Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Side 37

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Side 37
álagi. Greinileg tengsl eru á milli reynslu hjálparfólks af válegum at- burðum og þeirrar upplifunar að vera útbrunnin í starfi. Það dregur úr gæð- um hins daglega lífs og hætta eykst á því, að viðkomandi verði frá vinnu vegna veikinda eða láti af störfum. Sú viðtekna skoðun, að fólk í hjálpar- störfum séu einstaklingar sem „ekkert bítur á“ stendst þar af leiðandi ekki. í einni rannsókn kom m.a. fram að allt að 97% lögreglumanna töldu sig hafa gagn af sálfræðilegri hjálp eða stuðn- ingi eftir að hafa tekist á við válega at- burði. Viðbrögð fólks í hjálparstarfi á slysstað eru oft frábrugðin þeim við- brögðum sem það upplifir eftir á. Ein- ar fann t.d. ekki fyrir neinum sérstök- um viðbrögðum á slysstaðnum og í nokkra tíma á eftir. Hann hugsaði bara um það að inna sín verk sam- viskusamlega af hendi. Ef fólk eygir möguleika á því að geta hafist strax handa á vettvangi og látið til sín taka dregur það m.a. úr kvíða og spennu. Með því móti getur fólk beint athygl- inni betur að viðfangsefninu, án þess að láta það eða önnur truflandi áreiti hafa veruleg áhrif á sig. Þeir sem sinna hjálparstörfum hafa mikla þörf fyrir að tala um erfiða reynslu af válegum atburðum, oft aft- ur og aftur. Þá hafa þeir sterka til- hneigingu til að endurupplifa atvik eða hluta af atburðarás. Tvö minnis- brot sóttu einkum á Einar bæði í vöku og draumi, þ.e. sérkennileg brunalykt af hinum látna og ásýnd andlits hans. Minningarnar geta einnig sótt að fólki sem hugsanir, hljóð, snerting, breytt þyngdarskyn eða sem nokkurns konar innri kvikmynd, einar sér eða fleiri saman. Alls kyns áreiti sem beint eða óbeint minna á válegan atburð geta kallað fram slík minnisbrot, en oftast birtast þau af sjálfu sér. Samfara því gera hræðsluköst, kvíði og einbeitn- ingarerfiðleikar gjarnan vart við sig. Önnur algeng eftirköst eru aukinn kvíði og áhyggjur af sínum nánustu. Vegna reynslu sinnar á hjálparfólk erf- iðara með en ella að telja sér trú um að ekkert komi fyrir sig eða sína. Þannig er því farið hjá Einari. Hann gengur ekki lengur að mörgum þáttum lífsins gefnum og finnur til meiri gleði en áður yfir því sem honum er gefið. Leiðir til úrlausna Til að ráða betur við erfiðar að- stæður og það álag sem oft fylgir hjálparstörfum er m.a. eftirfarandi mikilvægt: Við þjálfun eða menntun hjálpar- fólks sé lögð áhersla á að það þekki helstu tilfinninga- og líkamleg viðbrög sín og fórnarlamba og viti, hvernig best sé að bregðast við þeim. Þetta á bæði við á vettvangi válegra atburða og eftir að þeir eru yfirstaðnir. Þá þurfa öll hlutverk hjálparaðila og valdsvið hvers og eins að vera öllum ljós. Að dugnaður og færni í starfi er ekki það sama og að lafa hvergi bil- bug á sér finna. Það er styrkur, en ekki veikleiki að geta talað um reynslu sína og miðlað af henni til annarra. Að hjálparfólk fái þjálfun í að styðja hvert annað eftir erfið atvik á þann hátt að það gefi sér tíma til að hlusta, skilja og að veita tilfinningum sínum útrás. Að stuðningur heima fyrir sé fyrir hendi þannig að hjálparfólk geti talað um sína erfiðu reynslu við maka sinn og aðra nákomna. Slíkt eykur skilning aðstandenda og dregur úr þeirri til- finningu hjálparleysis sem þeir upplifa oft. Þarna ætti þagnarskyldan ekki að vera hindrun. Að þeir reynslumeiri beri ábyrgð á að sinna byrjendum. Þeir þurfa sér- staklega að miðla af eigin reynslu og viðbrögðum við vá í hjálparstarfinu, bæði þegar þeir hófu störf og sem reynslumeiri svo að þeir standi jafn- fætis þeim yngri hvað menntun varð- ar. Að læra slökunaraðferðir s.s. djúp- slökun eða íhugun. Þá er góð líkams- þjálfun hentug leið til þess að draga úr spennu og auka almenna vellíðan. Lokaorð Fólk sem vinnur undir miklu álagi þarf oft að borga fyrir það í sársauka- fullum eftirköstum, sem dregið getur verulega úr gæðum hins daglega lífs. Fyrir það fyrsta er mikilvægt að vita að slík eftirköst eru ekkert einkamál hvers og eins. Margir einstaklingar eins og Einar hafa án efa verið einir með sína vanlíðan og m.a. leitað skýr- inga á henni í eigin „veikleika“. í öðru lagi gefur vitneskja um sam- mannlega reynslu hugmynd um hvernig hægt er að bregðast við á fyrirbyggjandi hátt. Þá verður fólk betur í stakk búið til þess að mæta slíku álagi og líkur á sársaukafullum eftirköstum minnkar. Starfskraftar og Notaður búnaður til sölu FENZY reykköfunartæki til sölu Til sölu eru sem ný FENZY reykköfunartæki. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu sambandsins. Til sölu er Bedford slökkvibifreið. Nánari upplýsingar í síma 98-34358, Snorri. TIL SÖLU Hjálparstýri í slökkvi- bifreið er til sölu hjá slökkviliði Fáskrúðsfjarð- ar. Stýrið er loftknúið og er gert fyrir Bedford. Upplýsingar í síma 97-51131 Gunnar Skarphéðinsson SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 37

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.