Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 20

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 20
Forvarna og fræðsludeild Landssambands slökkviliðsmanna annast alla kennslu í meðferð handslökkvitækja í samráði við Eldvarnaeftirlit Reykjavíkurborgar Aðeins reyndir atvinnuslökkviliðsmenn sjá um kennsluna Vegfaranda kennd notkun Kolsýruslökkvitœkis. * 'mf t í 7j m > 1 % f ' ■’ * **v*> Fræðsla Landssambands slökkviliðsmanna á Laugavegshátíðinni þ. 30. maí s.l. Frá og með aprílmánuði 1991 hafa starfsmenn LSS séð um mest alla kennslu og fræðslu um eldvarnir og kennslu á handslökkvitæki á Bruna- varnasvæði Eldvarnaeftirlits Reykja- víkurborgar. Kennsla þessi hefur farið hægt af stað en deildin er nú í stakk búin til að uppfylla flest allar kröfur fyrirtækja, skóla, stofnana og einstaklinga um eldvarnafræðslu og handslökkvitækja- kennslu. Til staðar er ákveðið „PAKKA“ til- boð sem hæfir t.d. 10-20 manna hóp- um og er öllu verði stillt í hóf. Þá eru einnig til sambærilegir „Pakkar“ fyrir stærri hópa. Á næstunni er ætlunin að senda út frá Landssambandinu bækling til fyr- irtækja og einstaklinga til nánari kynningar á þjónustu þessari. Það er alveg sama hvar við lítum allir þurfa í raun á slíkri fræðslu að halda. Einn hörmulegasti dauðdagi sem til er er dauðdagi af völdum fákunnáttu af öllu tagi. Eldurinn eirir engu ef hann sleppur laus, flestir sem deyja í eldsvoða kafna af reyknum. Smáeldur sem auðveldlega hefði mátt ráða við með handslökkvitækj- um ef viðstaddir hefðu kunnað að nota þau hefur lagt stór atvinnuhús- næði í rúst. KYNNTU ÞÉR HVAÐ FORVARNA OG FRÆÐSLUDEILDIN HEFUR AÐ BJÓÐA ÞÉR SKRIFSTOFAN ER OPIN ALLA DAGA FRÁ KL. 14.00-16.00 SÍMINN ER 672988 20 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.