Bændablaðið - 12.04.2018, Page 62

Bændablaðið - 12.04.2018, Page 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 201862 MENNING&LISTIR Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is FYRIR BÆNDUR CANGURO PRO 1 00 SLÁTTUVAGN Slá uvagn l að slá og gefa grænfóður inanndyra Hentar einnig l að halda hreinu kringum bæinn Slær 1 0 cm og tekur 100 lítra í graskassann Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin Inniræktun matjurta einmitt um ræktun krydd- og ýmiss konar matjurta innandyra. Í bókinni er farið yfir undirbúning og umhirðu fjölda kryddjurta, sveppa, blaðplantna, smágerðs rótargrænmetis og ávaxta í litlum og stórum ílátum, allt eftir plássi og aðstæðum innan dyra. Sýnt er hvar og hvernig er best að koma ílátunum fyrir, farið er yfir vökvun, áburðargjöf, uppskeru og geymslu plantnanna. Jafnframt eru ótal ráð og leiðbeiningar um hvernig búa má til aðstöðu og ílát fyrir ræktun. Höfundur bókarinnar er Zia Allaway sem er garðyrkjuráðgjafi og höfundur nokkurra garðyrkjubóka um matjurtaræktun, inniplöntur og garðhönnun, auk þess sem hún skrifar pistla fyrir garðyrkjutímarit. Bókin er skrifuð fyrir aðstæður sunnar á hnettinum en hér og þarf því í flestum tilfellum að grípa til lýsinga ef ætlunin er að rækta matjurtir innan dyra allt árið hér á landi. Bókin er efnismikil, myndmálið skýrt og útskýringatextinn einfaldur og aðgengilegur öllum sem hafa gaman af ræktun og stússi í kringum matjurtir. Útgefandi er Vaka- Helgafell. /VH Inniræktun matjurta: Heimaræktað bragðast best Árið 1955 flytja tvenn ung hjón til Héðinsfjarðar sem farinn er í eyði. Dvölin fær snöggan endi þegar önnur kvennanna deyr með dularfullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum. Bækur Ragnars hafa komið út víða um heim, hlotið viðurkenningar og frábæra dóma og setið í efstu sætum á metsölulistum. Unnið er að gerð breskra sjónvarpsþátta sem byggjast á bókum Ragnars. „Bækur Ragnars hafa blásið nýju lífi í norrænu glæpasöguna.“ – Sunday Express „Bækur Ragnars Jónassonar verðskulda að standa við hliðina á verkum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldar Indriðasonar sem bestu íslensku glæpasögurnar.“ –Washington Post „Á örskömmum tíma er Ragnar Jónasson orðinn einhver eftirtektarverðasti glæpasagnahöfundur landsins; hæfilega jarðbundinn, ákaflega vel máli farinn og hugmyndaríkur. Með sama áframhaldi eru engin takmörk fyrir því hve langt þessi snjalli höfundur getur náð á alþjóðavísu.“ – pressan.is ROF – dularfullt andlát í eyðifirði

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.