Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Ræktunarmarkmið fyrir íslenska sauðfjárrækt voru samþykkt af fagráði í apríl árið 2012. Þar með voru skilgreind markmið fyrir hvern eiginleika og stofninn í heild í samræmi við þá stefnu sem fylgt hefur verið um alllangt skeið. Jafnframt voru settar fram „leiðir til að ná settum markmiðum“ og þar undir nefnd nokkur verkefni sem leggja skyldi áherslu á að yrðu unnin. Fyrir liggur að endurskoða þurfi ræktunarmarkmiðin og þann verkefnalista sem þeim fylgir þar sem sumt á ekki lengur við og annað þarfnast uppfærslu. Almennt um ræktunarmarkmiðin Í stuttu máli má segja að markmiðið sé að rækta frjósamar ær sem bera að jafnaði ekki færri en einu lambi veturgamlar og tveim lömbum eftir það. Að ærnar séu mjólkurlagnar og mjólki vel tveimur bráðþroska lömbum. Lögð er áhersla á vaxtarhraða og bráðþroska í sumarhögum. Rækta skal þéttholda en bollangt fé, þannig að skrokkarnir séu kjötmiklir og hæfilega feitir og staðið sé vörð um bragðgæðin. Varðandi ullina er aðaláherslan á hvíta ull, gæði og magn. Viðhalda skal öllum helstu sérkennum íslensku sauðkindarinnar (litir, ferhyrnt fé, frjósemiserfðavísar), gæta að nauðsynlegum erfðabreytileika í stofninum og leggja áherslu á heilbrigði og endingu fjárins. Við höfum náð árangri í auknum og bættum afurðum líkt og glögglega má sjá ef skoðuð er sú þróun sem átt hefur sér stað í afurðum eftir hverja kind samkvæmt niðurstöðum skýrsluhaldsins. Hlutfall vöðva í lambsskrokknum hefur að öllum líkindum aukist mikið á síðustu árum. Holdfylling og þá ekki síst þykkt bakvöðvans hefur aukist umtalsvert og fitan hefur minnkað líkt og niðurstöður EUROP matsins og ómmælinga staðfesta ef skoðuð er þróun frá síðustu aldamótum. Framfarir sem ættu að gera dilkakjöt að hagkvæmari og betri vöru fyrir afurðastöðvar og neytendur. Við getum verið stolt af íslensku sauðkindinni sem þolir vel samanburð við erlend fjárkyn þegar horft er til lambakjötsframleiðslu. Það eru þó ýmis sóknarfæri í því að gera betur. Til að mynda er á mörgum búum mikil tækifæri fólgin í því að ná fleiri lömbum til nytja og kannski aldrei mikilvægara en nú þegar afurðaverð hefur hrapað að reynt sé að hafa sem mest út úr hverjum framleiðslugrip. Þá er fullt tilefni til að ætla að vaxtarhraða og mjólkurlagni megi bæta mikið, en verið er að rannsaka þá eiginleika og skoða hvernig megi þróa kynbótamat fyrir þunga. Þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að ekkert bendir til þess að við séum komin að endastöð í ræktun fyrir þykkari bakvöðva. Til að geta fetað áfram veginn í vali fyrir auknum afurðum verður að teljast æskilegt að vera vel á verði gagnvart þáttum sem lúta að endingu, heilbrigði og kjötgæðum í víðum skilningi. Þættir sem hafa áhrif á hagkvæmni framleiðslunnar, ímynd hennar og gæði. Því eru nokkur af þeim áhersluverkefnum sem nefnd eru hér að neðan liður í því að afla gagna og þekkingar svo fylgja megi eftir þeim fögru fyrirheitum sem ræktunarmarkmiðin kveða á um. Helstu breytingar Í núverandi ræktunarmarkmiðum er litið svo á að á Íslandi sé eitt fjárkyn og því rætt um forystufé sem undirstofn. Í grein sem birtist í Náttúrufræðingnum árið 2015 ritaðri af Jóni Viðari Jónmundssyni, Lárusi G. Birgissyni, Sigríði Jóhannesdóttur, Emmu Eyþórsdóttur, Þorvaldi Kristjánssyni og Ólafi R. Dýrmundssyni er lagt til að litið verði á forystufé sem sérstakt fjárkyn. Þessi tillaga var síðar studd af fagráði í sauðfjárrækt og staðfest af Bændasamtökum Íslands. Því er litið svo á í dag að á Íslandi séu tvö fjárkyn. Því þarf að uppfæra núverandi ræktunarmarkmið með hliðsjón af þessari breytingu. Þá er í kaflanum „leiðir til að ná