Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 22
Reyklosun með yfirþrýstingi
Ástvaldur Eiríksson varaslökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvelli
Eftirfarandi umræða er samantekt úr tveimur greinum um „Revklosun með yf-
irþrýstingi“, sem birtist í tímaritinu „Texas Fireman“ í apríl 1989. Greinarnar
eru eftir Homer nokkurn Robertson, er starfar sem þjálfunarstjóri í slökkvi-
liðinu í Fort Worth í Texas. Báðar greinarnar birtast hér nokkuð styttar en þó
ekki meira en svo að meginkjarni þeirra beggja skilar sér.
f áraraðir hafa tryggingarfélög lagt fram upplýsingar um að meginskaði í
mörgum eldsvoðum væru af völdum reyks og vatns. Ennfremur hafa rannsóknir
leit í Ijós að hafi slökkviliði tekist aö losa heitt brunagas og heitan reyk út áður
en þau ná að kólna, þá eru skemmdir af þeirra völdum mun minni.
Aðferðir til reyklosunar hafa
ekki breyst mikið í tímans
rás. Byggingaraðferðir hafa
hins vegar breyst mikið með tilkomu
gluggalausra stórhýsa eða háhýsa með
gluggum sem ekki er hægt að opna,
og tilheyrandi hólfun sem gerir reyk-
losum með hefðbundnum aðferðum
erfiðari ef ekki illmögulega.
Tvær aðferðir til reyklosunar eru al-
mennt þekktar og notaðar nútildags,
þ.e. „Náttúruleg reyklosun“ þar sem
eðlislæg tilhneyging upphitaðs lofts til
að streyma uppávið er nýtt með því
að að opna gáttir á þökum eða glugga
á efri hæðum til að veita hinu heita
lofti út. Einnig telst til náttúrulegrar
reyklosunar þegar vindur er notaður
til slíkra hluta. Hin aðferðin er „Vél-
ræn losun“ þar sem notaðir eru kröft-
ugir reykblásarar til að blása hinu
óæskilega út. Vélræna reyklosun má
flokka í tvennt, önnur aðferðin er sú
þar sem beitt er undirþrýstingi og er
almennt notuð, en hin þar sem beitt
er yfirþrýstingi, en um þá aðferð snýst
þessi umræða.
Þegar beitt er undirþrýstingi, sem
hefur verið iðkað í áraraðir með reyk-
blásurum, þá er blásara stillt upp í
glugga eða hurðargátt og blásið út
þannig að undir þrýstingur myndast í
rýminu og reykur og hiti dragast út.
Þessi aðferð hefur vissa ókosti og er
ekki sú áhrifaríkasta. Helstu ókostirn-
ir eru:
1. Nýting blástursins verður léleg fyr-
ir hringhverfla sem vilja myndast
við blásarann, sérstaklega ef opið
er stórt.
2. Virkar ekki vel í stórum og/eða
hólfuðum húsum.
3. Blásarinn þarf að vera staðsettur
nærri þeim stað, sem á að reyk-
losa, en það getur stundum reynst
erfitt á efri hæðum.
4. Blásarinn er gjarnan hengdur upp í
hurðargátt og truflar þar með alla
umferð um þá hurð.
5. Sót og reykur sest á blásarann og
viftublöðin, veldur þar með óþarfa
vinnu við hreinsun þegar heim er
komið.
6. Þessi aðferð nær síður út hita og
reyk í efri hluta húss. Sjá mynd „A“
Hin vélræna aðferð, með yfirþrýst-
ingi, er líklegri til árangurs þar sem
miklu magni af lofti er blásið inn í
rýmið og þannig myndaður yfirþrýst-
ingur í því öllu, síðan er hægt að stýra
reyklosuninni út um þær gættir sem
maður kýs. Helstu kostir þessarar að-
ferðar miðað við hina eru:
1. Slökkviliðsmenn eru ekki í sömu
hættu og ella
2. Henni má koma fyrr við en hinni
með færri mönnum.
3. Hiti og reykur í efri lögum eða
hæðum næst fyrr út en ella
4. Þessi aðfeð er mun fljótvirkari og
henni má koma við fljótlega eftir
að byrjað er að fást við eldinn
5. Veitir fyrr inn fersku lofti í stað
reyks og hita og eykur þar með
skyggni til muna.
6. Er áberandi áhrifaríkari í stórum
byggingum, gluggalausum og hólf-
uðum. Sjá mynd „B“
Til þess að aðferð dugi sem best
þarf að huga að þremur atriðum. í
fyrsta lagi er það keila loftstraumsins
frá blásaranum, hún þarf að hylja allt
gatið sem hún á að blása inn um.
22
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN