Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 18
anir er hvort mögulegt sé að koma upp svokölluðum halonbanka. Þar gætu þeir aðilar sem eru að hætta notkun halonslökkvikerfa lagt inn ha- lon sem þeir þurfa að losna við. Efnið yrði hreinsað og þeir sem ekki hafa tök á að skipta út sínum búnaði eins fljótt gætu keypt þar endurunnið ha- lon. Þetta mundi leiða til minni fram- leiðslu halona og minnka magn skað- lega efna í umferð. Mörg atriði eru þó óljós í sambandi við stofnun slíks banka. Þar má nefna óvissu um það hve lengi yfirvöld heimila notkun end- uruninna halona, hver á að kosta eyð- ingu halonanna þegar bankanum verður lokað, hver yrði velta bankans. Umræður um halonbanka hafa verið í gangi á norrænum vettvangi og mun verða kannað hvort ekki verði mögu- legt að stofna samnorrænan halon- banka til að sinna eftirspurn eftir ha- lonum þar til notkun þeirra verður bönnuð. Halonnotkun á íslandi Halonnotkun á íslandi hefur dregist verulega saman undanfarin ár eða um 60% árið 1990 miðað við notkunina árið 1986. Ekki lítur því út fyrir að það verði vandkvæðum bundið að draga saman notkunina í samræmi við ákvæði Montrealbókunarinnar. Ha- lonnotkunin hefur ekki minnkað vegna þess að Islendingar eru orðnir svo meðvitaðir um skaðsemi halons- lökkvimiðla fyrir umhverfið heldur er búið að setja upp halonslökkvibúnað á flestum stöðum þar sem slíkt var tal- ið æskilegt. Halonnotkun á Islandi á sér nokkra sérstöðu þegar hún er borin saman við notkun nágrannaþjóðanna. Þannig má til dæmis nefna að í Svíþjóð nemur um 80% af halonnotkuninni notkun halon-1301 í slökkvikerfum meðan notkun halon-1211 hefur verið mun meiri en notkun halon-1301 hér á landi undanfarin ár. Þessi mikla notkun halon handslökkvitækja hér á landi bendir til þess að mikið af duglegum sölumönnum hafi verið á ferðinni og er ljóst að mikið halonslökkvitækjum er í umferð þar sem engin þörf er fyrir slíkan búnað og nóg til af öðrum heppilegri slökkvibúnaði. Framundan er því mikið starf við að kalla inn þessi slökkvitæki þegar að því kemur að notkun þeirra verður alfarið bönn- uð og er fyrirsjáanlegur talsverður kostnaður við að eyða efnunum. 9. júní 1992 Þú sefur ekki bara betur... .þú sýnir einnig skynsemi og fyrirhyggju með því að setja upp örugga útgönguleið ef eldur kemur upp og hindraði aðrar útgönguleiðir. Eigum til afgreiðslu áfasta stiga og lausa keðjustiga sem eru auðveldir í uppsetningu og umfram allt ódýrir. Leitið nánari upplýsinga í síma 674915. Eigum einnig eldtrausta skápa fyrir diskJinga og aðra óbætanlega muni sem oft og iðulega verða fyrir skemmdum jafnt í litlum sem og stórum eldsvoðum. VIÐAR MAGNUSSON HF. ÁRMÚLA15.108 REYKJAVÍK SÍMl 674915 FAX 673188 18 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.