Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 29

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 29
kvikni í því. Bensínið er að sjálfsögðu mengandi þó svo sennilega gufi stór hluti þess upp en auðvitað er mikil hætta á að í því kvikni. Eitt af verstu slysum í Þýskalandi á undanförnum árum varð með þeim hætti að bensínflutningabíll valt í litlu þorpi sem þjóðvegurinn lá í gegnum. Mikið magn bensíns flaut út og niður í kjallara nærliggjandi húsa, þ.á m. matsölustað sem stóð við götuna. Það kviknaði í bensíninu með þeim afleið- ingum að 23 létust um 40 slösuðust al- varlega og fjöldi húsa varð eldinum að bráð. Taka má dæmi um atvik sem henti hér handan við sundið í Sundahöfn- inni fyrir nokkrum árum. Skipað var í land 1000 lítra tanki fullum af sellu- lósaþynni. Tankurinn uppfyllti engan vegin kröfur um útbúnað enda fór svo að krani á tanknum brotnaði ein- hverra hluta vegna með þeim afleið- ingum að þynnirinn streymdi út. Við það skapaðist mikil eldhætta. Sem betur fer gufar þynnir mjög hratt upp þannig að mengun varð óveruleg og logn og stillur er ekki algengasta veð- ur á íslandi þannig að eiymurinn rauk fljótt burt. Þarna hlaut slökkviliðið dýrmæta reynslu. Við höfðum engan þann búnað sem þarf til að þétta slík- an leka. Lekinn var á öðrum enda tanksins að neðanverðu. Það var því brugðið á það ráð að hífa tankinn upp á leka endann. Þá tók ekki betra við. Mannop á toppi tanksins fóru að flóð- leka. Honum var því snarlega skellt niður aftur. Nú voru góð ráð dýr eða áttum við að horfa á eftir 1000 lítrum af þynni leka út fyrir framan augun á okkur. Það eina sem við gátum gert var að leggja slökkvifroðu yfir þynni- pollana. Þá var brugðið á það ráð að hafa samband við olíufélagið Skeljung og óska aðstoðar. Hvort þeir gætu komið með tóman tank og dælu svo dæla mætti úr hinum laskaða tanki yf- ir í heilan og þar með hindra frekara slys. Þeir brugðust ótrúlega fljótt við, mættu á innan við Vx klst. og afstýrðu frekara slysi. Þetta var um 7:30 að kvöldi og því ekki hægt að hringja í skiptiborðið hjá Skeljungi. þarna kom því að góðum notum, maður þekkir mann aðferðin sem bjargar oft mörgu hjá okkur íslendingum. Án þess að það skipti Skeljung kannski máli þá er ég viss um að þeir hafa aldrei fengið greitt fyrir þann kostnað sem af því hlaust að kalla út mann og bíl að kvöldi til. Ekki veit ég heldur annað en þeir hafi setið uppi með efnið og þurft að koma því af sér sjálfir senni- lega til eiganda. Þessi margumræddi tankur uppfyllti í engu kröfur um útbúnað. Hann var alls endis ómerktur hvað varðar inni- hald. Hann var ekki merktur sam- kvæmt IMO standard sem eldfimur vökvi í flokki 1. Hvernig vissum við þá að þetta var sellulósaþynnir. Jú við þekktum lyktina af honum. Ekki beinlínis örugg greiningaraðferð heilsu slökkviliðsmanna á vettvangi ef um hefði verið að ræða mörg önnur efni. Þannig sneri flutningur eiturefna og hættulegra efna að okkur 1983. Ef eitthvað kom fyrir vorum við kallaðir til án þess þó að okkur væri á nokkurn hátt gert kleift að bregðast við sem skyldi. Því miður þá stöndum við í svipuðum sporum í dag. Reyndar höf- um því yfir að ráða nú fjórum full- komnum eiturefnahlífðarbúningum, þekking innan liðsins á þessum mála- flokk hefur stóraukist, umræða hefur verið talsverð um þessi mál og ótví- ræður vilji er fyrir hendi af okkar hálfu að bæta þessi mál. Við gerum hins vegar lítið einir sér. Þó svo að við hefðum yfir að ráða öllum þeim bún- aði sem til þarf til að takast á við slys af völdum eiturefna og hættulegra efna sem við höfum alls ekki í dag þá vantar samt mörg lykilatriði sem við getum ekki leyst. Eins og ég gat um í upphafi þá er slökkviliða hvergi getið hvað varðar þessi mál nema ef almannavarna- ástand hefur skapast. Reyndar er þetta ekki alveg rétt því í hafnarreglu- gerð fyrir Reykjavíkurhöfn eru sér- stakar reglur um sprengiefnaflutning, en hafnir gegna einmitt lykilhlutverki í þessum málum að okkar mati. M.a. á þeirri staðreynd eru hugmyndir okk- ar byggðar hvernig þessum málum er best fyrir komið þ.e. landflutningur eiturefna og hættulegra efna. Lang stærstur hluti þessarra efna kemur sjó- leiðina til landsins. Tilkynningar frá skrifstofu LSS Skrifstofa félagsins að Síðu- múla 8 er opin alla virka daga milli kl. 14:00 og 16:00, þess utan er svarað í símsvara. Sími 672988. Sumarlokun frá 18. júní til 17. júlí n.k. ÁSKRIFT! Þeir aðilar sem óska eftir því að gerast áskrifendur blaðsins vinsamlegast hafið samband við skrifstofu LSS í síma 672988. ATH! Sveitarstjórnarskrifstofur, félög slökkviliðsmanna og slökkviliðsstjórar! Skrifstofa LSS minnir þá aðila sem enn eiga eftir að greiða fé- lagsgjöldin á að greiðslu er hægt að inna af hendi í bönkum og sparisjóðum. Við viljum einnig minna á mik- ilvægi þess að okkur sé sendur listi með nöfnum slökkviliðs- manna á hverjum stað fyrir fé- lagatal LSS annars er erfitt að ábyrgjast að ýmis gögn berist réttum aðilum. Blaðið Slökkviliðsmaðurinn er sent öllum félagsmönnum Lands- sambands slökkviliðsmanna. Jafnframt berst fréttabréf sömu aðilum reglulega. Launatafla LSS! Ný launatafla félagsins verður gefin út í ágúst n.k. og send að vanda öllum slökkviliðsstjórum innan LSS og sveitastjórnarskrif- stofum er þeir heyra undir. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 29

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.