Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 14

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 14
19. og síðasta þing fagfélagsins LSS haldið dagana 3.4. og 5. apríl sl. að Grettisgötu 89 (húsi BSRB) Fjöldi mála var til umfjöllunar og af- greiðslu á þinginu. Við setningu þingsins voru m.a. mætt félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, brunamálastjóri Berg- steinn Gissurarson, slökkviliðstjórinn í Reykjavík Hrólfur Jónsson og frá Reykjavíkurflugvelli Birgir Ólafsson. Þingið sátu a.m.k. 47 aðilar þar af 34 aðalfulltrúar víðsvegar að af landinu. Stærstu ákvarðanir þingsins voru að samtökunum skyldi umbreytt þannig að það starfaði jafnhliða að fag- og kjaramálum. Einnig voru samþykkt drög að lögum nýs stéttarfélags, sem tillaga inn á stofnfund stéttarfélags. Þingið samþykkti að bæta við starf- semi félagsins þeim þætti er lýtur að kjaramálum. Þannig samþykkti þingið með öllum greiddum atkvæðum að umbreyta fagfélaginu LSS yfir í stétt- arfélag. Samkvæmt lögum sambands- ins þurfti síðan að bera ofangreinda samþykkt undir allsherjaratkvæða- greiðslu til staðfestingar. Niðurstaða allsherjaratkvæða- greiðslunnar var eftirfarandi: Á kjörskrá voru 789 félagsmenn, þ.a. greiddu atkvæði 556/71,2% JÁ sögðu 526 eða 94,6% NEI sögðu 22 eða 4,0% AUÐIR seðlar 8 eða 1,4% Með niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar samþykktu félagsmenn að leggja niður fagfélagið og að stofnað skyldi stéttarfélag. Fyrsta stjórn stéttar- félags Landssambands slökkviliðsmanna Neðri röð frá vinstri: Magnús Magnússon ritari frá Sand- gerði, Snorri Baldursson varaformað- ur LSS frá Hveragerði, Guðmundur Vignir Óskarsson formaður LSS frá Reykjavík og Guðmann Friðgeirsson gjaldkeri frá Reykjavíkurflugvelli. Aftari röð frá vinstri: Einar M. Einarsson frá Keflavíkur- flugvelli, Kristján Pétursson frá Brunavörnum Arnessýslu, Jón H. Guðmundsson Reykjavík, Viðar Þor- leifsson Akureyri í varastjórn og Rún- ar Helgason einnig í varastjórn. 14 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.