settum markmiðum“ nefndar viðbætur sem þyrfti að gera á skýrsluhaldinu s.s. að endursetja litalykil og birta upplýsingar um vaxtarhraða, sem hvorutveggja hefur verið framkvæmt. Þar sem fjallað er um skrokk- og kjötgæði í ræktunarmarkmiðunum er tilgreint að „stefnt skal að því að nær allir innlagðir dilkar fari í holdfyllingarflokk R eða betri, þar af 40% í holdfyllingarflokka E og U. Lagt er til að þetta mark fyrir E og U verði hækkað í 60% í ljósi þess að í dag er 35% – 40% dilka sem ná þessu marki. Áhersluverkefni næstu ára Hér á eftir eru listuð upp verkefni sem fagráð leggur til að bætt verði við kaflann „Leiðir til að ná settum markmiðum“ og eru þá verkefni sem stefnan er að leggja áherslu á næstu misseri og ár. • Setja þarf upp áætlun sem felur í sér vöktun á þáttum sem lúta að kjötgæðum (þ.m.t. þáttum sem tengjast bragðgæðum). Skilgreina þarf hvaða þætti mikilvægast er að horfa á og skilgreina viðmiðunargildi fyrir íslenskt lambakjöt. Skoða þarf hvort ástæða sé til að breyta áherslum varðandi fituflokkun með hliðsjón af niðurstöðum kjötgæðarannsókna. • Endurbæta þarf kynbótamat fyrir skrokkgæði með því að nýta gögn úr líflambadómum og þar með gera kynbótamatið öruggara. • • Vinna þarf að því að teknir séu upp undirflokkar EUROP kjötmatsflokkunarkerfisins við mat á dilkakjöti svo nákvæmara mat fáist á framleiðsluna. • • Unnið skal áfram að þróun kynbótamats fyrir fallþunga. • Hvetja þarf til aukinnar skráningar á fullorðinsþunga áa, m.a. til þess að hægt sé að fylgjast með því hvernig sá eiginleiki er að þróast í stofninum. • Skoða þarf hvaða þættir hafa mest áhrif á endingu ánna út frá skráningum á förgunarástæðum og athuga áhrif erfða á þá eiginleika. • Skoða þarf með hvaða hætti er hægt að nýta upplýsingar um burðarvandamál í ræktunarstarfinu. • Kanna þarf möguleika á nýtingu erfðamengisúrvals í sauðfjárrækt og huga að uppbyggingu gagnabanka af DNA sýnum. • Unnið skal að rannsóknum á erfðagallanum bógkreppu. Þróa þarf DNA-próf svo arfgerðargreina megi gripi m.t.t. gallans og vinna þannig að útrýmingu hans. • Stefna ber að þróun DNA-prófs fyrir hinu svo kallaða Lóugeni svo hagnýta megi þennan stórvirka frjósemiserfðavísi í ræktunarstarfinu á sama máta og Þokugenið. • Til að stuðla að bættum ullargæðum, skal reynt að auka úrvalið af hrútum á sæðingastöðvunum sem eru hreinhvítir eða vel hvítir með góða og mikla ull. Opinn fagráðsfundur Þann 2. mars stendur fagráð í sauðfjárrækt og Landsamtök sauðfjárbænda fyrir opnum fagráðsfundi þar sem mörg áhugaverð erindi verða flutt sem tengjast sauðfjárrækt. Ræktunarmarkmiðin verða tekin þar til umræðu og þar verður því tækifæri fyrir þá sem vilja hafa áhrif á áherslur í ræktunarstarfinu að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Skoða má núgildandi ræktunarmarkmið inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (www.rml.is). Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Ræktunarmarkmið fyrir íslenska sauðfjárstofninn uppfærð Mánadætur. Mannvirkjagerð er mikil áskorun og til að byggja landbúnaðarbyggingu þurfa margir að koma að með mismunandi þekkingu. Þar má nefna. ráðunauta, hönnuði, verkfræðinga, iðnmeistara í viðkomandi iðngrein og söluaðilar á byggingarefnum og þeim tækjabúnaði sem valinn er. Til að allt gangi sem best þurfa að vera mikil samskipti á milli aðila og samræming að vera á milli þeirra sem koma að byggingu hússins. Framkvæmdir út í sveitum kallar á flutning bæði á mannafla og byggingarefnum sem nauðsynlegt er að skipuleggja mjög vel til að halda kostnaði í skefjum. Ákvörðun um uppbyggingu jarða er oft ein stærsta ákvörðun sem bændur taka á sinni búskapartíð og felst í henni oft áratuga skuldbindingar. Framkvæmdir í kjölfar breytinga á reglugerðum og stuðningi Það hafa verið framkvæmdaár til sveita í kjölfar breyttra krafna um aðbúnað nautgripa samkvæmt reglugerð nr.1065/2014 um velferð nautgripa og fjárfestingarstuðning til bænda samkvæmt samningi um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar frá 19 febrúar 2016. Margir bændur hafa undirbúið og hafist handa við framkvæmdir á jörðum sínum í kjölfar þessara samninga. Í mars 2017 var í fyrsta skipti óskað eftir umsóknum til MAST vegna fjárfestingarstuðnings í nautgriparækt. Samkvæmt upplýsingum frá MAST bárust 178 umsóknir vegna fjárfestingaráforma að upphæð 4,9 milljarða með tækjabúnaði, samkvæmt innsendum kostnaðaráætlunum. Þegar árið 2017 er liðið þá hafði fækkaði, í hópi umsækjanda, þeim aðilum sem hófu framkvæmdir, niður í 99 og í árslok höfðu þeir framkvæmt fyrir 2,2 milljarða á árið 2017. Miðað við þann kraft sem er í nautgriparæktinni í dag þá er útlit fyrir að framkvæmdagleði verði hjá bændum næstu árin og umfang á áformum bænda umtalsverð. Það lítur því út fyrir að það sé langt síðan að viðlíka fjárfestingaráform hafi verið uppi í íslenskum landbúnaði eins og eru í dag. Undirbúningur spara tíma og peninga Nútíma fjósbyggingar eru stórar byggingar með miklum tæknibúnaði. Vegna stærðar húsanna og tæknibúnaðar, þá er um mikla fjárfestingu að ræða sem þarf að undirbúa mjög vel, hafa gott og virkt eftirlit með öllum þáttum framkvæmdarinnar til að tryggja eins og kostur er að áætlanir um fjárfestingu gangi eftir. Mjög mikilvægt er fyrir framkvæmdaaðila að ná utan um verkefnið sem lagt er af stað með og að undirbúa verkefnið eins og kostur er áður enn lagt er af stað. Ákvörðun um fjárfestingu og síðan framkvæmdir er ferli sem þarf að vanda og gefa sér tíma til að fara í gegnum og þar gildir að í upphafi skal endirinn skoðaður. Uppbyggingar- og fjárfestingarferli er hægt að skipta upp í eftirfarandi þætti: Forstig • Mat á núverandi stöðu. • Áform um uppbyggingu/ framtíðarsýn. • Rekstrargreining/ fjárfestingargeta. • Endurmat/ ákvörðun um framhald. Undirbúningur fjárfestingar • Frumhönnun. • Kostnaðarmat. • Fjármögnun. • Endurmat/ákvörðun um framhald. • Teikningar. • Byggingaleyfi. Undirbúningur framkvæmda • Verkáætlun. • Fjárstreymisáætlun. • Val á innkaupa aðferðum t.d. beinir samningar/útboð. • Endurmat/ákvörðun um framhald. • Samningar um innkaup undirritaðir. • Skóflustunga. Framkvæmdastig • Byggingaframkvæmdir. • Innkaup. • Eftirlit með framvindu verkefnis. • Fjármagnsflæði. • Lokaúttekt. • Gripir teknir í nýtt hús. Framkvæmdir sem fara fram úr áætlunum Í gegnum tíðina hafa komið upp mörg dæmi þar sem framkvæmdir hafi farið fram úr áætlunum. Eina leiðin sem til er til að komast hjá því að missa tökin á framkvæmdakostnaðinum er að vanda allan undirbúning, ná samningum um eins mikið af verkþáttum sem fyrirhugað er að láta vinna og leggja ekki af stað í framkvæmdir fyrr en búið er að tryggja eins og mögulegt er framkvæmdakostnaðinn. Aðkoma RML getur sparað umtalsverða fjármuni RML hefur á að skipa starfsfólki sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á öllum þáttum sem snúa að undirbúningi fjárfestingar, bútækni og byggingaframkvæmdum. Undanfarið hefur RML unnið að því að styrkja starf sitt til að geta sinnt þörf bænda fyrir óháða ráðgjöf á öllum stigum ákvörðunar um fjárfestingu og framkvæmdir. Stór hluti er að greina hvar hægt er að spara peninga í framkvæmdum og greina hvar eru „opnir tékkar“ og hvað þarf að gera til að halda þeim innan áætlana. Sigurður Guðmundsson rekstrarráðunautur hjá RML sg@rml.is Framkvæmdagleði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.