Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 38

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 38
Frá golfmótinu á Akranesi í fyrra. Mælt út hver komst nœst holu nr. 5. íslandsmót LSS í golfi að Flúðum Við viljum hvetja alla slökkviliðs- menn til að mæta á Islandsmót slökkvi- liðsmanna í golfí sem haldið verður að Flúðum 29. ágúst 1992 kl. 10.°°. Farið er fram á við fólk að það hafi með sér golfsettin og góða skapið. Þá er það næsta víst að við komum til með að eiga góða helgi í góðum félagsskap. Þeir sem hafa þátttökurétt eru: 1. Félagar í LSS. 2. Fyrrverandi slökkviliðsmenn sem starfað hafa í 10 ár eða lengur. 3. Allir slökkviliðsmenn sem komnir eru á eftirlaun. Fyrirkomulag keppninnar 1. Höggleikir einstaklinga með for- gjöf samkv. reglum St. Andrews. 2. Liðakeppni. Liðin þurfa að skipa lágmark 3 menn, þ.e. 3 bestu í hverri sveit telja. 3. a. Fámenn slökkvilið geta sameinast um eina sveit til að ná tölunni 3. b. Eiginkonur slökkviliðsmanna geta einnig fyllt upp í lið til að ná tölunni 3. Þá skal á það bent að hægt er að njóta ýmisskonar útivistar að Flúðum og nágrenni. Þeir sem áhuga hafa á því er bent á að panta sér gistingu í tíma, þar sem mikil aðsókn er í gistrými það sem fyrir hendi er á Flúðum. Nú, eða taka bara með sér tjald eða tjaldvagn og eyða góðri helgi í góðum félagsskap. Allir velkomnir Kraftsmót Félag slökkviliðsmanna á Reykjarvíkurflugvelli stóð fyrir innanhúsknattspyrnumóti atvinnu- slökkviliða, þann 25. apríl s.l. í Digranesskóla. Átta lið mættu til leiks, og voru þau Reykjavík a og b, Reykjavíkurflugvöllur, Hafnarfjörður a og b, Keflavík og Keflavíkurflugvöllur a og b. Þessi mót eru mjög sterk og er mikið kapp í leikmönnum. A lið Keflavíkurvallar sem varð í fyrsta sæti og a lið Reykjavíkur sem varð í öðru sæti hafa staðið uppúr á þessum mótum en b lið Hafnfirðinga sem lenti í fjórða sæti hefur sótt mjög á og er til alls líklegt í haust. í þriðja sæti lenti b lið Reykja- víkur. Eftir mótið var mönnum boðið í Flugröst, félags- heimili Flugmálastjórnar, þar sem verðlaunaafhending fór fram og til þess var mættur Björn Erlingsson frá Krafti h.f. umboðsaðila MAN slökkvibifreiða. Léttar veitingar voru á borðum fram eftir kvöldi. Mikill hugur er í mönnum að fá Akureyringa til þess að halda utanhússmót í haust norðan heiða. Sjáumst á vellinum. 38 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.