Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Margvíslegur ávinningur með heilsársvegi yfir Kjöl að mati flutningsmanna þingsályktunartillögu: Aukið öryggi, meiri umhverfisvernd og betri tenging milli landshluta – Lagt til að um einkaframkvæmd verði að ræða og notendagjöld innheimt Fram hefur verið lögð á Alþingi þingsályktunartillaga um að samgöngu- og sveitarstjórnar- ráð herra verði falið að hefja undirbúning að endurnýjun vegar- ins yfir Kjöl sem heilsársvegar með einkaframkvæmd. Á ráðherra að gera forkönnun á umhverfisáhrifum og samfélags- legum og efnahagslegum áhrifum framkvæmdarinnar, m.a. á ferða- þjónustu, byggðaþróun og nátt- úru vernd. Samkvæmt tillögunni er stefnt að því að undirbúningi framkvæmda ljúki fyrir 1. febrúar 2019 og framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi. Flutningsmenn tillögunnar eru sjálfstæðismennirnir Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og Haraldur Benediktsson. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að mörg rök hnigi að því að endurbæta vegarkaflann, þar megi nefna öryggissjónarmið, byggðasjónarmið og sjónarmið um umhverfisvernd. Þá hafi Samtök ferðaþjónustunnar lýst sárum vonbrigðum með að vegarkaflinn hafi ekki fengið brautargengi í síðustu samgönguáætlun og bent á mikilvægi þess að vegasamgöngur milli landshluta verði bættar, ekki síst vegna stóraukins ferðamanna- straums síðastliðinna ára. Telja verði fullkannað að samgöngubætur hafi jákvæð áhrif á öryggi, nærsamfélag og efnahag. Fornir hálendisvegir í niðurníðslu Talsvert hefur undanfarin ár verið fjallað um að stytta leiðir milli landshluta með bættum hálendisvegum, þannig megi t.d. tengja betur saman fjölmennustu byggðir landsins. Til séu gögn um nokkrar þeirra leiða sem lagst hefur verið í rannsóknir á. Bent er á í greinargerð að fornir hálendisvegir séu í niðurníðslu og flokkist fremur sem slóðar en vegir. „Kjalvegur hefur frá landnámsöld verið mikilvæg samgönguæð milli norður- og suðurhluta landsins og þrátt fyrir mikla uppbyggingu á hringveginum síðustu áratugi er mikilvægi vegarins enn mikið. Þrátt fyrir það hefur veginum ekki verið haldið við eins og nauðsynlegt er. Hér er lagt til að vegurinn yfir Kjöl verði endurnýjaður og lagður bundnu slitlagi þannig að unnt verði að halda honum opnum mestan hluta ársins og að verkefnið verði unnið sem einkaframkvæmd,“ segir í tillögunni. Styrkur fyrir landbúnaðarhéröðin Betri vegir um hálendið mundu ekki einungis auka ferðaþjónustu á einstökum stöðum og styrkja þannig hverja byggð fyrir sig heldur gæfist með betri hálendisvegum tækifæri til að styrkja landsbyggðina í heild með aukinni samvinnu og samkeppni milli einstakra byggðarlaga. Nýjar og góðar samgönguleiðir mundu styrkja landbúnaðarhéruð hvarvetna og heilsársvegur yfir Kjöl mundi tengja saman landbúnaðarsvæði á Suður- og Norðurlandi. Hringvegurinn yrði þá ekki eina greiðfæra leiðin heldur opnuðust fleiri möguleikar með styttri hringleiðum sem gætu hentað fleirum, bæði einstaklingum og ferðaþjónustuaðilum og aðilum í öðrum atvinnurekstri. Norðvesturland hefur farið nokkuð halloka í atvinnu- og byggðamálum síðustu áratuga og þar hefur íbúum og störfum fækkað jafnt og þétt. Heilsársvegur yfir Kjöl mundi styrkja atvinnulíf í landshlutanum auk þess sem ferðaþjónusta getur skipt grundvallarmáli þegar kemur að því að viðhalda lágmarksþjónustu í litlum byggðarlögum þar sem íbúafjöldi stendur ekki undir henni einn og sér. Bætt umferðaröryggi Benda flutningsmenn á að nýr og bættur vegur yfir Kjöl bæti umferðaröryggi á hálendinu og minnki líkur á slysum. Lögregla og björgunarsveitir ættu greiðari aðgang að hálendinu m.a. til að fylgjast með og vakta aukna umferð, en heilsársvegur yfir Kjöl nýttist einnig sem neyðartenging milli Norður- og Suðurlands. Endurbætur á Kjalvegi mundu einnig styrkja náttúruvernd á hálendinu. Utanvegaakstur þar er viðvarandi vandamál sem ógnar náttúrunni víða og nauðsynlegt er að sporna við. Standi undir sér með notendagjöldum Í tillögunni felst að endurgerð Kjalvegar verði einkaframkvæmd, þannig að einkaaðili taki að sér fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins í umboði hins opinbera. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi undir sér að öllu leyti með notendagjöldum með svipuðum hætti og staðið hefur verið að málum varðandi Hvalfjarðargöng, þar sem gjöldin hafa staðið undir fjármögnun, rekstri og viðhaldi ganganna. Það væri á könnu hins opinbera að heimila framkvæmdina og setja um hana reglur. /MÞÞ hálendisvegum tækifæri til að styrkja landsbyggðina í heild með aukinni samvinnu og samkeppni milli einstakra byggðarlaga. Bættur vegur um Kjalveg með bundnu slitlagi myndi auk þess draga stórlega úr rykmengun og kostnaði vegna skemmda á ökutækjum. Myndir / HKr. á hálendinu og minnki líkur á slysum. Endurbætur á Kjalvegi mundu einnig styrkja náttúruvernd á hálendinu, að Gesto vinnubuxur Stretch-buxur. Vinnubuxur úr teygjanlegu efni fyrir fólk á ferðinni! Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.