Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Side 27
hvort slíkt slys verður í heimabyggð
eða á umráðasvæði okkar heldur hve-
nær það verður. Erfitt er að ákvarða
þann fjölda slökkviliðsmanna sem á
liðnum árum hafa á einn eða annan
hátt komist í sneringu við „Hættuleg
efni“ í starfi sínu, ómeðvitað og þá
alls ekki búnir þeim hlífðarfatnaði,
sem nauðsynlegur er. Talið er að áhrif
og afleiðingar sumra slysa „hættulegra
efna“ á heilsufar manna komi ekki í
ljós fyrr en 5-10 og jafnvel 20 árum
eftir atburðinn. Það er því mín skoð-
un að íslenskir slökkviliðsmenn láti
ekki lengur ota sér út í slík slys, illa
búnir hlífðarfatnaði, tækjum og þekk-
ingu, heldur taki höndum saman við
stjórnendur slökkviliðanna og við-
komandi bæjar— og sveitarstjórnir,
með skriflegar beiðnir um úrbætur. Er
það lágmarksútbúnaður s.s. löglegur
A- flokks hlífðarfatnaður (ca 2 sett),
B- flokks hlífðarfatnaður (2-4 sett) og
nokkrir einnota c-flokks samfestingar,
neistafrítt handverkfærasett, tappa og
stíflusett, þurrkmottur (lks) og nokkr-
ir olíu og eiturefnagámar.
Varlega skyldi þó farið í innkaup á
búnaði fyrr en þörfin á hverjum stað
hefur verið rannsökuð til hlítar og
fjármunum ekki eytt í óþarfa búnað.
Talið er að t.d. sé hægt að notast við
heimatilbúin og einföld handverkfæri
í allt að 80% lekaslysa „Hættulegra
efna“.
Menntun slökkviliðsmanna til þess-
ara vandasömu og nákvæmu aðgerða
er því mjög brýn og ætti að hefjast í
röðum yfirmanna liðanna og færast
frá þeim til sem flestra slökkviliðs-
manna. Þeir mynduðu síðan breiða
fylkingu vel þjálfaðra og útbúinna at-
vinnumanna sem hefðu það að leiðar-
ljósi að vera stétt sinni til sóma í hví-
vetna.
Nokkur atriði fyrir slökkviliðsmenn
að vega og meta áður en aðgerðir
hefjast, við slys „hættulegra efna“.
1. Möguleikar á björgun fórnarlamba
slyssins.
2. Ahættuþáttur slökkviliðsmanna.
3. Erfiðleikar við björgun.
4. Möguleikar á nægjanlegum fjölda
slökkviliðsmanna.
5. Möguleikar á sprengingu eða
skyndilegu efnahvarfi.
6. Öruggar útgöngu- og frákeyrslu-
leiðir.
7. Hugsið um öryggi við hvern andar-
drátt.
stökum hættuminni stað þar til
hægt er að þerra það upp, þynna
út, afeitra eða fjarlægja (t.d. dæla),
á annan öruggan hátt.
Deild okkar (,,Has-Mat“) hefur síð-
an þróast upp í það að vera sjálfstæð,
vel búin tækjum og vel þjálfuðum
mönnum með að meðaltali 120-130 út-
köll árlega.
Undirritaður hefur verið að velta
því fyrir sér, hver þróun þessara mála
er hér á landi með þátttöku slökkvi-
liða okkar í óhöppum og slysum af
völdum „hættulegra efna“.
A seinni árum hefur orðið gífurleg
aukning á framleiðslu, notkun og
flutningi „hættulegra efna“ hér á landi
sem og annarsstaðar í heiminum.
Hlýtur það að flokkast til undantekn-
inga, ef eitthvert þessara efna finnst
ekki á hverju heimili eða vinnustað í
landinu. Má t.d. nefna: bensín og
annað eldsneyti, olíur, klór, hreinsi-
efni, málningarvörur (með blýi t.d.)
ammoníak (t.d. áburðarverksmiðjan),
formalín, blásýra og cyanvetni o.s.frv.
Það er því ekki lengur spurning um
tappa eða á annan hátt).
b. Stífla til að fyrirbyggja að efni
komist á staði þar sem það getur
valdið ómældu tjóni.
c. Veita efninu í einhvern sérstakan
hættuminni farveg.
d. Varðveita eða geyina efnið á sér-
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
27