Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 27

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1992, Blaðsíða 27
hvort slíkt slys verður í heimabyggð eða á umráðasvæði okkar heldur hve- nær það verður. Erfitt er að ákvarða þann fjölda slökkviliðsmanna sem á liðnum árum hafa á einn eða annan hátt komist í sneringu við „Hættuleg efni“ í starfi sínu, ómeðvitað og þá alls ekki búnir þeim hlífðarfatnaði, sem nauðsynlegur er. Talið er að áhrif og afleiðingar sumra slysa „hættulegra efna“ á heilsufar manna komi ekki í ljós fyrr en 5-10 og jafnvel 20 árum eftir atburðinn. Það er því mín skoð- un að íslenskir slökkviliðsmenn láti ekki lengur ota sér út í slík slys, illa búnir hlífðarfatnaði, tækjum og þekk- ingu, heldur taki höndum saman við stjórnendur slökkviliðanna og við- komandi bæjar— og sveitarstjórnir, með skriflegar beiðnir um úrbætur. Er það lágmarksútbúnaður s.s. löglegur A- flokks hlífðarfatnaður (ca 2 sett), B- flokks hlífðarfatnaður (2-4 sett) og nokkrir einnota c-flokks samfestingar, neistafrítt handverkfærasett, tappa og stíflusett, þurrkmottur (lks) og nokkr- ir olíu og eiturefnagámar. Varlega skyldi þó farið í innkaup á búnaði fyrr en þörfin á hverjum stað hefur verið rannsökuð til hlítar og fjármunum ekki eytt í óþarfa búnað. Talið er að t.d. sé hægt að notast við heimatilbúin og einföld handverkfæri í allt að 80% lekaslysa „Hættulegra efna“. Menntun slökkviliðsmanna til þess- ara vandasömu og nákvæmu aðgerða er því mjög brýn og ætti að hefjast í röðum yfirmanna liðanna og færast frá þeim til sem flestra slökkviliðs- manna. Þeir mynduðu síðan breiða fylkingu vel þjálfaðra og útbúinna at- vinnumanna sem hefðu það að leiðar- ljósi að vera stétt sinni til sóma í hví- vetna. Nokkur atriði fyrir slökkviliðsmenn að vega og meta áður en aðgerðir hefjast, við slys „hættulegra efna“. 1. Möguleikar á björgun fórnarlamba slyssins. 2. Ahættuþáttur slökkviliðsmanna. 3. Erfiðleikar við björgun. 4. Möguleikar á nægjanlegum fjölda slökkviliðsmanna. 5. Möguleikar á sprengingu eða skyndilegu efnahvarfi. 6. Öruggar útgöngu- og frákeyrslu- leiðir. 7. Hugsið um öryggi við hvern andar- drátt. stökum hættuminni stað þar til hægt er að þerra það upp, þynna út, afeitra eða fjarlægja (t.d. dæla), á annan öruggan hátt. Deild okkar (,,Has-Mat“) hefur síð- an þróast upp í það að vera sjálfstæð, vel búin tækjum og vel þjálfuðum mönnum með að meðaltali 120-130 út- köll árlega. Undirritaður hefur verið að velta því fyrir sér, hver þróun þessara mála er hér á landi með þátttöku slökkvi- liða okkar í óhöppum og slysum af völdum „hættulegra efna“. A seinni árum hefur orðið gífurleg aukning á framleiðslu, notkun og flutningi „hættulegra efna“ hér á landi sem og annarsstaðar í heiminum. Hlýtur það að flokkast til undantekn- inga, ef eitthvert þessara efna finnst ekki á hverju heimili eða vinnustað í landinu. Má t.d. nefna: bensín og annað eldsneyti, olíur, klór, hreinsi- efni, málningarvörur (með blýi t.d.) ammoníak (t.d. áburðarverksmiðjan), formalín, blásýra og cyanvetni o.s.frv. Það er því ekki lengur spurning um tappa eða á annan hátt). b. Stífla til að fyrirbyggja að efni komist á staði þar sem það getur valdið ómældu tjóni. c. Veita efninu í einhvern sérstakan hættuminni farveg. d. Varðveita eða geyina efnið á sér- SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.