Bændablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
RÚÐUR Í MIKLU ÚRVALI
John Deere
Zetor
Case IH
McCormick
Steyr
Claas
Ford
Fiat
New Holland
Deutz-Fahr
Massey Ferguson
EIGUM TIL Á LAGER RÚÐUR Í FLEST ALLAR
GERÐIR DRÁTTARVÉLA – FRÁBÆR VERÐ
SÉRPÖNTUM RÚÐUR Í ALLAR GERÐIR
DRÁTTARVÉLA MEÐ SKÖMMUM FYRIRVARA
Beltone ™
Enn snjallari
heyrnartæki
HEYRNARSTÖ‹IN
Be
lto
ne
T
ru
st
g
en
gu
r m
eð
iP
ho
ne
X
o
g
el
dr
i g
er
ðu
m
, i
Pa
d
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sl
óð
),
iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sl
óð
) m
eð
iO
S
eð
a
ný
rr
a
st
ýr
ik
er
fi.
A
pp
le
, i
Ph
on
e,
iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
s
em
ti
lh
ey
ra
A
pp
le
In
c,
s
kr
áð
í
Ba
nd
ar
ík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Um 60 manns sóttu íbúaþing á Þingeyri:
Tveir megin drifkraftar í byggðaþróun
Ef samgöngur eru góðar,
atvinnulífið öflugt og íbúar
kraftmiklir, er samfélaginu á
Þingeyri og við Dýrafjörð allir
vegir færir. Þetta eru niðurstöður
tveggja daga íbúaþings sem haldið
var í Félagsheimilinu á Þingeyri
nú nýverið.
Um sextíu manns tóku þátt í
þinginu, sem hófst með því að sýnt
var myndband um Þingeyri, unnið af
nemendum á miðstigi grunnskólans,
og nemendur tónlistarskólans komu
fram.
Á allra næstu árum munu
skapast ný tækifæri með opnun
Dýrafjarðarganga og tilkomu
ljósleiðara og spurning er hvernig
íbúar vilja nýta möguleikana.
Fjallað er um íbúaþingið á vef
Byggðastofnunar. Samkvæmt
umræðum á íbúaþinginu skiptir
máli að byggja á því sem þegar
er til staðar og orðið er rótgróið í
samfélaginu en jafnframt að leita
nýrra leiða og sýna framsækni til
að leiða Þingeyri og nágrenni inn
í framtíðina.
Fiskverkun undirstaðan en huga
þarf einnig að nýsköpun
Fram kom að fiskverkun er
undirstöðuatvinnugrein á Þingeyri
og að renna þurfi styrkari stoðum
undir hana, auk þess sem horft er
til fiskeldis. Halda ætti áfram að
þróa víkingaferðaþjónustu og nýta
önnur sóknarfæri í ferðaþjónustu.
Samhliða þurfi að auka aðra
nýsköpun og skapa umhverfi fyrir
frumkvöðla og minni fyrirtæki og
þar bera íbúar miklar væntingar
til Blábankans. Fjárfesta þarf í
fólki og skapa enn betri skilyrði
fyrir ungar fjölskyldur, t.d. með
sveigjanleika í leikskóladvöl og
auknu tómstundastarfi.
Þó nú styttist í hin langþráðu
Dýrafjarðargöng, þarf jafnframt að
bæta vetrarþjónustu, marka stefnu
um Þingeyrarflugvöll og huga að
umferðarmálum í þorpinu og næsta
nágrenni. Lagning ljósleiðara er í
farvegi og æskilegt að hann verði
kominn fyrir árið 2020.
Styrkja þarf samvinnu
Styrkja þarf samvinnuna milli íbúa
við Dýrafjörð og stjórnsýslunnar
á Ísafirði og lofaði samtalið á
íbúaþinginu góðu. Gengið er út
frá því að áfram verði hátt hlutfall
skammtímaíbúa, sem margir vildu
líta á sem styrkleika, og m.a. kanna
hvort eigendur frístundahúsa væru
tilbúnir að bjóða þau til leigu yfir
afmarkaðan tíma.
Á þinginu var rætt um
umhverfismál og stefnu til framtíðar,
með áherslu á sjálfbærni og fram
kom mikill metnaður fyrir fallegri
ásýnd og snyrtimennsku. Auðlegð
í sögu Dýrafjarðar var kortlögð og
einnig var varpað fram hugmyndum
um söfn, markaðssetningu á
afurðum úr héraði og rými fyrir
listagallerí, fyrir dýrfirska listamenn
og gesti.
Öll vötn til Dýrafjarðar
Íbúaþingið markar upphaf að
verkefni Byggðastofnunar,
Brothættum byggðum, á Þingeyri
í samstarfi við heimamenn,
Ísafjarðarbæ og Vestfjarðastofu og
er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum
þessara aðila. Nú verður unnin
samantekt um skilaboð þingsins,
sem verður, ásamt stöðugreiningu,
efniviður fyrir verkefnisáætlun,
með framtíðarsýn og markmiðum
fyrir byggðaþróunarverkefni sem
staðið getur í allt að fjögur ár.
Á næstu árum munu opnast
margvísleg tækifæri þegar Þingeyri
verður miðsvæðis á Vestfjörðum
og getur byggðaþróunarverkefnið
verið farvegur fyrir þá sókn, enda
var því á þinginu gefið heitið „Öll
vötn til Dýrafjarðar“. /MÞÞ
Um sextíu manns tóku þátt í þinginu.
menn, Ísafjarðarbæ og Vestfjarðastofu og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila.
félaginu á Þingeyri og við Dýrafjörð
allir vegir færir.
Ráðrík kannar viðhorf íbúa í A-Hún. til sameiningar:
Atvinnumál fyrirferðarmest
í sameiningarumræðunni
Ráðrík ehf. hefur efnt til sex opinna
funda í Austur-Húnavatnssýslu til
að kanna viðhorf íbúanna til þess
að sameina sveitarfélögin.
Fundarsókn fór fram úr björtustu
vonum en alls mættu á þriðja
hundrað manns á fundina. Það var
misjafnt hvaða málaflokkar brunnu
á íbúum og fór það eftir því hvar í
sýslunni var fundað. Til að mynda
voru fjallskil ofarlega á baugi í
Húnavatnshreppi og Skagabyggð.
Jafnframt brunnu skólamálin á
íbúum Húnavatnshrepps. Þá voru
íþrótta- og æskulýðsmálin rædd
og velt upp möguleikum sem gætu
myndast í sameinuðu sveitarfélagi.
Fjölbreyttara atvinnulíf
Atvinnumálin voru þó fyrirferðarmest
í umræðunni og þá sérstaklega
sóknarfæri í ferðaþjónustunni sem
þykir óplægður akur í sýslunni.
Uppbygging á fjölbreyttara
atvinnulífi er forsenda viðsnúnings
í mannfjöldaþróun í sýslunni, að því
er fram kemur í frétt á vef huna.is.
Ráðgjafar hjá Ráðrík ehf. munu
hitta sameiningarnefndina í lok
mánaðarins og fara yfir stöðu mála.
Þá verður gert hlé á vinnunni fram
yfir sveitarstjórnarkosningar sem
fram fara þann 26. maí næstkomandi.
/MÞÞ
iblb . s F obcea ok