Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 23

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 23
Staðsetja þarf blásarann nægilega langt frá opinu til að ná þessu mark- miði. Ef þetta er ekki gert tapast tölu- vert loft út til baka og rýrir þar með afköstin. Sjá mynd „C“ í öðru lagi er val á opnun þar sem við viljum reykinn út. Æskilegast er að það sé sem hæst og fjærst frá inn blæstrinum. Þegar opnað er út má það glugga hurðir eða þök á þeim stöðum sem við kjósum, hafandi í huga tak- markið að viðhalda yfirþrýstingnum og fá ekki reykinn og hitann um óæskilegt svæði Reynslan hefur sýnt að helsti vand- inn er að allir séu samtaka um aðgerð- ir og séu meðvitaðir um takmarkið og hvernig best er að ná því. Ef rokið er til og allir gluggar brotnir og hurðir opnaðar þá er möguleikinn til stýring- ar farinn. Sé um stór op að ræða til innblást- urs má nota tvo blásara ýmist hlið við hlið eða annan nær opinu og hinn fjær, þannig að sá sem fjær er myndi þéttinguna eða loki opinu með keil- unni. Ef um tvær stærðir blásara er að ræða er betra að hafa þann stærri nær opinu. Sjá mynd „D“. Venjulega íbúð ca. 100-150 ferm. má reyklosa á þennan máta á um þrem mínútum. Þegar á að reyklosa hólfað rými eða hús með mörgum herbergjum er best að byrja á þeim sem næst eru inn- blæstrinum, loka þeim síðan og losa reyk úr einu í senn þar til allt er búið. Sjá mynd „E“ Lykilatriðið er að einn ákveðinn að- ili stjórni aðgerðinni og allir skilji hvert takmarkið er. En æfingin skapar meistarann. Mynd „F“ sýnir hvernig má reyklosa tveggja hæða hús með einum blásara. Ef um er að ræða lokað rými þar sem enginn gluggi er fyrir hendi eða annað op út er ágætt að blása inn í rýmið um hurð, hafa blásarann við gættina þá blæs vel inn en reykurinn kemst út um efri hluta hurðarinnar. Þar sem háttar til eins og sýnt er á mynd „G“ þarf tvo blásara Mynd „H“ sýnir hvernig má koma við reyklosun í háhýsum með því að búa til yfirþrýsting í stigagöngum. Ef menn kjósa að nota reyklosun með yfirþrýstingi á sama tíma og verið er að kljást við eld í byggingunni er vandi á ferð. Þessi aðferð hefur verið mjög umdeild, enda stangast hún á við hefðbundnar venjur. Að dæla miklu magni inni í hús sem er að brenna passar beinlínis ekki við það sem við eigum að venjast.Töluverð reynsla og rannsóknir hafa leitt í ljós op helst ekki vera stærra en innblást- urs opið, því ella næst ekki yfirþrýst- ingurinn sem leitast er við að byggja upp. Talað er um að æskilegt hlutfall stærðarmismunar opanna sé á bilinu % til 1 ‘/2. í þriðja lagi er stjórnun á loft- streyminu um rýmið sem á að loft- ræsa. Helstu kostir þessarar aðferðar er einmitt möguleikinn á því að geta stjórnað þessu streymi, jafnvel um langar leiðir. Þó þarf að gæta þess að flytja ekki reyk og hita á eða um staði þar sem hann er ekki fyrir. Þessi stjórnun fer fram með því að opna SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 23

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.