Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 54

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 54
á hjartað og getur hjartahnoð á slysst- að oft bjargað mannslífum. Aður en hjálp er hafin verður þó að vera alveg tryggt að sjúklingur sé kominn úr straumrás. Rafbrunar eru alltaf alvar- legs eðlis og þeim fylgja oft alvarlegir síðbúnir fylgikvillar. Þessa sjúklinga ber því ávallt að flytja á sjúkrahús til skoðunar. Til viðmiðunar má segja að allir brunar sem eru lófastórir eða stærri þurfi á læknismeðferð að halda, auk þess þurfa brunaáverkar í andliti, á höndum, á fótum, á kynfærum og allir fullþykktarbrunar (3-gráðu) á slíkri meðferð að halda. Fyrir brunaverði og aðra sem kunna að koma að manneskju sem orðið hef- ur fyrir bruna er eftirfarandi forgangs- röð mikilvæg. Slökkva eld (í sjúkl.), kæla með vatni, róa sjúklinginn, at- huga að ofkæla ekki sjúkling og sjá um flutning. Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja klæðnað eða brædd efni sem kunna að sitja á sjúkling svo fremi að kæling hafi verið fullnægjandi. Flutningur brunasjúklings á sjúkra- hús eða læknastöð á að hafa algjöran forgang og ætti ekki að taka meir en 30 mínútur. Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að hefja vökvameðferð sem fyrst til að fyrirbyggja lost við al- varlega brunaáverka. Staða brunasjúklinga á íslandi í dag Einu sérhæfðu brunadeild landsins Hlutþykktar bruni þar eð sjúklingur fór SAMÞYKKT STJÓRNAR LSS 20. MAt 1992 Send heilbrigðisráðherra, Sighvati Björgvinssyni Stjórn Landssamband slökkviliðsmanna lýsir áhyggjum sínum vegna lokunar sérhæfrar brunadeildar Landspítalans. Mikilvægi þess að ávallt sé til reiðu sérhæft og samhæft starfslið til að sinna alvarlegum brunasárum og sambærilegum áverkum er ótvírætt. Lokun deildarinnar þýðir að ekki er lengur til staðar fullkomlega sér- og samhæft starfslið og er því slík breyting líkleg til að valda væntanlegum brunasjúklingum óþarfa þjáningum og jafnvel auknum skaða. Áhættan af því að hljóta slæm. brunasár er mikil í starfi slökkviliðsmanna hvort heldur er vegna venjulegra brunasára eða húðskaða eftir snertingar við hættuleg efni. Sparnaður af slíkri ráðstöfun gæti reynst tvíræður þegar upp er staðið. Stjórn Landssambands slökkviliðsmanna vill því hvetja stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um lokun brunadeildar LSP. hefur verið lokað. Brunasjúklingar fá oftast fyrsta mat á útbreiðslu og dýpt bruna og frummeðferð á brunasjúkl- ingum fer oftast fram á stofnunum þar sem lítil eða engin sérþekking á brun- um er fyrirliggjandi. Bruninn verður því ekki metinn á fullnægjandi hátt, en rétt mat er forsenda bestu með- ferðar og getur það jafnvel verið mjög erfitt fyrir lækna með mikla reynslu í brunameðferð. Rangt mat getur oft í of heita sturtu. leitt til rangrar meðferðar og verður þess valdandi að sjúklingur er mun lengur frá vinnu en nauðsynlegt er. Alvarlega slösuðum brunasjúklingum er dreift á ýmsar deildir Ríkisspítala í stað þess að vera í umsjá sérmenntaðs starfsfólksá brunadeild og þarf vart að rökræða hverjar afleiðingar slíkt fyrir- komulag hefur. Æskilegast væri að á landinu væri ein brunamóttaka/brunadeild þangað sem allir brunar væru fluttir eða kæmu af sjálfsdáðum til mats og með- ferðar. Ástæður þessa eru margar: Komið yrði í veg fyrir selflutning sjúklinga af einum spítalanum á ann- an. Tryggt yrði að mat á umfangi brunaáverkans (% af yfirborði sjúkl- ings, dýpt brunans) yrði rétt frá upp- hafi sem síðan tryggði sjúklingi rétta meðferð. Starfsfólk með sérþekkingu, áhuga og menntun á brunaáverkum nýttist vel til meðferðar á smærri og stærri brunaslysum. Af þessu leiðir síðan styttri tíma sjúklinga frá vinnu, betri þjónusta við sjúklinga og ættingja auk þess sem möguleikar til kennslu stór- aukast. Lokaorð I ljósi þess að brunaáverkar á ís- landi eru að öllum líkindum jafnmarg- ir eða fleiri en slys á fólki í umferð- inni, verður að teljast að hér sé um 54 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.