Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 16
Enn um halonslökkviefni
og þynningu ósonlagsins
Halonslökkviefni eru talin eiga
verulegan þátt í eyðingu
ósonlagsins. Þess vegna er
unnið að því að hætta notkun þeirra á
næstu árum. Nú liggja fyrir drög að
reglugerð sem bannar uppsetningu
nýrra halonslökkvikerfa og sölu og
áfyllingu halonslökkvitækja frá næstu
áramótum. Á alþjóðlegum vettvangi
er stöðugt verið að herða reglur um
notkun þessara efni. Mikilvægt er því
að huga nú þegar að því að skipta yfir
í önnur slökkviefni sem ekki eru eins
skaðleg umhverfinu.
Þynning ósonlagsins á
norðlægum breiddargráðum
Niðurstöður vísindarannsókna eru
stöðug áminning til íbúa jarðarinnar
um að gæta fyllstu varúðar í umgengni
við náttúruna. Síðastliðið haust hófst
samstarf margra þjóða um viðamiklar
rannsóknir til að afla upplýsinga um
efnainnihald lofthjúpsins yfir norður-
hveli jarðar. Markmið rannsóknanna
er að komast að því hvort þar eigi sér
stað ósoneyðing sambærileg við það
sem gerist árvisst á suðurhveli. Fyrstu
niðurstöður þessara rannsókna voru
birtar í byrjun þessa árs. Þær sýndu að
mælst hafði mikið magn af niðurbrots-
efnum klórflúorkolefna (freona) og
halona. Þetta eru sömu efni og mælst
hafa við rannsóknir á ósoneyðingunni
yfir Suðurskautslandinu. Sýnt hefur
verið fram á að þau séu að líkindum
megin orsök þeirrar ósoneyðingar
sem þar hefur orðið undanfarin ár og
kölluð hefur verið ósongat. „Osongat-
ið“ myndast þegar sólin fer að skína í
október - nóvember en þá er vor á
Suðurskautslandinu. Svæðið þar sem
ósoneyðingin á sér stað hefur stækkað
með árunum og hefur þynning óson-
lagsins orðið allt að 50-60%. Þetta
ástand varir í fáeinar vikur en virðist
hafa þau áhrif að heildarósonmagnið
umhverfis jörðina hefur minnkað um
fáein prósent undanfarin ár.
Það sló að vonum óhug á íbúa á
norðurhveli jarðar við fréttir af niður-
stöðum fyrrnefndra rannsókna enda
afleiðingarnar alvarlegar ef um um-
talsverða ósonþynningu er að ræða yf-
ir þéttbýlum svæðum. Osoneyðing
hefur í för með sér aukna útfjólubláa
geislun á yfirborð jarðar. Geislunin
hefur áhrif á heilsufar fólks og einnig
á gróður jarðar og lífríki í höfunum.
Spádómar um mikla ósoneyðingu á
norðurhveli á þessu ári hafa þó ekki
gengið eftir, enda eru ýmsar aðstæður
á þessu svæði frábrugðnar því sem er
á Suðurskautslandinu. Mælingar á
ósonmagninu yfir íslandi sýndu til
dæmis engin merki um ósoneyðingu.
Mælingarnar sýna eftir sem áður að
aðstæður fyrir talsverða ósonþynnigu
gætu skapast við ákveðin skilyrði. Það
er því full ástæða til að fylgjast vel
með því sem er að gerast uppi í Heið-
hvolfinu þar sem ósonlagið er.
Alþjóðlegar aðgerðir
Umhverfismálastofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur haft forgöngu um al-
þjóðlegar aðgerðir til að draga úr
notkun efna sem talin eru geta eytt
ósonlaginu. Fyrsti áfangi þessa starfs
var undirritun Vínarsáttmálans árið
1985. Með Montrealbókuninni við
sáttmálann árið 1987 var samþykkt að
draga skipulega úr notkun ósoneyð-
andi efna. Bókunin náði þá eingöngu
til þriggja halona (halon-1211, ha-
lon-1301 og halon-2402) og fimm
klórflúorkolefna (CFC-11, CFC-12,
CFC-113, CFC-114 og CFC-115).
A fundi um endurskoðun Montreal-
bókunarinnar í London haustið 1990
voru ákvæði hennar hert verulega
þannig að notkun fyrrnefndra efna
skyldi minnkuð í áföngum, um 50%
fyrir 1995, um 85% fyrir 1997 og hætt
alfarið fyrir árið 2000. Einnig var bætt
á bannefnalistann öðrum sambærileg-
um klórflúorkolefnum, koltetraklóríði
og 1,1,1-tríklóretani. Endurskoðaða
bókunin tekur gildi í ágúst 1992 þar
sem nægilega margar þjóðir hafa nú
staðfest hana, en skilyrði er að 67% af
notendum bannefnanna hafi staðfest
samkomulagið.
í nóvember verður haldinn fundur í
Kaupmannahöfn þar sem Montreal-
bókunin verður endurskoðuð á ný.
Aukin vitneskja um líkur á eyðingu
ósonlagsins af völdum klórflúorkol-
efna og halona gerir það að verkum
að aðildarþjóðir samþykktarinnar, en
til þeirra teljast t.d. allir framleiðend-
Eftir Sigurbjörgu Gísladóttur, deildarverkfræðing Mengunarvarna Hollustuverndar ríkisins
16
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN