Bændablaðið - 22.02.2018, Page 49

Bændablaðið - 22.02.2018, Page 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. febrúar 2018 Þytur í laufi Fallegur prjónaður púði með gatamynstri. Mál: ca 45 x 45 cm – púðaverið passar fyrir kodda 50 x 50 cm það er fallegra ef það strekkist aðeins á verinu. Garn: DROPS Merino Extra Fine, 400 g litur 08, ljós beige. Prjónar. Sokkaprjónar og hringprjónar 40 cm nr 3 - eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum. PÚÐI: Stykkið er prjónað í hring í ferning á sokkaprjóna/ hringprjóna með byrjun frá miðju á ferning. Prjónuð eru 2 alveg eins stykki sem síðan eru saumuð saman. Fitjið upp 8 lykkjur á sokkaprjón 3 með Merino Extra Fine. Prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (= 2 lykkjur) alls 4 sinnum í umferð – lesið MYNSTUR að ofan. Skiptið yfir á hringprjón þegar aukið hefur verið út nægilega margar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll mynstureining A.1 hefur verið prjónuð til loka eru 128 lykkjur í umferð. Setjið 4 prjónamerki án þess að prjóna þannig: Setjið fyrsta prjónamerkið í byrjun umferðar, annað prjónamerki eftir 32 lykkjur, setjið þriðja prjónamerkið eftir 32 lykkjur og setjið fjórða prjónamerkið eftir 32 lykkjur, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.2 (= 2 lykkjur), A.3 yfir næstu 28 lykkjurnar (= 2 mynstureiningar með 14 lykkjum) og A.4 (= 2 lykkjur) *, prjónið *-* alls 4 sinnum í umferð. Þegar A.2/A.3/A.4 er lokið á hæðina eru 60 lykkjur á milli hverra prjónamerkja (= 240 lykkjur í umferð). Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.2 (= 2 lykkjur), A.3 yfir næstu 56 lykkjurnar (= 4 mynstureiningar með 14 lykkjum) og A.4 (= 2 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 4 sinum í umferð. Þegar A.2/A.3/A.4 er lokið á hæðina eru 88 lykkjur á milli hverra prjónamerkja (= 352 lykkjur í umferð). Ferningurinn mælist ca 45 x 45 cm. Fellið laust af – lesið AFFELLING að ofan. Prjónið annað stykki alveg eins. FRÁGANGUR: Leggið ferningana saman með röngu á móti röngu. Saumið 3 af hliðunum kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið kodda í verið og saumið síðan meðfram síðustu hliðinni. Mynstur: = slétt frá réttu = brugðið frá réttu = 2 lykkjur slétt saman = takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman = á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn = á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 1 5 8 2 3 9 4 1 7 5 8 1 4 5 8 2 4 5 9 4 6 3 1 1 4 7 9 1 3 7 5 9 6 2 5 3 2 5 9 4 7 Þyngst 4 6 2 7 6 5 4 9 8 3 7 6 9 1 2 7 1 2 3 8 5 6 8 3 9 3 2 4 3 5 2 7 1 7 8 5 8 3 2 1 5 7 3 4 8 9 1 4 8 6 7 8 7 3 5 4 9 5 7 2 6 1 9 4 1 8 4 3 5 9 1 2 5 2 3 4 2 9 6 7 3 1 7 8 5 3 5 4 Steig aldrei á bremsur nar á Tenerife Bergsteinn Jökull er níu ára og býr á Melrakkasléttu. Nafn: Bergsteinn Jökull Jónsson. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Krabbi. Búseta: Reistarnes á Melrakkasléttu. Skóli: Öxarfjarðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Frímínútur og smíðar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld. Uppáhaldskvikmynd: Maze runner. Fyrsta minning þín? Þegar ég sat hjá Dodda afa og borðaði matarkex. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi frjálsar íþróttir. Svo æfi ég gítar og trommur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bílaviðgerðarmaður, smiður, veiðimaður og You Tuber. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í Go Kart á Tenerife og ég steig aldrei á bremsurnar. Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt árinu? Hafa gaman og vera með fjölskyldunni. Næst » Bergsteinn ætlar að skora á Ísabellu á Gilsbakka að svara í næsta blaði. HANNYRÐAHORNIÐ FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.