Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Page 14

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Page 14
19. og síðasta þing fagfélagsins LSS haldið dagana 3.4. og 5. apríl sl. að Grettisgötu 89 (húsi BSRB) Fjöldi mála var til umfjöllunar og af- greiðslu á þinginu. Við setningu þingsins voru m.a. mætt félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, brunamálastjóri Berg- steinn Gissurarson, slökkviliðstjórinn í Reykjavík Hrólfur Jónsson og frá Reykjavíkurflugvelli Birgir Ólafsson. Þingið sátu a.m.k. 47 aðilar þar af 34 aðalfulltrúar víðsvegar að af landinu. Stærstu ákvarðanir þingsins voru að samtökunum skyldi umbreytt þannig að það starfaði jafnhliða að fag- og kjaramálum. Einnig voru samþykkt drög að lögum nýs stéttarfélags, sem tillaga inn á stofnfund stéttarfélags. Þingið samþykkti að bæta við starf- semi félagsins þeim þætti er lýtur að kjaramálum. Þannig samþykkti þingið með öllum greiddum atkvæðum að umbreyta fagfélaginu LSS yfir í stétt- arfélag. Samkvæmt lögum sambands- ins þurfti síðan að bera ofangreinda samþykkt undir allsherjaratkvæða- greiðslu til staðfestingar. Niðurstaða allsherjaratkvæða- greiðslunnar var eftirfarandi: Á kjörskrá voru 789 félagsmenn, þ.a. greiddu atkvæði 556/71,2% JÁ sögðu 526 eða 94,6% NEI sögðu 22 eða 4,0% AUÐIR seðlar 8 eða 1,4% Með niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar samþykktu félagsmenn að leggja niður fagfélagið og að stofnað skyldi stéttarfélag. Fyrsta stjórn stéttar- félags Landssambands slökkviliðsmanna Neðri röð frá vinstri: Magnús Magnússon ritari frá Sand- gerði, Snorri Baldursson varaformað- ur LSS frá Hveragerði, Guðmundur Vignir Óskarsson formaður LSS frá Reykjavík og Guðmann Friðgeirsson gjaldkeri frá Reykjavíkurflugvelli. Aftari röð frá vinstri: Einar M. Einarsson frá Keflavíkur- flugvelli, Kristján Pétursson frá Brunavörnum Arnessýslu, Jón H. Guðmundsson Reykjavík, Viðar Þor- leifsson Akureyri í varastjórn og Rún- ar Helgason einnig í varastjórn. 14 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.