Bændablaðið - 12.04.2018, Page 57

Bændablaðið - 12.04.2018, Page 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Bógkreppa er erfðagalli sem þekktur er í sauðfé hér á landi. Um er að ræða víkjandi erfðagalla sem veldur vansköpun. Einkenni vansköpunarinnar eru snúnir/ krepptir fætur um hné og lömbin laus um bóga og eiga því mjög erfitt með að komast á legg. Lömbin geta verið eðlileg að öðru leyti þó ýmis vansköpun á höfði fylgi stundum með, s.s. lengri neðriskoltur, smá eyru og stórt höfuð. Sett hefur verið á laggirnar rannsóknarverkefni, sem LBHÍ og RML standa að, sem hefur það að markmiði að staðsetja erfðavísinn sem veldur bógkreppu þannig að hægt verði að prófa gripi fyrir gallanum og þannig stuðla að útrýmingu hans. Til þess að tryggja nægan efnivið í rannsóknina væri eftirsóknarvert að fá lífsýni úr lömbum sem sýna einkenni bógkreppu. Hér með er þess farið á leit við sauðfjárbændur sem fá slík lömb á komandi sauðburði að hafa samband við undirritaðan sem mun leiðbeina með mögulega sýnatöku. Mikilvægt er að ætterni sé þekkt á lambinu og æskilegt að ná myndum sem sýna vansköpunina. Rannsóknir á Tilraunastöðinni á Keldum og við dýra sjúkdómadeild Háskólans í Bern í Sviss hafa vakið vonir um að bólusetning í eitla með hreinsuðum ofnæmisvökum í ákveðinni ónæmisglæðablöndu geti verið vænleg leið til að bólusetja hesta hér á landi til varnar gegn sumarexemi. Íslenskir hestar sem fluttir eru út eru í mikilli hættu á að fá sumarexem, sem er ofnæmi gegn biti mýflugna (Culicoides spp) sem kallaðar hafa verið smámý eða lúsmý á íslensku. Allt að 50% af útflutningshrossum fær exemið við slæmar aðstæður en einungis um 10% íslenskra hesta sem fæddir eru erlendis. Sumarexem er því alvarlegt vandamál fyrir hrossaútflutninginn og mjög hvimleitt og sársaukafullt fyrir hestana. Nú hefur fengist styrkur frá Rannsóknasjóði Rannís til lokaþróunar tilraunabóluefnisins og prófunar við raunaðstæður. Segja má að styrkurinn komi á ögurstund í þessu mikilvæga verkefni og er mikil viðurkenning á þeim grunnrannsóknum sem liggja að baki. Stærsti hluti verkefnisins er hin svokallaða áskorunartilraun sem felst í því að bólusetja hesta og flytja þá í kjölfarið út á flugusvæði í Evrópu ásamt óbólusettum samanburðarhestum. Þetta þyrftu að vera a.m.k. 40 hross sem verða haldin á sama svæði í þrjú ár þannig að öll séu jafn útsett fyrir flugunni. Taka þarf blóðsýni reglubundið til að mæla ónæmissvörun og skoða nákvæmlega hvort og hvenær einkenni sumarexems koma fram. Eðli málsins samkvæmt mun þessi rannsókn taka a.m.k. þrjú ár frá útflutningi hrossanna sem samkvæmt björtustu vonum gæti orðið á næsta ári. Það er mjög kostnaðarsamt að flytja út svo mörg hross og halda þeim uppi í þrjú ár á erlendri grund. Rannsóknarstyrkurinn er veittur fyrir sjálfri rannsóknavinnunni og framleiðslu á tilraunabóluefninu en eftir er að fjármagna kaup á hrossum, útflutning og uppihald erlendis. Leitað verður eftir fjármagni til hagsmunaaðila til að kosta þessa liði. Sumarexemsverkefnið er samstarf á milli Keldna og Háskólans í Bern í Sviss en einnig koma aðilar við Cornell-háskóla, Íþöku í Bandaríkjunum að verkefninu. Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir, MAST Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur, Keldum Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur, Keldum TILRAUNASTÖÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Í MEINAFRÆÐUM AÐ KELDUM Rannsóknarráð Íslands: Veitir veglegan styrk til lokaáfanga þróunar á bóluefni gegn sumarexemi Nú hefur fengist styrkur frá Rannsóknasjóði Rannís til lokaþróunar tilraunabóluefnisins fyrir hross vegna sumarexems og prófunar við raunaðstæður. Söfnun sýna úr „bógkreppulömbum“ Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is N Ú Á K Y N N I N G A R T I L B O Ð I T E T R A - P O D B Á T U R / K E R R A N Ý T T Á Í S L A N D I Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími 552-2002 ÓDÝR Gleraugu með glampa- og rispuvörn Verð 19.900 kr Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 5.0 með cyl. til 2,0.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.