Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Side 8
að ræða. Allt frá því að vera örugg
vitneskja um stopp niður í mjög óljóst
hjálparkall.
Þegar á staðinn kemur er strax ljóst
hvort um stopp er að ræða. Verkaskipt-
ing milli áhafnar er vel skilgreind. Ann-
ar sjúkraflutningsmannanna tengir við-
komandi við hjartarafsjá eða leggur
stuðpatsana beint á brjóstkassann til að
sjá þann takt sem viðkomandi sjúkling-
ur er í ef einhver er. Hinn maðurinn fer
strax að draga upp lyf eða aðstoða
lækni við að „intúbera“ sjúklinginn, því
það skiptir miklu máli að geta andað
fyrir sjúklinginn eins fljótt og auðið er.
Um leið og búið er að intúbera, byrjar
annar sjúkraflutningsmaðurinn að anda
fyrir sjúklinginn. Því næst snýr læknir-
inn sér að því að koma upp nál til að
hægt sé að koma viðeigandi lyfjum í
sjúklinginn. Að þessu loknu hefst hin
eiginlega endurlífgun, þá ventilerar
einn, annar hnoðar og þriðji dregur
upp og gefur lyf eða gefur rafstuð, allt
eftir þörfum.
Yfirleitt alltaf þegar um stopp er að
ræða köllum við á annan sjúkrabíl til
aðstoðar, því ekki veitir af mörgum
þjálfuðum höndum við svona aðstæð-
ur, því endurlífgun getur tekið langan
tíma, allt upp í rúman klukkutíma og
er mjög lýjandi.
Ef sjúklingur svarar meðferð er
hann fluttur á vakthafandi spítala. en
ef við sjáum enga svörun þá er það oft
að við hættum á staðnum og sjúkling-
ur er úrskurðaður látinn.
Það sem skiptir mestu máli til að
endurlífgun beri árangur er hvort ein-
hver sá viðkomandi fara í stopp og að
endurlífgun hafi verið hafin strax þ.e.
með því að blása og hnoða. Því minni
tími líður þar til virk endurlífgun er
hafin því meiri líkur á árangri.
Hvert er þitt hlutverk í áhöfn bflsins?
Þetta er viðkvæm spurning. Ekki
gagnvart okkur læknum heldur
sjúkraflutningsmönnunum. Mér finnst
okkar hlutverk vera alveg ljóst.
Stærsti hluti útkallanna eru sjúkdómar
þannig að það er okkar að ákveða
læknisfræðilega meðhöndlun sjúkl-
ingsins. Við ákveðum hvort þörf er á
að flytja sjúklinginn en sjúkraflutn-
ingsmennirnir hafa þó loka orðið.
Telji læknir ekki þörf á að flytja sjúkl-
ing þá ber sjúkraflutningsmönnunum
skylda til að sjá viðkomandi fyrir
flutningi hvort heldur með lögreglu
eða á einhvern annan hátt.
En hvert er þá hlutverk sjúkraflutn-
ingsmannanna?
Læknir vinnur alltaf í nánu sam-
bandi við sjúkraflutningsmennina.
Allt sem við gerum er unnið í sam-
vinnu.Ef vel á að vera þarf áhöfn bíls-
ins að vinna sem einn maður. A því
byggist góður árangur af störfum
neyðarbílsins.
Hvaða menntun hafa sjúkraflutnings-
menn á neyðarbíl hlotið?
I samvinnu Slökkviliðsins og
Borgarspítalans hafa verið haldin svo-
kölluð neyðarbílsnámskeið. Það fyrsta
var haldið ’85 eða ’86, ég bara man
ekki fyrir víst hvort árið það var. Þar
voru gerðar stórauknar kröfur til
manna frá því sem verið hafði.
8
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN