Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 17
hugsanlegt er að heimilt verði að fylla
endurunnið halon á slökkvikerfi eitt-
hvað lengur. Ekki hefur heldur verið
tekin um það ákvörðun hve lengi
verður heimilt að nota halonslökkvik-
erfi og tæki eftir 1.1.1995 en ljóst er að
nú þegar er talsvert magn af halonefn-
um bundið í slíkum búnaði.
Slökkvibúnaður í skipum
Alþjóðlega Siglingamálastofnunin
(IMO) gerði um það samkomulag
1990 að draga úr notkun halona á
skipum nema að um lífsnauðsynlega
notkun væri að ræða. í samræmi við
þetta hefur Siglingamálastofnun ríkis-
ins nýlega sent frá sér fyrirmæli um að
óheimilt sé að setja upp ný halons-
lökkvikerfi í skip eftir 1.6.1992, að
óheimilt sé að setja ný halonslökkvi-
tæki í skip eða báta eftir 1.1.1993 og að
eingöngu megi endurhlaða eldri
slökkvikerfi með endurunnum halon-
um fram til 1.1.1995. Jafnframt komu
fram tilmæli um að unnið verði að því
að hætta notkun halonkerfa í skipum
og önnur slökkvikerfi sett upp í stað-
inn.
ur halona, munu leggja til að ákvæði
hennar verði enn hert verulega. Þær
tillögur sem nú eru ræddar og líklegt
er að nái fram að ganga miðast við að
notkun bannefnanna hafi dregist sam-
an um 85% 1.1.1994 miðað við það
sem hún var árið 1986 og að notkun
verði hætt fyrir 1.1.1995 eða 1996.
Rætt er þó um að setja reglur um und-
anþágur fyrir einstaka lífsnauðsynlega
notkun.
Aðgerðir íslenskra stjórnvalda
íslendingar staðfestu aðild að Vín-
arsáttmálanum og Montrealbókuninni
árið 1989.
Að tillögu umhverfisráðherra lýsti
ríkisstjórn íslands því yfir í maí s.l. að
hún muni leggja til við endurskoðun
Montrealbókunarinnar í haust að
notkun bannefnanna verði hætt 1. jan-
úar 1995. Þetta er í samræmi við til-
lögur hinna norðurlandaþjóðanna í
samráði við nokkrar aðrar þjóðir.
Nefnd á vegum umhverfisráðuneyt-
isins „Ósonnefndin“ hefur unnið að
því að kanna notkun ósoneyðandi
efna á ísland jafnframt því sem hún
hefur unnið að gerð tillagna um nauð-
synlegar aðgerðir til að draga úr notk-
un ósoneyðandi efna. Einn liður í
þessum aðgerðum er að setja reglu-
gerðir um takmörkun á notkun óson-
eyðandi efna. Ein slík reglugerð er nú
þegar í gildi, það er reglugerð nr. 64/
1989, um bann við innflutningi og sölu
úðabrúsa sem innihalda tiltekin dri-
fefni (ósoneyðandi efni).
Nú liggja fyrir drög að reglugerð
um bann við notkun klórflúorkolefna
og halona. Reglugerðardrögin eru nú
hjá umsagnaraðilum og er gert ráð
fyrir að reglugerðin taki gildi með
haustinu. Þar er lagt til að settar verði
eftirfarandi takmarkanir á notkun ha-
lona;
1.1.1993 óheimilt að selja eða fylla á
halonslökkvitæki
1.1.1993 óheimilt er að setja upp ný
halon slökkvikerfi
1.1.1995 óheimilt er að fylla á halons-
lökkvikerfi
Samkvæmt reglugerðardrögunum
er heimild til að veita undanþágu fyrir
lífsnauðsynlega notkun.
Gert er ráð fyrir að reglugerðin nái
eingöngu til nýrra halona, þannig að
Lífsnauðsynleg notkun halona
í umræðu um að hætta notkun ha-
lonslökkviefna innan fárra ára skiptir
verulegu máli hvaða undanþágur
verða veittar frá þeim þröngu tíma-
mörkum sem væntanlega verða sett.
Undanþágur munu byggjast á væntan-
legri skilgreiningu á því hvað telst
vera lífsnauðsynleg notkun, en hún
verður ákveðin í síðasta lagi á næsta
ári. Menn hafa nú þegar komið sér
saman um að lífsnauðsynleg notkun
verði skilgreind afar þröngt og virðist
í því sambandi einkum vera miðað við
eftirfarandi notkun; í stjórnklefa flug-
véla, í kafbátum og í stjórnstöðvum
flugs og hernaðarmannvirkja.
I einstökum tilvikum getur verið
mjög erfitt að skipta út halonslökkvi-
kerfum fyrir önnur fyrirferðarmeiri.
Þetta á t.d. við um vélarrúm minni
skipa og er hugsanlegt að veittur verði
lengri frestur til að skipta út slíkum
kerfum.
Halon banki
Eitt af því sem fjallað hefur verið
um í sambandi við halonfráhvarfsáætl-
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
17