsins vænkast og samhliða því hafa neysluvenjur breyst verulega. Þannig hefur t.d. sala bæði á mjólk og mjólkurvörum aukist jafnt og þétt en enn er neyslan þó alllangt undir neysluviðmiðum stjórnvalda enda hafa kúabú og afurðastöðvar landsins engan veginn getað svarað eftirspurninni. Vegna mikillar eftirspurnar eftir mjólk og mjólkurvörum hafa skapast tækifæri á kínverska markaðinum fyrir innfluttar mjólkurvörur en samhliða hafa stjórnvöld í landinu ýtt undir uppbyggingu kínverskrar mjólkurframleiðslu, enda er það stefna stjórnvalda að tryggja matvælaöryggi landsins með sem mestri innlenndri framleiðslu. China Modern Dairy Vegna þessa stuðnings hafa skapast afar sérstakar aðstæður í Kína og hafa víða í landinu verið sett upp kúabú sem eru nánast landlaus, þ.e. hafa ekki annað land en það sem byggingarnar standa á. Þessi bú kaupa að allt fóður og selja svo bæði mjólk og mykju og vegna þessa sérstaka rekstrarforms á kúabúi hafa samhliða skapast tækifæri fyrir mjólkurframleiðslufyrirtæki, þ.e. fyrirtæki sem eiga og reka mörg svona landlaus kúabú. Þessi fyrirtæki geta átt frá nokkur þúsund kúm og upp í tugi þúsunda kúa og stærsta fyrirtækið heitir China Modern Dairy og er með 125 þúsund mjólkurkýr alls og er eitt af allra stærstu mjólkurframleiðendum í heimi. Kornungt fyrirtæki China Modern Dairy Holdings Ltd., sem í daglegu tali í Kína er kallað Modern Dairy og mætti kalla á íslensku „Nútíma Kúabúskapur“, var stofnað árið 2005 af nokkrum viðskiptajöfrum. Þeir sóttu sér þekkingu á mjólkurframleiðslu bæði til Bandaríkjanna og Mið- Austurlanda og settu upp sitt fyrsta bú með afurðavinnslu á sama stað og var öll hönnun búsins miðuð við að ekki myndu líða nema tvær klukkustundir frá enduðum mjöltum þar til mjólkin væri komin í fernur. Áhugaverð leið til þess að vekja athygli á sínum mjólkurvörum í raun enda var enginn að bjóða upp á sambærilega mjólk á þessum tíma. 26 kúabú Fyrirtækið byggði svo upp kúabúskap og afurðavinnslu á mismunandi stöðum í landinu á örfáum árum og nú er Modern Dairy með 26 kúabú í rekstri og með mjólkurframleiðslu á 15 búum og með uppeldi á hinum búunum. Þá er fyrirtækið í dag með 125 þúsund mjólkurkýr og framleiðir árlega rétt um 1,2 milljarða lítra af mjólk. Hvert kúabú Modern Dairy er staðsett á svæði þar sem gróf- fóðurframleiðsla er nokkuð góð og Órangútanapar og páskaegg: Eitt hundrað þúsund órangútan- apar drepnir á 16 árum Talning á órangútanöpum á eyjunni Borneó, sem er þriðja stærsta eyja í heimi, sýnir að ríflega eitt hundrað þúsund órangútan hafa verði drepnar þar á síðustu sextán árum. Talsmenn náttúruverndarsamtaka sem láta sig velferð órangútanapa varða segja að ein helsta ástæða þess að aparnir sér drepnir sé vegna eyðingu búsvæða þeirra vegna skógareyðingar, ræktunar á olíupálma til framleiðslu á pálmaolíu, námuvinnslu og skógarhöggs til pappírsvinnslu. Auk þess sem órangútanapar eru eltir uppi og skotnir á færi. Nýlegt dæmi sýnir að órangútanapi sem var krufinn hafði í sér 130 skot úr hríðskotabyssu. Þegar skógar eru felldir er kjörlendi fjölda annarra dýra einnig eytt. Ein ástæða þess að aparnir eru miskunnarlaust drepnir sjáist til þeirra er vegna þess að þeir eru sagðir spilla pálmaolíuuppskerunni með því að éta aldin pálmaolíutrjánna sem pálmaolía er unnin úr. Pálmaolía er gríðarlega mikið notuð, meðal annars við matvælaframleiðslu, til dæmis við framleiðslu á súkkulaði sem er vert að hafa í huga nú þegar tími páskaeggjanna er að ganga í garð. /VH Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI China Modern Dairy er með 125 þúsund mjólkurkýr alls og er eitt af allra stærstu mjólkurframleiðendum í heimi. Í forgrunni sést afurðavinnslan, þar fyrir aftan er „mjólkurhúsið“ sem er vissulega í stærra lagi miðað við það sem maður á að venjast. Hvort sínum megin við mjólkurhúsið er mjaltaaðstaðan og í hvorri byggingu eru fjórar hringekjur sem hver tekur 80 kýr. Þar utan við, hvort til sinnar handar, eru svo fjósin sjálf en í hverju þeirra eru 2.500 kýr og eru átta slíkar byggingar á Bengbu. Á bak við mjólkurhúsið er hauggasframleiðsla og raforkuver, en öll bú Modern Dairy eru með eigin raforkuframleiðslu úr eigin hauggasi. Í byggingunum handan við hauggastankana eru svo geldneyti og kálfar ásamt burðaraðstöðu og sjúkrafjósi. Segja má að öll kúabú Modern Dairy séu meira eða minna Mynd / SS Öll mykja Modern Dairy er nýtt til hauggasframleiðslu áður en hún er seld til gróffóðurbúa í nágrenni kúabúa fyrirtækisins. Mynd / SS Á Bengbu kúabúinu koma daglega 50-100 kálfar í heiminn og er hver þeirra settur í sérstakt einstaklings kálfaskýli. Fjöldi þessara skýla er eðlilega mikill á jafn stóru kúabúi og Bengbu er. Mynd / SS Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com China Modern Dairy – einn stærsti mjólkurframleiðandi í heimi hríðskotabyssu. Ekkert mælir gegn því að fóðra nautgripi með þurrkuðum skordýrum í formi fóðurbætis. Fóður fyrir búfé: Skordýr og þari sem fóðurbætir Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðasjóði villtra dýra, WWF, verður að finna nýjan valkost við fóðrun búfjár til að draga úr skógareyðingu og eyðingu náttúrulegra svæða í heiminum. Meðal hugmynda sem hafa komið fram er að fóðra skuli jórturdýr, sérstaklega nautgripi, á þara og skordýrum. Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnunni Extinction and Livestock, sem haldin var í október á síðasta ári, mælir ekkert gegn því að ala búfé að hluta til á skordýrum og þara. Ræktun á fóðri, soja og maís og framleiðsla á fiskimjöli til framleiðslu á fóðri er gríðarlega landfrek og krefst mikils fiskjar. Samkvæmt rökum WWF er mun ódýrara að fóðra búfé á skordýrum og þara en því fóðri sem notað er í dag og auk þess einnig mun umhverfisvænna. Tilraunir við notkun á þessu nýja fóðri er þegar hafin og er sögð lofa góðu. Sem ætti ekki að vera neitt nýtt fyrir íslenska sauðfjárbændur sem hafa lagt stund á fjörubeit fjár allt frá landnámi. /VH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.