Bændablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 33

Bændablaðið - 12.04.2018, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 - - - 414 1000 Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2018 verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en þar segir: „Styrkri til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga“. Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða endurbætur hitastýringarkerfa og önnur verkefni sem leiða til minni raforkunotkunar við hitun. Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til: • Að verk- og kostnaðaráætlun sé vönduð og ítarleg. • Að raunsætt mat sé lagt á áætlaðan raforkusparnað. • Hlutfalls orkusparnaðar miðað við kostnað Umsóknarfrestur er til 18. Apríl 2018 Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 18. júní 2018 Umsóknum skal skila rafrænt af vef Orkustofnunar www.os.is undir Orkusjóður Nánari upplýsingar á www.os.is og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Símar 569 6083 – 894 4280 – Netfang jbj@os.is ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2018 Sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu: Góð fjárhagsstaða og eignir upp á 4,5 milljarða Fjárhagsstaða fjögurra sveitar- félaga í Austur-Húna vatnssýslu sem hyggja á sameiningu er góð, en öll skiluðu þau jákvæðri niðurstöðu fyrir árið 2016, að því er fram kemur í minnisblaði sem er að finna á nýjum vef um sameiningarmál í sýslunni. Heild ar eignir sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu ásamt byggðasamlögum námu samtals um 4,5 milljörðum í loks ársins 2016. Þegar skuldir og skuldbindingar sveitarfélaganna eru brotnar niður á íbúa er nokkur munur á stöðunni eftir sveitarfélögum. Hæstar voru skuldirnar í Blönduósbæ og námu þær um 1,4 milljónum á íbúa árið 2016. Á Skagaströnd námu þær um 960 þúsund krónur á íbúa, í Húnavatnshreppi 471 þúsund á íbúa og tæpar 260 þúsund á íbúa í Skagabyggð. Hæstu tekjurnar í Húnavatnshreppi Hæstar tekjur á hvern íbúa árið 2016 voru í Húnavatnshreppi og námu þær rúmri milljón króna. Næsthæstar voru tekjurnar á Skagaströnd, eða um 986 þúsund á hvern íbúa, á Blönduósi námu þær 974 þúsund krónum og í Skagabyggð 962 þúsund á íbúa. Í lok árs 2016 voru hæstar eignir á hvern íbúa á Skagaströnd, eða rúmar 3 milljónir, og næsthæstar á Blönduósi, tæpar 2 milljónir. Eignir á hvern íbúa í Húnavatnshreppi námu tæplega 1,3 milljónum og tæpri milljón í Skagabyggð. Nýr upplýsingavefur Nýr upplýsingavefur um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hefur verið opnaður en þar má finna upplýsingar af ýmsu tagi, fréttir og tilkynningar, fundargerðir, minnisblöð og hvaðeina sem tengist mögulegri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra, Húnavatnshrepps, Blönduósbæjar, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Vefslóðin er sameining.huni.is. Upplýsingavefurinn er samstarfsverkefni Húnahornsins, sameiningarnefndar A-Hún. og Ráðrík ráðgjafa. Hann er í umsjón og á ábyrgð Húnahornsins – fréttavefs Húnvetninga í 17 ár. Upplýsingar sem á vefinn koma eru frá sameiningarnefndinni og Ráðrík ráðgjöfum. Aðra almenna textavinnslu sér Húnahornið um. Ljósmyndirnar í haus vefsins voru teknar af Höskuldi B. Erlingssyni. Vefurinn er einnig hannaður fyrir snjalltæki og er því mjög aðgengilegur í t.d. sjallsímum. Opnir fundir fyrir íbúa Svanfríður Jónasdóttir hjá Ráðrík ráðgjöf segir á vef Húna upplýsingavefinn mjög mikilvægan til þess að allir geti fylgst með og kynnt sér þá vinnu sem er í gangi í tengslum við framtíðarskipan sveitarstjórnarmála í A-Hún. Hún segir mikilvægt að sem flestir hafi tök á að kynna sér sameiningarmálefnin, geti rætt málin og komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Í undirbúningi er að halda opna fundi á sex stöðum í sýslunni strax eftir páska. „Þeir verða opnir öllum íbúum, þ.e.a.s. þú þarft ekki að mæta á fundinn sem er næstur þínu heimili, heldur getur sótt hvaða fund sem er til að taka þátt í umræðu um framtíðarskipan sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu,“ segir Svanfríður. /MÞÞ Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 26. apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.