Bændablaðið - 12.04.2018, Síða 7

Bændablaðið - 12.04.2018, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Metþátttaka var á pönnukökunámskeið sem Kvenfélag Selfoss stóð nýlega fyrir í Selinu, aðstöðu félagsins, því 17 stelpur skráðu sig á námskeiðið. Enginn strákur skráði sig að þessu sinni. Stelpurnar lærðu frá grunni hvernig pönnukökur eru gerðar, hvernig þær eru meðhöndlaðar eftir bakstur og loks fengu þær að smakka á pönnukökunum sem þær bökuðu. Námskeiðið tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með það, bæði hjá þátttakendum og kvenfélagskonunum sem stóðu fyrir því. Á myndinni eru þátttakendur námskeiðsins, ásamt kennurum og forsvarskonum kvenfélagsins. /MHH Pönnukökunámskeið Kvenfélags Selfoss sló í gegn MÆLT AF MUNNI FRAM V arla gerast vísurnar nýrri en næstu fjórar sem Magnús Halldórsson, nú baðvörður á Hvolsvelli, orti um sexleytið í morgun, sunnudaginn þann 8. apríl. Magnús hafði, sem jafnan fyrr, vaknað til gegninga kl 7. Þegar hann, heimkominn frá morgunverkum, áttaði sig á því að klukkan hafði hringt hann á lappir klukkustund fyrr en skyldi, þá vitjar hann rekkju sinnar aftur. Þar ríkti kyrrðin ein og engin sýnileg merki þess að hans væri þar beðið sérstaklega, þá fóru hendingar að hefjast á flug innra með honum. Þá leitaði hugurinn ákaft þeirra náttúrustaða sem helst fanga ferðamenn á Suðurlandi. Ljóð Magnúsar nefnist „Hagvöxtur“: Efst á Apavatnshæðum er útskitin lítil tó og funheit af gjaldeyrisglæðum í gallharðri nútímafró. Nú túrhestar vilja svo víða sér velta á jöklum í snjó. Áfram samt lækirnir líða og liðast um hvannamó. Ég sé þarna labbandi „looser“, hann lifir þó fremur spart, og svo er þar kona á „Cruiser“, hún klæðir sig voða smart. Og skreyttur er himinninn skýjum, hér skínandi þotum er beitt. Í jóreyk frá járnfákum nýjum af Jónasi sést ekki neitt. Það er alþekkt meðal hagyrðinga, að þeir fyllist hugljómun við lestur hugverka annarra skálda. Þess sjást glögg merki í ofanskráðu ljóði Magnúsar Halldórssonar. Þannig fór einnig Tjarnarbræðrum, þeim Hjörleifi, Þórarni og Kristjáni Hjartarsonum frá Tjörn í Svarfaðardal, þá þeir samankomnir sungu af mikilli tilfinningu hina landsþekktu vísu Sigurðar í Krossanesi, „ Fljót er nóttin dag að deyfa“ o.s.frv. Hafandi sungið þessa snjöllu vísu fóru þeir að velta því fyrir sér, hvort Siggi hefði í reyndinni komist heim þrátt fyrir lausa skeifu undir Blesa. Fóru þeir að fella í rím hugrenningar sínar um framvindu ferðalags Sigga á Blesa. Til að raungera aðstæður þá hefja þeir hugverkið auðvitað á frumgerð vísunnar hans Sigga í Krossanesi: Fljót er nóttin dag að deyfa, dimman færist yfir geim. Undir Blesa skröltir skeifa, skyldi hún ekki tolla heim. Síðan fara þeir Tjarnarbræður að hekla hug renningar sínar um framhald ferðarinnar á Blesa: Jörðu merlar mánageisli mjöllin þekur fjallageim, upp í Blesa er ekkert beisli ætli hann muni rata heim. Augafullur, allur skakkur, á öðrum skónum laus er reim. Uppi á Blesa er enginn hnakkur ætli ég muni tolla heim. Fannabreiður fylla gjótur, fagurt er í þessum geim. Undir Blesa er enginn fótur ég efast um hann komist heim. Er ég nú á ólmu trippi , ægilegum gangsteri. Undir Blesa er ekkert typpi, ætli hann sé transmeri. Illa drukkinn eins og sauður, um það ritar fjölmiðill. Undir Blesa er ég dauður, ætli hann sé náriðill. Sitjandi í sinugresi, sálin bæði hrygg og „leim“. Undir mér er enginn Blesi, ætli hann sé farinn heim. Vafist getur fyrir fleirum en Tjarnarbræðrum að skilgreina allan fjölda þeirra kyngreininga sem notaðar eru í dag: Víst er gott að vera saman, vex mér þor og ásmegin. Undir Blesa er ekkert gaman, ætli hán sé kynsegin. 199 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Stúlkurnar 17 með leiðbeinendum sínum á pönnukökunámskeiðinu á Selfossi. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. LÍF&STARF Göngugarparnir frá Selfossi og Hveragerði þegar hóparnir hittust í Hveragerði í Dymbilvikunni. Mynd / MHH Gönguhópar skiptast á heimsóknum Á Selfossi eru starfandi tveir gönguhópar eldri borgara. Sá á Selfossi er skipaður 12 körlum sem ganga alla virka daga ársins um klukkutíma á dag. Í Hveragerði er hins vegar hópur af körlum og konum sem ganga einu sinni í viku að minnsta kosti klukkutíma í senn. Báðir hóparnir gera ýmislegt annað fyrir utan gönguna, eins og á fara í vorferð, heimsóknir til fyrirtækja og þess háttar. Nýlega heimsótti hópurinn á Selfossi Hvergerðingana þar sem boðið var upp á flottar móttökur, göngu í skógræktinni undir Hamrinum. Fengu allir páskaegg og lásu málshættina upphátt fyrir hina. Næst fara Hvergerðingar á Selfoss. /MHH Íslenska lambakjötið er algerlega einstakt Kjötsala á útimörkuðum er algeng sjón víða um Evrópu. Bærinn Christchurch við strönd Ermasundsins í Suður-Englandi er þar engin undantekning. Tíðindamaður Bændablaðsins átti leið þar um og hitti kjötsala sem selur undir nafninu Reynolds beint úr sínum flutningabíl. Var hann með á boðstólum kjöt af ýmsum toga úr viðkomandi héraði, en þarna er töluverð sauðfjárrækt. Þegar hann vissi um uppruna komumanns sagði hann að íslenska lambakjötið væri alveg einstakt og ótrúlega gott. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa getað boðið slíkt til sölu hjá sér og ekki hafði hann heldur komið til Íslands. Íslensku lambakjöti hafði hann þó kynnst af eigin raun þegar vinur hans gaukaði að honum vænum bita frá Íslandi. Sagði hann kjötið hafa bragðast einstaklega vel og það væri ekki líkt neinu öðru lambakjöti sem hann hafi smakkað.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.