Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 42
samkomulagi sveitarstjórnar og
Landssambands slökkviliðsmanna eða
fulltrúa viðkomandi slökkviliðs-
manna, hafa skal o.s.frv.
10. gr.
Bætt verði inn eftirfarandi (svart letr-
að) „skulu slysatryggðir við æfingar og
önnur störf í þágu brunavarna í sam-
ræmi við áhœttu starfsins, lágmark-
strygging þeirra skal vera samkvæmt
ákvæðum um slysatryggingar opin-
berra starfsmanna. (sjá reglur nr. 30/
1990 um skilmála slysatrygginga ríkis-
starfsmanna).
LSS telur brýnt hagsmunamál slökkviliðs-
manna að þeir séu ávallt með beztu tryggingar á
hverjum tíma þar sem líkur á slysum eru miklar
í starfsgreininni, en flokkun trygginga á starfs-
stéttum staðfestir þetta ennfrekar þar sem
slökkviliðsmen flokkast í næsthæsta og hæsta
áhættuflokk samkvæmt slysaskýrslum. Mikil-
vægt er að samræmis sé gætt milli slökkviliðs-
manna í fullu starfi og annarra slökkviliðs-
manna.
23. gr.
Brunamálastofnun ríkisins skal sjá um
að rannsókn fari fram á orsökum elds-
voða þegar eftir brunatjón. Bruna-
rannsókn þarf ekki að fara fram séu
orsakir kunnar eða tjón óverulegt.
Rannsóknarlögregla ríkisins skal sjá
um að lögreglurannsókn fari fram sé
grunur um að um saknæmt athæfi hafi
verið að ræða. Haft skal samráð við
sérfræðinga brunamálastofnunar við
slíka rannsókn. Rafmagnseftirliti rík-
isins skal tilkynnt um slíkar rannsókn-
ir. Brunarannsókn skal beinast að því
að kanna, hver upptök eldsins hafa
verið o.s.frv.........................
3. mgr. falli niður
(23.gr. frh.)
4 m.gr. orðist svo.
Afrit af ofangreindum gögnum skulu
berast Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Brunamálastofnun ríkisins, hlutaðeig-
andi slökkviliðsstjórum og vátrygg-
ingafélögum, þegar rannsókn er lokið.
Landssamband slökkviliðsmanna telur orðið
fulltímabært að brunarannsóknir séu í höndum
sérfræðinga í brunamálum þ.e. þeirra sem
starfa alla jafna að brunavörnum og brunamál-
um og hafa hlotið til þess menntun og starfs-
reynslu. Með núverandi fyrirkomulagi vantar
þennan mikilvæga hlekk hvað varðar bruna-
rannsóknirnar þ.e. að þær tengist störfum eldv-
arnaeftirlitsmanna, slökkviliðsstjóra, slökkvi-
liðsmanna og annarra sérfræðinga í brunamál-
um. Nú er lögreglumönnum gert að fara með
þessar rannsóknir að stórum hluta til. Það er
mat stjórnar LSS að mikil þörf sé á slíkum
breytingum jafnhliða átaki í brunarannsóknum í
landinu.
25. gr.
Með greininni er í fyrsta skipti ákveð-
ið fjármagn sérstaklega tileiknað
menntunarmálum slökkviliðsmanna
(þ.m.t. eldvarnaeftirlitsmanna) og
fleirum og er það fagnaðarefni. Mikil-
vægt er að tengja slíkan sjóð við heild-
aruppbyggingu skóla- og fræðslustarfa
á vegum Brunamálastofnunar ríkisins
í málaflokknum.
Lokaorð
Landssamband slökkviliðsmanna lýsir
sig sammála meginefni frumvarpsins
að öðru leiti og telur fulltímabært að
sett sé ný löggjöf um brunavarnir og
brunamál.
Reykjavík 1. mars 1992
F.f. stjórnar Landssambans slökkviliðsmanna
Guðmundur Vignir Oskarsson
formaður LSS
mmm-OG emxsuMW
Sýningaraðstaða LSS að Síðumúla 8
MÆ'gvíslegar Merkingar eru fáanlegar
hjá forvarna- og fræðsludeild
Hg
KYNNTU ÞÉR HVAÐ FORVARNA
OG FRÆÐSLUDEILDIN HEFUR
AÐ BJÓÐA ÞÉR
SKRIFSTOFAN ER OPIN ALLA
DAGA FRÁ KL. 14.00-16.00
SÍMINN ER 672988
42
SLOKKVILIÐSMAÐURINN