Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 45

Bændablaðið - 22.02.2018, Síða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 LESENDABÁS Mál er að vakna og vitja um kýr Mál er að vakna og vitja um kýr til vinnu upp að rísa. Dagur ljómar, dimman flýr Drottin skulum prísa. Ingibjörg Jónsdóttir, Fornusöndum Í þessari grein mun ég ræða um landbúnað og dreifbýli á Íslandi. Eins og flestir vita á hvort tveggja nokkuð í vök að verjast en hver er staðan í raun og veru? Kúabúum hefur fækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eru nú varla fleiri en 600. Garðyrkjubýli hafa þróast á svipaðan hátt. Þau eru margfalt færri nú en þegar garðyrkjan byggðist upp á sínum tíma. Sauðfjárræktin og reyndar öll kjötframleiðsla, nautgripa- svína- og alifuglarækt, er í vanda vegna lélegs afurðaverðs. Enda sífellt meira flutt inn af kjöti og þessum greinum þar með gert ókeift að rétta út kútnum. Fyrir næst síðustu alþingis- kosningar voru málefni dreifbýlis til sjávar eða sveita ekki á dagskrá hjá nokkrum flokki, svo eftir væri tekið. Fyrir nýliðnar kosningar hafði afkomuvandi sauðfjárbænda komist í fréttir, svo flokkarnir rönkuðu aðeins við sér, en betur má ef duga skal. Hverjir búa í dreifbýli? Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar bjuggu aðeins 6% þjóðarinnar í dreifbýli í byrjun árs 2017. Það er að segja fólk sem býr í sveit eða smáþorpi með færri en 200 íbúa. Sex prósent er lítill hópur, mikill minnihluti sem hlýtur að mega sín ansi lítils. Til samanburðar má nefna að fólk af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda taldi á sama tíma 12% íbúanna í þessu landi. Allir gera sér grein fyrir veikri stöðu innflytjenda, sem þó eru tvöfalt fleiri en við, sveitafólkið. Í þessu ljósi er ekki skrýtið þó að fáir hafi áhuga eða þekkingu á málefnum hinna dreifðu byggða. Stefna stjórnvalda virðist þó eiga að heita sú að viðhalda og efla byggð og tryggja sæmileg lífsskilyrði í dreifbýli. Í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun 2014- 2017 segir til dæmis: Markmið um viðhald búsetu og atvinnu í sveitum verði skýrð við endurskoðun stuðningskerfis landbúnaðarins. Gott. Stjórnvöld hafa markmið og vilja vinna að þeim með búvörulögum, sem voru endurnýjuð árið 2016. Í fyrstu grein búvörulaganna segir meðal annars: Tilgangur þessara laga er: a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, c. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið, d. að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta, Allt eru þetta göfugt og nauðsynlegt, til að markið náist, sem er að tryggja eða efla búsetu og atvinnu í sveitum. Hvernig gengur að ná þessum markmiðum? Ég tel að liður a. um framfarir og hagkvæmni, hafi að mörgu leyti náð fram að ganga. Hins vegar er framleiðsla búvara ekki í samræmi við þarfir þjóðarinnar, við stöndum ekki í hagkvæmum viðskiptum með búvörur erlendis og kjör þeirra sem landbúnað stunda eru í flestum tilfellum í engu samræmi við kjör annarra stétta, ef frá eru taldir námsmenn og öryrkjar. Ríkisskattstjóri telur til dæmis 161 þús.kr. á mánuði vera eðlilegt reiknað endurgjald fyrir sauðfjárbónda í fullu starfi. Starfsumhverfi landbúnaðarins Búvörusamningar skapa mikinn hluta af starfsgrundvelli hefðbundinna búgreina. Annar grundvöllur, ekki síður mikilvægur, eru tollasamningar og fleira er viðkemur innflutningi. Í vor koma nýir tollasamningar til framkvæmda sem heimila margföldun á innflutningi ótollaðra landbúnaðarafurða, bæði kjöti og mjólkurvörum. Innlend kjötframleiðsla er nú þegar í nógu mikilli kreppu þó að þau ósköp bætist ekki við. Mjólkurframleiðendur standa auk þess í ströngu, nú og á næstunni, við að endurnýja fjósin hjá sér. Það er sannarlega áhyggjuefni fyrir þá grein að fá verðfall og framleiðsluskerðingu ofan í dýrar fjárfestingar. Stjórnvöld reyna að stuðla að „heilbrigðri samkeppni“ eftir kenningum frjálshyggjunnar, á sama tíma og markmiðum um afkomu, byggð og atvinnu er haldið á lofti. Hér vegast á hagsmunir innlendrar framleiðslu annars vegar og innflutnings hins vegar. Til að annar þátturinn lúti ekki algerlega lægra haldi fyrir hinum, þarf að meta afleiðingarnar af ákvörðunum eins og þessum tollasamningum. Mér skilst að stjórnvöld hafi ekki gert það. Afleiðingar hinna nýlegu búvörusamninga voru heldur ekki metnar í aðdraganda þeirra. Í báðum þessum tilfellum er ákveðið að undirrita og lögfesta afdrifaríka samninga og sjá svo bara til hvað gerist. Hvers konar vinnubrögð eru það? Kannski kusu menn að leggja ekki mat á þessa samninga, vegna þess að þeir vildu ekki opinbera hver áhrif þeirra yrðu. Hverjar verða svo afleiðingar þessara samninga, ef þeir fá að halda gildi? Núgildandi búvörusamningar til tíu ára, ásamt nýju tollasamningunum, eru ekkert annað en tímasett áætlun um að leggja niður landbúnað á Íslandi. Hvort sem menn gera sér grein fyrir því eða ekki. Stóraukinn innflutningur á búvörum og afnám greiðslu- markskerfanna bæði í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt, munu í sameiningu hafa þær afleiðingar að rekstrargrundvöllur búvöruframleiðslu á Íslandi brestur. Milljónirnar sem komu til að styðja sauðfjárbændur eftir verðfallið í haust, eru aðeins plástur á sár. Orsakirnar fyrir lágu verði og vanda sauðfjárbænda eru eftir sem áður allar enn fyrir hendi. Ef stjórnvöldum og forystu- mönnum bænda er einhver alvara með að viðhalda búsetu og atvinnu í sveitum, verður að horfast í augu við það hver þróunin hefur verið, hver staðan er núna og hvaða áhrif og afleiðingar það mun hafa að halda áfram á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð. Stefnan í samfélaginu virðist vera sú að fjármunir til landbúnaðar skuli halda áfram að minnka. Og að samkeppni frá útlöndum eigi að aukast. Þetta hefur verið raunin í nokkra áratugi og landbúnaðurinn hefur hagrætt og dregist saman til jafnvægis við sífellt þrengri stöðu. Á sama tíma er öllum ljóst að ef dreifbýli á að haldast í byggð, verður að tryggja þá búsetu með landbúnaði. En einhvern tíma hljótum við að koma að þeim mörkum að stuðningur við landbúnað verði ekki minnkaður án þess að markmiðin fari alfarið fyrir borð. En ef fólk vill ekki hafa aðgang að íslenskri matvöru, ef fólk vill ekki að það sé búið á landsbyggðinni, ef fólk vill ekki að menn hafi vinnu við matvælavinnslu, landbúnað og þjónustu við þær greinar og ef fólk vill ekki halda í íslenska menningu, þá skulum við bara hætta þessu. Við munum aldrei geta stundað alvöru landbúnað hér nema með samkomulagi við okkar eigin þjóð um að svo skuli vera. Búvörusamningana verður að endurskoða og snúa þeim alfarið við áður en það verður of seint. Greiðslumarkskerfin má ekki eyðileggja. Kúabændur verða að halda í kvótakerfið sitt og sauðfjárbændur verða að fá verkfæri til að hafa stjórn á framleiðslunni. Þar er útflutningsskylda örugglega einfaldasta og raunhæfasta leiðin. Tollasamningunum verður að segja upp áður en þeir koma til framkvæmda. