Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 40

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 40
NÝ LÖG UM BRUNAMÁL SEM SAMÞYKKT VORU Á ALÞINGI ÞANN 18. MAÍ1992 í greininni verður aðeins stiklað á stóru og þá sérstaklega því er lýtur beint að slökkviliðsmönnum sjálfum. Með nýjum lögum um brunavarnir og brunamál er tóku gildi þann 18. maí s.l. féllu úr gildi samnefnd lög nr. 72 frá 1982. Undirbúningur og formlegt upp- haf þessarar lagasetningar varð með skipun félagsmálaráðherra Jó- hönnu Sigurðardóttur þann 27. janúar 1989 í 3ja manna starfshóp til að gera heildarúttekt á stöðu brunamála í landinu. í starfshópinn voru skipaðir þeir Magnús H. Magnússon fyrrverandi félagsmála- ráðherra en hann var jafnframt for- maður, Ingi R. Helgason hæsta- réttarlögmaður og Hákon Ólafsson byggingaverkfræðingur. Starfshópurinn fékk erindisbréf upp á að gera úttekt á brunamálum í landinu, en þeim var skipt upp í 11 þætti. í starfi sínu átti starfshópurinn að hafa sarnráð við Brunamálastofnun ríkisins, Samband íslenskra sveitarfé- laga og Landssainband slökkviliðs- manna. Það var svo í apríl 1991 sem félags- málaráðherra lagði fram frumvarp til laga um brunavarnir og brunamál. í frumvarpinu birtust hugmyndir áður- nefnds starfshóps en þetta frumvarp náði ekki fram að ganga í tíð fyrrver- andi ríkisstjórnar. Það var svo á haustdögum 1991 að endurbætt frum- varp var lagt fram eftir að tekið hafði verið tillit til ýmissa ábendinga m.a. frá LSS. Þetta frumvarp varð svo að lögum nú í vor eins og að framan greinir. Það er mat stjórnar Lands- sambands slökkviliðsmanna að með setningu laganna hafi verið stigið heilladrjúgt framfaraspor í þágu brunamálanna í landinu en að sjálfsögðu ræður nú miklu hvernig á verður haldið með framkvæmd laganna. Brunamál eru almennt ekki sá málaílokkur sem eiga upp á pall- borðið hjá stjórnmálamönnum. Lög verða aldrei sett svo öllum líki en með framgöngu félagsmálaráð- herra Jóhönnu Sigurðardóttur í þessum málum og setningu laganna má segja að brotið hafi verið blað. Stjórn Landssambands slökkvi- liðsmanna telur rétt og skylt að koma á framfæri þakklæti til félags- málaráðherra af þessu tilefni. Nokkur efnisatriði úr lögunum Samkvæmt 1. gr. fer félagsmálaráð- herra með yfirstjórn brunamála í land- inu. Um meginhlutverk Brunamála- stofnunar er getið í 2. gr. en um önnur helstu verkefni Brunamálastofnunar er einnig getið í greininni svo sem afar mikilvæg lagafyrirmæli í d. lið grein- arinnar hvað varðar það hvernig stað- ið skuli að menntun og þjálfun slökkviliðsmanna. Þar segir að Bruna- málastofnun skuli hafa forgöngu um að fylgt sé fyrirmælum reglugerðar um skyldubundna menntun slökkvi- liðsmanna svo og ákvæðum um rétt- indi og skyldur. Eins og kunnugt er tók reglugerðin gildi 19. apríl 1992. í reglugerðinni er kveðið á um með afdráttarlausum hætti hvaða kröfur skulu gerðar til umsækjanda um störf slökkviliðs- manna. Þá er náminu skipt upp í fyrsta lagi grunnnám öðru lagi fulln- aðarnám og síðan framhaldsnám. Skýr námsrammi er settur fram um efnislegt innihald námsins svo og hve- nær hverjum áfanga skuli lokið. I e. lið 2. gr. laganna er fjallað um símenntun slökkviliðsmanna og eld- varnar eftirlitsmanna og það að haldn- ar skuli æfingar með slökkviliðinu. í 3. gr. segir að ráðherra skipi fimm manna stjórn Brunamálastofnunar, en stjórnin var áður skipuð þremur aðil- um þ.e. fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, Landssambands slökkvi- liðsmanna og Sambands íslenskra tryggingafélaga. Nú bætast við fulltrúi félagsmálaráðherra sem jafnframt verður formaður og fulltrúi frá Bruna- tæknifélagi íslands. Um verksvið brunamálastjórnar segir: „Brunamálastofnun ríkisins hefur á hendi eftirlit með öllum brunavörnum og brunamálum í landinu. Brunamálastofnun ríkisins skal hlutast til um að farið sé í hvívetna eftir lögum og reglugerðum um brunavarnir og brunamál. Brunamálastofnun ríkisins ber að gera sjálfstæðar athuganir og úttektir til þess að geta gert sér grein fyrir ástandi mála, hvenær sem þurfa þykir, með fullri vitneskju og í sem bestri samvinnu við hlutaðeigandi bruna- málayfirvöld.“ Stóraukið hlutverk brunamálastjórnar „Stjórn Brunamálastofnunar skal hafa eftirlit með rekstri og starfsemi stofnunarinnar og að fylgt sé ákvæð- um laga og reglna sem um stofnunina gilda. Stjórnin skal móta stefnu stofn- unarinnar í samráði við brunamála- stjóra, m.a. með því að samþykkja starfs- og fjárhagsáætlun fyrir eitt ár í senn. Stjórnin ber ábyrgð gagnvart ráð- herra.“ Þá segir um embætti brunamála- stjóra m.a. að ráðherra skipar bruna- málastjóra til sex ára en hann skal veita stofnuninni forstöðu og bera ábyrgð gagnvart brunamálastjórn. 10. gr. gerir ráð fyrir að slökkviliðs- menn í hlutastarfi skipáðir samkvæmt 40 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.