Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Side 33

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Side 33
Fréttir frá slökkviliðum Skólavegi 45 sem var bílskúr og var bíll og búnaður geymdur þar í nokkur ár. Árið 1974 var flutt í nýtt húsnæði við Skólaveg 53 sem var reist sem ráð- hús og slökkvistöð. Árið 1990 seldi hreppsnefnd Búðahrepps húsið til sýslumanns S-Múlasýslu undir lögregl- ustöð, og var slökkviliðið nú húsnæð- islaust um tíma, og var búnaður geymdur í áhaldahúsi bæjarins. í nóv. 1991 var fest kaup á húsnæði í eigu Skeljungs hf. en þar var bensínaf- greiðsla og aðsetur Sérleyfishafa Suð- urfjarðar. Húsnæðinu var breytt og eru aðstæður þar mjög góðar. Þann 26.02.1992 voru fest kaup á nýrri slökkviliðsbifreið af MAN gerð, og kom hún í stað Bedfords árgerð 1962, sem nú er til sölu ef einhver hef- ur áhuga. í MAN-bifreiðinni eru tvö 60 metra háþrýstikefli og 2000 1 vatnstankur ásamt 80 1 froðutanki, lausri dælu og ljósavél. Ljósamastur með 2 x lOOOw kösturum er á bifreiðinni. Þessari bifreið hefur farið um land- ið sem sýningabifreið á vegum Krafts hf. Fjöldi slökkviliðsmanna í slökkviliði Fáskrúðsfjarðar eru 21 og er þeim skipt niður í fjórar einingar, það eru bílstjórar, reykkafarar, slönguflokkur og björgunarflokkur. Útkallskerfi er í gegnum síma, og er því skipt í þrjár einingar með tíu núm- erum í hverri. Flugvallarheimsóknir slökkvi- liðsmanna á Akureyri í byrjun þessa árs hófust ferðir slökkviliðsmanna á Akur- eyri suður á Keflavíkurvöll og Reykjavíkurvöll. Þessar ferðir voru hugsaðar sem fræðslu og kynningarferðir. Á Keflavíkurflugvelli var aðal- áherslan lögð á meðferð og hreins- un á hættulegum efnum og var í því augnamiði farið vel og vandlega í gegnum þau tæki og þann búnað sem þeir hafa á vellinum. Has Mat bíllinn sem geymir allan þann bún- að var vandlega skoðaður og við látnir æfa okkur í meðferð eitur- efnagalla og þeirra tækja sem í bílnum eru. Þessar æfingar tókust í alla staði mjög vel og gáfu þær okkur góða mynd af því hvernig búnaður þarf að vera til staðar þeg- ar slys verða með hættuleg efni. Einnig fengum við að taka þátt í fyrirlestrum á námskeiði fyrir til- vonandi brunaverði 3, sem voru mjög fróðlegir. Þessir þrír dagar á Keflarvíkur- velli voru virkilega fræðandi og skemmtilegir í alla staði. Á Reykjavíkurflugvelli var aðal- áherslan lögð á kynningu á Fokker 50 vélum Flugleiða og fengu menn að skoða þann öryggisbúnað sem í þeim er og sýnd voru myndbönd af þessum vélum. Síðan var farið á sjóinn. Menn voru klæddir flotgalla og dembt í hafið. Síðan vorum við látnir fiska hvern annan upp í bátinn með mis- jöfnum árangri. En í land komust við allir aftur, flestir heilir en allir blautir. Þessar heimsóknir á vellina báða voru í alla staði mjög fróðlegar og skemmtilegar og móttökur starfsfé- laga okkar á þessum stöðum frá- bærar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Jón Gudmund Knutsen SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 33

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.