Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Síða 25
að hann dreyfist á staði sem hann
var ekki á fyrir.
3. Ef eldurinn er í þakrými er ekki
verjandi að blása fyrr en búið er að
opna þakið.
4. Varúð skal viðhöfð ef ekki er vitað
hvar eldurinn er.
5. Slökkviliðmenn með slöngur til-
búnar til slökkvistarfs verða að
vera til taks áður en byrjað er að
blása og hafa snör handtök í því að
fara inn og slökkva eldinn.
Með þessari aðferð, hafi hún verið
æfð og allir kunna á henni góð skil, er
líklegt að hún skili góðum árangri í
slökkvistarfinu með því að skyggni
eykst til muna mikið fyrr, hiti, reykur
og gufumyndun verður minni svo líf-
vænlegra verður í umhverfinu. Hún
eykur öryggi slökkviliðsmanna og lík-
urnar á því að þeir finni ekki aðeins
eldinn mun fyrr heldur einnig smáelda
sem kunna að hafa dreifst um rýmið.
Hér hafa verið settar fram ýmsar
kenningar um reyklosun með yfir-
þrýstingi. Þessi aðferð í slökkvistarf-
inu er sú byltingakenndasta, sem sést
hefur í áraraðir. Með því að beita
þessum grundvallarreglum með mátu-
legu ímyndunarafli geta slökkviliðs-
menn aukið sitt eigið öryggi um leið
og þeir auka afköst vinnu sinnar.
Góð ryðvörn
tryggir endingu og endursölu
og eykur öryggi ykkar
í umferðinni.
Athugiö aö láta endurryöverja
bifreiöina a 18 mánaöa fresti.
6 ÁRA RYÐVARNAR ÁBYRGÐ BÍLARYÐVÖRN Bíldshöfða 5 æ?m o 4 on hf o
OO1o»u
Meðfeerileg og eldtraust
sorpílát frá HIRÐI
Nýju söfnunarílátin frá HIRÐI eru eldtraust og á hjólum
þannig aö hægt er að hafa þau þar sem losun er auðveldust
og minnst ber á þeim, hvort sem það er innandyra eða utan.
Söfnunarílátin eru af ýmsum stærðum og gerðum.
Starfsmenn HIRÐIS veita ráðgjöf um hentugustu lausnina
fyrir þig og fyrirtækið þitt.
Hirtu um umhverfið með HIRÐI.
HIRÐIR
Höfdabakka 1, 110 Reykjavík
simi 67 68 55, telefax 67 32 40
ÍSAGA h.f.
Framleiöslufyrirtæki
Stofnaö: 1919
Brciðhölði 11
Póstniimer: U2 Rcykjavík
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
25