Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 26

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 26
Þáttur slökkviliða í slysum „vegna hættulegra efna“ Stefán Eiríksson, aðstoðarsIökkviIiðsstjóri KeflarvíkurfIugve11i „Hættulegt efni“ er sérhvert efni sem vegna magns síns, samsetningar eða eðlis, efnainnihalds og smitandi eiginleika, getur valdið heilsutjóni hjá fólki eða umhverfisskaða þegar það er látið laust (óhindrað) eða það hellist niður í umhverfið/ náttúruna. / gætu slökkviliðsmenn og fé- lagar. Á síðustu 5-10 árum hefur á vesturlöndum rutt sér mjög til rúms meðal slökkviliða að setja á fót innan sinna vébanda svo- kölluð ,,Has-Mat-Team“. (deildir „hættulegra efna“). Þessar deildir eru sérstaklega útbúnar til að takast á við óhöpp eða slys þar sem „hættuleg efni“ hafa af einhverjum orsökum sloppið eða lekið úr ílátum sínum eða losnað úr læðingi á annan slysalegan hátt ógnandi fyrir menn og málleys- ingja, svo og umhverfið eða náttúr- una. Höfundi var falið sem og flestum þeim yfirmönnum slökkviliða Banda- ríska sjóhersins (sem höfundur vinnur fyrir) að koma saman til að ræða þetta nýja viðbótarstarf á fundi í Baltimore árið 1986. Þar var okkur tjáð að slökkvilið Sjóhersins ættu að gera sig í stakk búin til að taka þennan nýja þátt inn í starfsemina. Það verður að segjast eins og er að þetta vakti engan fögnuð meðal viðstaddra og gerðu menn grein fyirr þeirri skoðun sinni, að slökkviliðin hafa þegar meira en nóg á sinni könnu, þó þau færu ekki að vasast í einhverjum „hættulegum efnum“ í ofanálag. Fundurinn gekk því heldur torsótt fyrsta daginn þar sem margir lýstu andúð sinni á mál- inu. Það var ekki fyrr en að morgni annars dags, sem einn virðulegur slökkviliðsstjóri kvaddi sér hljóðs og tjáði okkur að hann hefði legið and- vaka lengi nætur og reynt að kryfja málið til mergjar. Niðurstaða sín hefði orðið sú, að við ættum allir að taka þessu með jákvæðu hugarfari og gera allt til að undirbúa og þjálfa menn okkar, afla okkur lágmarks tækja og búnaðar en fyrst og fremst öruggs hlífðarfatnaðar o.s.frv. Rök þessa ágæta manns voru m.a. þau að það orð færi meðal almenn- ings, að slökkviliðsmenn hvar sem væri í heiminum væru afar stolt stétt atvinnumanna sem mættu ekki vamm sitt vita þegar um starf þeirra væri að ræða. Því lagði hann þá spurningu fyr- ir okkur, hvort við vildum takast á við þessar hættur einsog vel þjálfaðir og útbúnir slökkviliðsmenn, eða mæta á slysstaðinn með buxurnar á hælunum, okkur sjálfum og slökkviliði okkar til mikils vansa. Það var eins og við manninn mælt. Viðhorf okkar flestra eða allra félaganna gjörbreyttust. Við frekari viðræður og mat á þýð- ingu á þessum augljósu staðreyndum, að þar sem slökkvilið víðast hvar eru fyrst kölluð út að óhöppum eða slys- um „hættulegra efna“, með sama hætti og til eldsvoða og annarra björg- unarstarfa, hefði ótalinn fjöldi þeirra manna slasast og jafnvel látið lífið. Það gerist m. a. vegna rangrar ákvarðanatöku stjórnenda og skorts á kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun „hættulegra efna“. Skilningur á eðli og hegðun “hættulegra efna“ hjálpar því til að útiloka óöryggi og mistök og gerir ákvarðanatöku markvissari. Byggt á þessum skilningi væri undir- staða lögð að bættri og markvissari neyðarþjónustu innan slökkviliða okkar. Með þetta að leiðarljósi og nokkra fjárveitingu frá atvinnurekanda var haldið heim (slökkvilið Keflarvíkur- flugvelli) þar sem fyrsti vísir að deild „hættulegra efna“ var lagður, en á ensku er slík deild nefnd „Plug and Dyke“, eða „Tappa og Stíflu deild“, en hlutverk slíkrar deildar er einmitt að: a. Stöðva leka við upptök, (með 26 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN físéí,

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.