Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 38

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 38
Frá golfmótinu á Akranesi í fyrra. Mælt út hver komst nœst holu nr. 5. íslandsmót LSS í golfi að Flúðum Við viljum hvetja alla slökkviliðs- menn til að mæta á Islandsmót slökkvi- liðsmanna í golfí sem haldið verður að Flúðum 29. ágúst 1992 kl. 10.°°. Farið er fram á við fólk að það hafi með sér golfsettin og góða skapið. Þá er það næsta víst að við komum til með að eiga góða helgi í góðum félagsskap. Þeir sem hafa þátttökurétt eru: 1. Félagar í LSS. 2. Fyrrverandi slökkviliðsmenn sem starfað hafa í 10 ár eða lengur. 3. Allir slökkviliðsmenn sem komnir eru á eftirlaun. Fyrirkomulag keppninnar 1. Höggleikir einstaklinga með for- gjöf samkv. reglum St. Andrews. 2. Liðakeppni. Liðin þurfa að skipa lágmark 3 menn, þ.e. 3 bestu í hverri sveit telja. 3. a. Fámenn slökkvilið geta sameinast um eina sveit til að ná tölunni 3. b. Eiginkonur slökkviliðsmanna geta einnig fyllt upp í lið til að ná tölunni 3. Þá skal á það bent að hægt er að njóta ýmisskonar útivistar að Flúðum og nágrenni. Þeir sem áhuga hafa á því er bent á að panta sér gistingu í tíma, þar sem mikil aðsókn er í gistrými það sem fyrir hendi er á Flúðum. Nú, eða taka bara með sér tjald eða tjaldvagn og eyða góðri helgi í góðum félagsskap. Allir velkomnir Kraftsmót Félag slökkviliðsmanna á Reykjarvíkurflugvelli stóð fyrir innanhúsknattspyrnumóti atvinnu- slökkviliða, þann 25. apríl s.l. í Digranesskóla. Átta lið mættu til leiks, og voru þau Reykjavík a og b, Reykjavíkurflugvöllur, Hafnarfjörður a og b, Keflavík og Keflavíkurflugvöllur a og b. Þessi mót eru mjög sterk og er mikið kapp í leikmönnum. A lið Keflavíkurvallar sem varð í fyrsta sæti og a lið Reykjavíkur sem varð í öðru sæti hafa staðið uppúr á þessum mótum en b lið Hafnfirðinga sem lenti í fjórða sæti hefur sótt mjög á og er til alls líklegt í haust. í þriðja sæti lenti b lið Reykja- víkur. Eftir mótið var mönnum boðið í Flugröst, félags- heimili Flugmálastjórnar, þar sem verðlaunaafhending fór fram og til þess var mættur Björn Erlingsson frá Krafti h.f. umboðsaðila MAN slökkvibifreiða. Léttar veitingar voru á borðum fram eftir kvöldi. Mikill hugur er í mönnum að fá Akureyringa til þess að halda utanhússmót í haust norðan heiða. Sjáumst á vellinum. 38 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.