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er meira en nægileg ástæða til þess. Ísland án landbúnaðar Ég leyfi mér að líta til framtíðar og horfa vítt yfir sviðið. Hvernig verður Ísland ef við látum sveitabúskapinn renna sitt skeið, vegna þess að forystumenn þjóðarinnar og bænda hafa ekki kjark eða framsýni til að taka alvöru ákvarðanir? Ferðaþjónustan er stunduð þessa dagana líkt og fiskveiðar fyrir tíma fiskveiðistjórnunar. Þá voru allir úti á sjó að veiða og fólk hafði vinnu hringinn í kring um landið. Nú rennur hagnaðurinn af sjávarútvegi í greipar fárra og gömlu sjávarbyggðirnar eru nánast í eyði. Þannig mun ferðaþjónustan alfarið verða ef sveitabúskapur verður nafnið eitt. Þá verður landið nytjað af ferðaþjónustunni eins og hver önnur fiskimið og sú útgerð mun ekki skilja neitt eftir nema skítinn. Þetta hefur gerst í öðrum löndum og mun líka gerast hér ef menn nenna ekki að gera neitt til að skipa málum á annan veg. Mál er að vakna og vitja um kýr, til vinnu upp að rísa. Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir. Skógrækt – er hún rétta framlag Íslands til loftslagsmála? Mikið er rætt um loftslags- breytingar, hver sé sökudólgur og hvað sé hægt að gera. Á Íslandi hefur losun gróðurhúsalofttegunda aukist á síðustu árum því auk mikillar bílanotkunar hafa Íslendingar aukið losun með að aukinni stóriðju. Til að stemma stigu við losuninni – bæta um – þá hefur nær eingöngu verið rætt um að rækta skóg. Framlag Íslands til að stemma stigu við loftslagsbreytingum er að rækta skóg. Lengi var einungis talað um losun kolefnis sem meginorsakavald hlýnunar jarðar. Nýrri rannsóknir sýna hins vegar að dæmið er miklu flóknara en svo og mun fleiri þættir spila inni sem verður að taka með þegar dæmið er gert upp. Bent er á að, auk gróðurhúsalofttegunda (e. biogeochemistry), þurfi að meta eðlisfræðilega þætti (e. biogeophysics) sem hafa ekki síður áhrif á loftslag og hitastig jarðar en gróðurhúsalofttegundirnar. Stungið hefur verið uppá stuðli CRV (e. Climate Regulation Value) sem tæki betur á heildaráhrifum á loftslag jarðar1,2 þar sem báðir áðurnefndir þættir hefðu vægi. Eðlisfræðilegu þættirnir eru fyrst og fremst endurkast sólarljóssins (kallast á fræðimáli albedo), og uppgufun/útgufun plantna og þar með vatnsbúskap. Hversu mikið hlutur endurkastar eða tekur upp af sólarljósi hefur gríðarlega áhrif á hitastig hans – svartur kassi hitnar mikið í sól meðan hvítur helst nokkuð kaldur. Sama gildir um dökka skógarþekju barrskóga – skógur tekur mjög mikið upp af sólarorkunni og hitinn helst að landinu en endurkastast ekki. Snjór aftur á móti getur endurkastað nær öllu sólarljósinu – við finnum greinilega fyrir margföldum sólargeislunum á skíðum. Endurkast sólarljóss frá snjó er 0.8-.0.9 (80-90%) meðan endurkast fyrir barrskóg er 0.08- 0.15. Á norðurslóðum, þar sem snjór liggur marga mánuði á ári þá hefur barrskógurinn mikil áhrif á hitabúskap – hann hitar landið verulega. Frá barrskógum á norðurslóðum er hið litla endurkast ljóss og meðfylgjandi hitaupptaka talin hafa ekki minni áhrif en gróðurhúsalofttegundir á hitastig jarðar9. Fjölmargar vísindagreinar hafa birst á undanförnum árum þar sem verið er að greina áhrif skóga á loftslag. Þeim ber öllum saman um að nauðsynlegt sé að vernda, viðhalda og auka umfang hitabeltisskóga og skóga á suðlægum breiddargráðum. Á norðurslóðum eigi hins vegar alls ekki að planta skógi því hann hækki hitastig jarðar. Fjölmargar rannsóknir sýna nú að það eru mörk hvar skógrækt leiði til kólnunar – norðan við þau mörk leiði skógrækt til hlýnunar. Mörkin hafa verið sett við 40°N breiddar – eða við suður Evrópu3 og jafnvel enn sunnar í Bandaríkjunum4. Þessar niðurstöður hafa leitt til þess að lagt er til að minnka umfang skóga á norðurslóðum3,5. Laufskógar hafa mikil áhrif á vatnsbúskap vegna mikillar uppgufunar frá laufþekjunni. Aukinn laufskógarþekja á norðurslóðum er talin auka á hlýnun jarðar vegna áhrifa laufskógarins á vatnsbúskap5,6,7,8. Við plöntun trjáa í skógrækt er almennt talið nauðsynlegt að opna landið, að rista ofan af eða plægja þar sem plantað er. Næst á eftir hafinu er meginhluta kolefnis að finna í jarðvegi. Þetta kolefni er m.a. bundið í lífræn efni sem, þegar koma upp í andrúmslofið, fara að brotna niður og gefa frá sér koltvísýring. Allt jarðrask eykur því verulega losun kolefnis. Við útplöntun eru trjáplönturnar litlar og binda lítið kolefni á sama tíma og jarðvegurinn umhverfis þær er að losa kolefni. Skógræktarsvæði eru því í að losa árin eftir útplöntun – í 10–30 ár. Fyrst eftir það fari svæðið að binda kolefni. Síðan taki við tímabil nettó bindingar kolefnis í skóginum, fram að þeim tíma að jafnvægi kemst á, oft eftir 30–80 ár þegar losun verður jöfn bindingu4. Þá þurfi að höggva skóginn aftur og nettó binding hefst ekki aftur fyrr en að undangengnu nýju losunartímabili eftir raskið við skógarhöggið. Í dag er, í mun meira mæli, verið að horfa til kolefnisbindingar í öðrum vistkerfum en ræktuðum skógi, vistkerfi sem ekki þarfnast reglulegs rasks til að framkalla bindingu. Graslendi er eitt slíkt vistkerfi. Í graslendi myndar kolefni jarðveg og þar virðist ekkert vera nein mörk á bindingunni – binding í jarðvegi veldur jarðvegsþykknun10. Vegna þess sem að ofan greinir verður að endurskoða þær hugmyndir að planta skógi á Íslandi til að vinna á móti hlýnun jarðar – hið sanna er trúlega að hún gerir þvert hið öfuga – að skógrækt á norðurslóðum, þar á meðal Íslandi, leiði til aukinnar hlýnunar jarðar. 1. Nature Clim.Change, 2:177- (2012) 2. Nature Clim.Change, 2:151- (2012) 3. Nature 479:384- (2011) 4. Geophys. Res. Lett., 44:2493– (2017) 5. J.Geophys.Res. Atmos. 121:14.372- (2016) 6. Science 320:1444- (2008) 7. PNAS 10:1295- (2010) 8. Nature Clim.Change, 22:2035- (2012) 9. Environ.Res. Letters, 7,045902 (2012) 10. Global Change Biology 21:3748 (2015) Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Cand. Agric., M.Sc., PhD Prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.