Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 36

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 36
Viðbrögð slökkviliðs- sjúkra- flutningsmanna og annars hjálp- arfólks við válegum atburðum Eftir Lárus H. Blöndal, sálfræðing Slökkviliðsmenn starfa iðulega við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður við að hemja og vinna bug á eldsvoð- um. Til að mynda leggja reykkafarar sig oft í lífshættu er þeir ganga inn í reyk- og eldhaf með litlar, óljósar eða engar upplýsingar um þær aðstæður sem mætar þeim eða að einu upplýs- ingarnar eru að gashylki eru einhvers staðar inni. Þá er það staðreynd að slökkviliðs- menn á Islandi sinna yfir 80% allra neyðar- og sjúkraflutninga í landinu og eru því sú starfstétt sem stöðugt er undir því álagi sem fram kemur í greininni. Hér á eftir verður fjallað um fólk, sem sinnir störfum í tengslum við vá- lega atburði s.s. fólki í sjúkraflutning- um- og slökkkvistörfum, lögreglu og hjálparsveitum (hér eftir kallað einu nafni hjálparfólk). Markmiðið er að varpa ljósi á sameiginleg viðbrögð hjá þessu fólki við miklu álagi og á hvern hátt hugsanlegt sé að draga úr áhrif- um sem slíkt álag kann að hafa. Saga úr daglega lífinu Köllum hann Einar. Hann vann sem sjúkraflutningsmaður í nokkra mánuði fyrir rúmum áratug síðan. Þessa mánuði reyndi Einar margt sem hefur haft djúpstæð áhrif á líf hans. í starfi sínu kynntist Einar mörgum hliðum mannlífsins, flutti m.a. sæng- urkonur, sjúka, slasaða og látna. Hann kom á vettvang slysa, sjálfs- morða, morða og eldsvoða. I einum eldsvoðanum varð aðkom- an óhugguleg og lífshættuleg. Mikill eldur, einn látinn, annar mjög slasað- ur og fleiri þjáðir. I augum Einars varð allt fjarrænt og óraunverulegt. Hans eina hugsun var sú að koma fórnarlömbum sem fyrst undir læknis- hendur. Einar brást rétt við og var hrósað af samstarfsmönnum fyrir vasklega framgöngu. Vegna margra útkalla kom Einar ekki heim fyrr en seint að loknu starfi. Þá fyrst gerði hann sér grein fyrir þeim harmleik sem hann hafði orðið vitni að. Að- koman og atburðarásin á slysstaðnum urðu honum nú ljóslifandi í smáatrið- um. Mikil vanlíðan gerði vart við sig. Einar varð kvíðinn, skalf allur og grét, þrátt fyrir að hann reyndi hvað hann gat til þess að halda þessum við- brögðum í skefjum. Þau voru ný fyrir Einar og áfall fyrir ímynd hans sem karlmanns. Nóttina eftir atburðinn byrjuðu martraðir að gera vart við sig. Einar vaknaði upp óttasleginn í svita- baði eftir að einstaka atburðir frá eldsvoðanum sóttu á hann. Þessi minnisbrot og hugsanir tengdar harm- leiknum trufluðu hann líka í vöku. Vanlíðan varði í fleiri mánuði. Einar hafði mikla þörf fyrir að tala um elds- voðann og honum varð mikill léttir af því að geta talað um hann við konu sína. í vinnunni var honum tekið sem fyrirmynd annarra nýrra starfsmanna. Manns sem stóð sig vel í starfi við erf- iðar aðstæður, öðrum starfsmönnum til eftirbreytni. Enginn af starfsfélög- unum vissi um líðan Einars eða af líð- an hvers annars. A þessum tíma var því miður ekki vettvangur fyrir um- ræður um tilfinningalega líðan starfs- manna eftir krefjandi útköll. Hjálparstörf: Viðbrögð og eftirköst Síðan er liðinn rúmur áratugur. Þessi tiltekni harmleikur og önnur at- vik í starfi Einars sem sjúkraflutnings- manns hefur enn truflandi áhrif á líf hans, sérstaklega þegar hann er undir miklu álagi. Sjúkraflutningar eiga margt sameiginlegt með t.d. störfum lögreglu, hjálparsveita og starfa innan heilbrigðiskerfisins. Viðfangsefni er fólk, sem oftar en ekki tengist skugga- hliðum lífsins - neyð, þjáningu og sorg. Mjög mikilvægt er fyrir fólk í þessum störfum að geta hjálpað öðr- um, og það er sársaukafullt, ef það tekst ekki. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna er þessi erfiða reynsla Ein- ars, sem sjúkraflutningamnns, í sam- ræmi við reynslu hjálparfólks við sam- bærileg störf og aðstæður. Þar kemur einnig fram, að stór hluti hjálparfólks hefur m.a. upplifað miklar geðshrær- ingar, langvarandi andlegt álag, mannskaða og jafnvel lífshættu. Á vettvangi á það auk þess oft í erfið- leikum með að taka ákvarðanir, meta áhættu, stjórna aðgerðum, einbeita sér og hafa vald yfir óttanum. Hjálp- arstörf hafa mikil áhrif á þá sem inna þau af hendi og eru viðbrögð eins og Einar sýndi eðlileg viðbrögð við miklu 36 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.